Mál númer 201311081
- 4. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #616
Guðmundur Bjarnason spyrst með tölvupósti 30.10.2013 fyrir um afdrif athugasemdar við tillögu að aðalskipulagi, sem hann sendi með tölvupósti 18.3.2013. Skipulagsfulltrúi upplýsir að athugasemdin misfórst og var ekki bókuð inn í málakerfi bæjarins, þannig að hún kom ekki til meðferðar við afgreiðslu aðalskipulagsins. Frestað á 353. fundi.
Afgreiðsla 354. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 616. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Guðmundur Bjarnason spyrst með tölvupósti 30.10.2013 fyrir um afdrif athugasemdar við tillögu að aðalskipulagi, sem hann sendi með tölvupósti 18.3.2013. Skipulagsfulltrúi upplýsir að athugasemdin misfórst og var ekki bókuð inn í málakerfi bæjarins, þannig að hún kom ekki til meðferðar við afgreiðslu aðalskipulagsins.
Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 19. nóvember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #354
Guðmundur Bjarnason spyrst með tölvupósti 30.10.2013 fyrir um afdrif athugasemdar við tillögu að aðalskipulagi, sem hann sendi með tölvupósti 18.3.2013. Skipulagsfulltrúi upplýsir að athugasemdin misfórst og var ekki bókuð inn í málakerfi bæjarins, þannig að hún kom ekki til meðferðar við afgreiðslu aðalskipulagsins. Frestað á 353. fundi.
Nefndin harmar mistök sem orðið hafa við meðferð athugasemdarinnar. Að því er varðar efni athugasemdarinnar tekur nefndin fram að nýsamþykkt aðalskipulag felur ekki í sér neina breytingu frá áður gildandi skipulagi í þeim atriðum sem athugasemdin fjallar um.
- 12. nóvember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #353
Guðmundur Bjarnason spyrst með tölvupósti 30.10.2013 fyrir um afdrif athugasemdar við tillögu að aðalskipulagi, sem hann sendi með tölvupósti 18.3.2013. Skipulagsfulltrúi upplýsir að athugasemdin misfórst og var ekki bókuð inn í málakerfi bæjarins, þannig að hún kom ekki til meðferðar við afgreiðslu aðalskipulagsins.
Frestað.