26. júlí 2024 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjargslundur 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202407072
Sveinn Sveinsson Bjargslundi 4 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu bílgeymslu á lóðinni Bjargslundur nr. 4 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Bílgeymsla 41,0 m², 104,78 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
2. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi202407009
Þórhallur Halldórsson Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 130,0 m², 539,5 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
3. Miðdalur I Heiðarland - Umsókn um stöðuleyfi202406703
Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækir um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma með búnaði til veðurathugana á landinu Miðdalur - Heiðarland I, landnúmer L224003 í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt
4. Reykholt 124940 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202407065
Ágúst Hlynur Guðmundsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri stakstætt hús til íbúðar á lóðinni Reykholt nr.L124940 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 35,0 m², 67,2 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.5. Reykjahvoll 35 - umsókn um byggingarheimild eða -leyfi202406644
Snædís Sif Benediktsdóttir Reykjahvoli 35 sækir um lyfi til að stækka núverandi sólskála við einbýlishús á lóðinni Reykjahvoll nr. 35 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 3,8 m², 11,0 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
6. Skólabraut 6-10 (niðurrif kennslust) - Umsókn um byggingarleyfi202406650
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að fjarlægja tvær færanlegar kennslustofur, mhl 09 og 12, af lóðinni Skólabraut nr. 6-10 í samræmi við framlögð gögn. Fjarlægt byggingarmagn mhl 09: -144,0 m², -417,7 m³. Fjarlægt byggingarmagn mhl 12: -122,3 m², -366,9 m³.
Samþykkt.
7. Selmerkurvegur 16 - Umsókn um byggingarheimild202406631
Ó.K. gröfur ehf. Askalind 7 Kópavogi sækja um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús lóðinni Selmerkurvegur nr. 16 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 66,0 m², 222,1 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.