Mál númer 201109030
- 14. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #564
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Bókun bæjarstjórnar varðandi afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Heimahjúkrun er á forræði ríkisins og hefur þjónustunni í Mosfellsbæ frá byrjun ársins 2009 verið sinnt með þjónustusamningi til þriggja ára milli heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sbr. bréf heilbrigðisráðherra frá 20. janúar 2009 til bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ. Við útfærslu samningsins voru aðilar sammála um að kvöld- og helgarþjónustu yrði stýrt frá miðstöð í Mosfellsbæ sem myndi stuðla að betri, skilvirkari og hagkvæmari þjónustu fyrir íbúa bæjarfélagsins. Þetta hefur ekki gengið eftir og er heimahjúkrun utan opnunartíma heilsugæslu Mosfellsumdæmis sinnt frá Reykjavíkurborg og hefur verið óánægja með þá þjónustu.</DIV><DIV>Í ljósi þess að samningur ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar rennur út um áramótin 2011/2012 er farið fram á við velferðarráðuneytið að kvöld- og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði með ásættanlegum hætti með því að færa framkvæmd þjónustunnar til aðila í bæjarfélaginu. Með því móti má stuðla að betri, skilvirkari og ef til vill hagkvæmari þjónustu en verið hefur, auk þess að hún verði í meira samræmi við ákvæði laga og stefnu ráðuneytisins.</DIV><DIV>Bæjarstjórn tekur undir að kvöld og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði sinnt af aðilum í bæjarfélaginu og með því verði þjónusta við íbúa bætt.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 1. september 2011
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #178
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dagsett 1. september 2011 kynnt. Fjölskyldunefnd leggur til að kvöld- og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði sinnt af aðilum í bæjarfélaginu og með því verði þjónusta við íbúa bætt.