30. apríl 2025 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamrabrekkur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202411135
Skipulagsnefnd samþykkti á 626. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 130,0 m² hús á einni hæð úr timbri. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.mos.is, í Skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 16, 20, 21 og 22. Athugasemdafrestur var frá 18.03.2025 til og með 16.04.2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 21.03.2025 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 16.04.2025.
Þar sem að í umsögnum er ekki gerðar efnislegar athugasemdir við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.