Mál númer 201105212
- 14. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #564
Bergsteinn Björgúlfsson mætir á fund menningarmálanefndar (nema hann verði við kvikmyndatökur)í samræmi við 7. grein reglna um bæjarlistamann: "Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningarmálanefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að "Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar" láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar."
<DIV><DIV>Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar, kynningu á bæjarlistamanni 2011 o.fl. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur undir óskir menningarmálanefndar til handa nýjum bæjarlistamanni Bergsteini Björgúlfssyni og óskar honum til hamingju með tiltilinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011.</DIV></DIV>
- 8. september 2011
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #162
Bergsteinn Björgúlfsson mætir á fund menningarmálanefndar (nema hann verði við kvikmyndatökur)í samræmi við 7. grein reglna um bæjarlistamann: "Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningarmálanefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að "Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar" láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar."
Bergsteinn Björgúlfsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011 kom á fund nefndarinnar og rætt var um hvernig hann myndi<SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: " italic? mso-bidi-font-style: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Enn fremur hvernig bæjarlistamaður Mosfellsbæjar láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar.<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN>
- 30. júní 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1034
<DIV>Afgreiðsla 161. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 1034. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
- 30. júní 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1034
<DIV>Afgreiðsla 160. menningarmálanefndar bæjarráðs samþykkt á 1034. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
- 23. júní 2011
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #161
Seinni umferð kjörs bæjarlistamanns Mosfellsbæjar fór fram.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2011 verði Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndagerðarmaður.
Bergsteinn Björgúlfsson hefur ljáð íslenskri kvikmyndagerð auga sitt og hlotið mikið lof fyrir. Hann hefur hreppt Edduverðlaunin oftar en nokkur annar eða 5 verðlaun fyrir kvikmyndatöku. Bergsteinn var kvikmyndatökumaður í myndunum Mýrin, Bjarnfreðarson, Brúðguminn, Syndir feðranna, Djúpið, Kóngavegur, Börn, Foreldrar, Astrópía, Reykjavík-Rotterdam svo einhverjar séu nefndar auk sjónvarpsmyndanna Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Réttur og Hlemmavídeó.
- 23. júní 2011
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #160
Lagðar fram tillögur um bæjarlistamann og fyrri umferð kjörs bæjarlistamanns fór fram. Seinni umferð fer fram á næsta fundi.