1. ágúst 2024 kl. 13:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 55 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202403511
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 78. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna stækkunar húss að Arnartanga 55. Um er að ræða 3,5 m² anddyri raðhúss, í samræmi við gögn. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda fasteigna og lóða að Arnartanga 57, 59, 61 og 63 til kynningar og athugasemda. Athugasemdafrestur var frá 02.07.2024 til og með 31.07.2024. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin og er byggingarfulltrúa heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
2. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi202407009
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jakobi Emil Líndal, f.h. Þórhalls Halldórssonar, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 3. Um er að ræða 130,0 m² tveggja hæða hús úr steinsteypu og timbri, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 527. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga á grundvelli ákvæða aðalskipulags Mosfellsbæjar. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og lóða að Hamrabrekkum 2, 3, 4, 5, 6 og 7 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.
3. Reykholt 124940 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202407065
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ágústi Hlyn Guðmundssyni, f.h. Helga Kjartanssonar, fyrir stakstætt hús til íbúðar á lóðinni að Reykholti L12940. Um er að ræða 35,0 m², einnar hæðar timburhús með tvíhalla þaki, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 527. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga á grundvelli ákvæða aðalskipulags Mosfellsbæjar. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og lóðar að Bræðratungu L123748 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.