Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. desember 2024 kl. 14:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Þór Sigurþórsson

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hamra­brekk­ur 3 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202407009

    Þórhallur Halldórsson sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta frístundahúss á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki

    Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar og skipu­lags­full­trúa
    þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag á svæð­inu.

    • 2. Mið­dals­land Lóð F - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­heim­ild202210510

      Ingibjörg Jóhannsdóttir Gljúfraseli 7 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta frístundahúss á lóðinni Miðdalsland Lóð F, L219989, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki

      Sam­þykkt.

      • 3. Þver­holt 3 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1202411666

        Lágafellssókn Þverholti 3 sækir um leyfi til að endurbyggja og breyta anddyri á verslunar- og þjónustuhúsnæði á 1. hæð á lóðinni Þverholt nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.

        Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­heim­ild í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00