16. desember 2024 kl. 14:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi202407009
Þórhallur Halldórsson sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta frístundahúss á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.2. Miðdalsland Lóð F - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild202210510
Ingibjörg Jóhannsdóttir Gljúfraseli 7 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta frístundahúss á lóðinni Miðdalsland Lóð F, L219989, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Samþykkt.
3. Þverholt 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202411666
Lágafellssókn Þverholti 3 sækir um leyfi til að endurbyggja og breyta anddyri á verslunar- og þjónustuhúsnæði á 1. hæð á lóðinni Þverholt nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarheimild í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.