Mál númer 201310333
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Sigurður IB Guðmundsson og Ólöf G Skúladóttir óska 22.10.2013 eftir að hús þeirra að Háeyri, sem skráð er sem frístundahús, verði skráð sem íbúðarhús. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd. Frestað á 352. fundi.
Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. nóvember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #353
Sigurður IB Guðmundsson og Ólöf G Skúladóttir óska 22.10.2013 eftir að hús þeirra að Háeyri, sem skráð er sem frístundahús, verði skráð sem íbúðarhús. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd. Frestað á 352. fundi.
Umsækjendum er bent á að breyting á skilgreiningu hússins og skráning þess sem íbúðarhúss heyrir ekki undir skipulagsnefnd, heldur er hún háð samþykki byggingarfulltrúa. Þar sem lóð hússins er í nýju aðalskipulagi skilgreind sem íbúðarsvæði stendur aðalskipulag ekki lengur í vegi fyrir því að húsið verði samþykkt sem íbúðarhús, að öðrum skilyrðum uppfylltum.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Sigurður IB Guðmundsson og Ólöf G Skúladóttir óska 22.10.2013 eftir að hús þeirra að Háeyri, sem skráð er sem frístundahús, verði skráð sem íbúðarhús. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd.
Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
- 29. október 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #352
Sigurður IB Guðmundsson og Ólöf G Skúladóttir óska 22.10.2013 eftir að hús þeirra að Háeyri, sem skráð er sem frístundahús, verði skráð sem íbúðarhús. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd.
Frestað.