Mál númer 2011081261
- 14. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #564
Áður á dagskrá 1041. fundar bæjarráðs þar sem því var vísað til afgreiðslu þessa fundar. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætir Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV align=left><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv og JS.<BR> <BR>Lögð fram svohljóðandi bókun og tillaga af hálfu bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun. <BR>Af rekstaryfirliti bæjarins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins kemur fram að fjármagnskostnaður hafi hækkað um 111 milljónir króna og eru samals 287 milljónir fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.<BR>Þetta er um 12% af skatttekjum Mosfellsbæjar. Hækkunin stafar af vísitölubreytingum en aukin skuldasöfnunin stafar að stórum hluta af taprekstri sveitarfélagsins síðan 2008 sem er afleiðing fyrirhyggjulausrar stefnu stjórnarflokkanna um uppbyggingu í Mosfellsbæ.<BR>Skuldir Mosfellsbæjar eru nú á milli 8 og 9 milljarða króna.<BR> <BR>Tillaga.<BR>Til að vinna bug á þeirri erfiðu stöðu sem við blasir er lagt til að ráðist verði að rótum vandans, jafnvel í samvinnu við ríkið og önnur sveitarfélög. Ofurskuldsetning er ekki staðbundinn við Mosfellsbæ, hún er landlæg. Nauðsynlegt er að ná utan um heildarstöðu hins opinbera (ríki og sveitarfélög) og stofnanna á þess vegum. Í framhaldi þarf að endursemja um höfuðstól og vexti skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð Mosfellinga. Framkvæmdin verði í höndum vinnuhóps á vegum ríkis- og sveitarfélaga. Hér gæti Mosfellsbær tekið frumkvæði og freistað þess að stofna til samstarfs við þar til bæra aðila um verkefnið. Verði ekki af samvinnunni ráðist Mosfellsbær í verkið á eigin forsendum.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Tillaga Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Bókun bæjarfulltrúa D- og V- lista.<BR>Samkvæmt sex mánaða uppgjöri er rekstur Mosfellsbæjar í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið erfitt síðustu árin, tekjur hafa lækkað og kostnaður hækkað. Því þurfti í fjárhagsáætlun ársins 2011 að taka ýmsar ákvarðanir sem sneru að lækkun kostnaðar. Öllum var því ljóst að reksturinn yrði krefjandi. Það er því ánægjuefni að forstöðumönnum stofnana og starfsmönnun hefur tekist að framfylgja þeim áætlunum sem lagt var upp með og eiga þeir þakkir skildar fyrir að hafa náð að hagræða í rekstri en samt sem áður að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana.<BR>Fjárhagsáætlun 2011 er þriðja áætlunin í röð þar sem farið er í verulega hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Strax í kjölfar hruns árið 2008 var ljóst að rekstrarumhverfi sveitarfélaga væri gjörbreytt vegna minnkandi tekna þeirra. Í stað þess að skera harkalega niður og hækka gjöld allverulega var samstaða um meðal allra framboða í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fara í mildari hagræðingaraðgerðir til þriggja ára og ná fram jafnvægi í rekstri að því tímabili loknu. Árið 2011 er árið sem ætlunin er að jafnvægi náist í rekstrinum. Það er að takast. Þetta var mögulegt þar sem reksturinn hafði gengið vel árin á undan, bæjarsjóður var þá rekinn með verulegum afgangi og skuldir greiddar niður. Það hafði verið safnað til mögru áranna. Því fær það með engu móti staðist að um fyrirhyggjulausa stefnu hafi verið um að ræða.<BR>Mosfellsbæ hefur tekist að stilla lántökum í hóf. Ekki hafa verið tekið lán fyrir rekstri heldur einungis fyrir nýbyggingum og eðlilegri endurfjármögnun lána. Þau lán sem okkur hafa boðist vegna uppbyggingar og til endurfjármögnunar eru á hagstæðari kjörum en eldri lán og leiða þannig til sparnaðar. Mosfellsbær nýtur trausts á lánsfjármörkuðum.<BR>Hið eina í rekstrinum sem reynist í ósamræmi við það sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun er þróun verðlags. Verðbólgan hefur verið meiri en sveitarfélögin áætluðu og kom fram í þjóðhagsspá. Því er þróun verðlags áhyggjuefni ekki bara fyrir Mosfellsbæ og sveitarfélög almennt, heldur fyrir landsmenn alla þar sem hækkun vísitölu kemur beint við fjárhag allra heimila í landinu.<BR>Í þessu sambandi viljum við nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til íbúa og starfsfólks Mosfellsbæjar fyrir að taka þátt í þessu verkefni með jákvæðni og skilningi.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Bókun S- lista Samfylkingar.<BR>Lækkun skulda og/eða rekstrarkostnaðar felur í sér niðurskurð á þjónustu eða hækkun álaga á bæjarbúa. Því er mikilvægt að það liggi fyrir hvaða áherslur munu ráða í þeim aðgerðum. Líklegast er að þær munu bitna fyrst og fremst á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Efnahagslegar aðstæður á undanförnum árum hafa verið rekstri sveitarfélaga afar óhagstæðar og þar með Mosfellsbæ. Ég tel rétt að til lengri tíma sé litið í rekstri sveitarfélagsins þegar skoðað er með hvaða hætti skuli takast á við skuldir og/eða rekstrarkostnað. Endurfjármögnun óhagstæðra lána hefur verið á hendi fjármálastjóra bæjarins sem mér sýnist að hann hafi sinnt ágætlega.</DIV><DIV>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Rekstraryfirlit janúar til júní 2011 lagt fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 1. september 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1042
Áður á dagskrá 1041. fundar bæjarráðs þar sem því var vísað til afgreiðslu þessa fundar. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætir Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Á fundinn mætti Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, PJL, JJB, HSv, BH, JS.
Rekstraryfirlit fyrir janúar til júní 2011 lagt fram.
- 31. ágúst 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #563
<DIV>Erindið lagt fram á 1041. fundi bæjarráðs og vísað til næsta fundar til afgreiðslu. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 25. ágúst 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1041
Til máls tóku: HS, PJL, JJB, HSv, BH og JS.
Erindið lagt fram og afgreiðslu vísað til næsta fundar.