Mál númer 2011081918
- 28. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #565
<DIV>Afgreiðsla 179. fundar fjölskyldunefndar, að veita UMFA jafnréttisviðurkenningu var samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar og er erindið því lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 14. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #564
Til máls tók: HSv.
Samþykkt fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar þess efnis að veita Ungmennafélaginu Aftureldingu jafnréttisviðurkenningu árið 2011, samþykkt a 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskar Ungmennafélaginu Aftureldingu til hamingju með jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir árið 2011.<BR>
- 14. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #564
<DIV>Afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar um dagskrá jafnréttisdags o.fl., samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 13. september 2011
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #179
Kolbrún Þorsteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar samþykkir að veita Ungmennafélaginu Aftureldingu jafnréttisviðurkenningu árið 2011. Ungmennafélagið Afturelding hefur samið og innleitt jafnréttisáætlun á árinu 2010. Stofnaður var vinnuhópur til þess að semja áætlunina og gera könnun á stöðu jafnréttismála hjá félaginu, bæði hvað varðar starfsmannamál og iðkun íþrótta. Áætlunin var kynnt á formannafundi og útbúin jafnaréttisstefna, sem kynnt verður á nýjum vef félagsins, sem brátt kemur í loftið. Afturelding er einn stærsti vinnuveitandi Mosfellsbæjar með um 80 starfsmenn í um 20 stöðugildum. Auk starfsmanna félagsins kemur fjöldi sjálfboðaliða að starfi félagsins. Jafnrétti kynja, kynslóða og annarra þjóðfélagshópa og stétta hefur verið eðlilegur hluti af starfi félagsins.
- 1. september 2011
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #178
Kynnt drög að dagskrá jafnréttisdags 19. september 2011. Fjölskyldunefnd felur jafnréttisfulltrúa að vinna að framkvæmd dagsins í samræmi við fyrirliggjandi drög.