17. desember 2024 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi202407009
Borist hafa breyttir aðaluppdrættir, dags. 06.12.2024, með umsókn um byggingarleyfi frá Þórhalli Halldórssyni, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 3. Teikningar sýna tilfærslu húss um 80 cm til vesturs. Fyrri aðaluppdrættir voru grenndarkynntir frá 07.08.2024 til og með 06.09.2024.
Í ljósi þess að engar athugasemdir né fyrirspurnir bárust við fyrri grenndarkynningu byggingaráforma og með vísan í afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að falla frá kröfum um nýja grenndarkynningu með hliðsjón af 5.9.3. gr skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Breyttir uppdrættir hafa ekki áhrif á nýtingarhlutfall, útlit, útsýn, skuggavarp eða innsýn fyrir aðra hagaðila. Samþykkir skipulagsfulltrúi áformin og er byggingarfulltrúa heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og fyrirliggjandi gögnum.