Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. október 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mos­fells­bær barn­vænt sveit­ar­fé­lag2020081051

    Tillaga um breytingar á skipan stýrihóps um innleiðingu á verkefninu barnvænt samfélag og útgáfu nýs erindisbréfs.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu að nýju er­ind­is­bréfi stýri­hóps­ins. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt að skipa í stýri­hóp­inn Önnu Sig­ríði Guðna­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa S lista sem jafn­framt verði formað­ur og Jönu Katrínu Knúts­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa D lista.

  • 2. Stofn­un Áfanga­staða­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202210265

    Erindi frá SSH varðandi stofnun Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins.

    Upp­lýs­ing­ar um vinnu við stofn­un Áfanga­staða­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

  • 3. Samn­ing­ur um sam­ráð og sam­st­arf á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um vel­ferð­ar­þjón­ustu202210227

    Tillaga frá SSH þar sem lagt er til að samningur um samráð og samstarf á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu verði tekinn til efnislegrar umræðu og staðfestingar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi samn­ings­drög.

  • 4. Ósk Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar um við­ræð­ur um fram­tíð­ar­sýn Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar fyr­ir Hlíða­völl202109643

    Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi framtíðar uppbyggingu við Hlíðarvöll.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar þakk­ar Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir er­ind­ið og afar metn­að­ar­fullt og gott starf í þágu íbúa Mos­fells­bæj­ar. Hug­mynd­ir Golf­klúbbs­ins um stækk­un vall­ar­ins hafa áður ver­ið til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­ráði, síð­ast í des­em­ber 2021, þar kom fram í um­sögn um­hverf­is­sviðs að stækk­un vall­ar­ins hefði rösk­un í för með sér fyr­ir um­hverf­ið og lagt til að hug­mynd­irn­ar yrðu end­ur­skoð­að­ar. Bæj­ar­ráð tel­ur mik­il­vægt að sú end­ur­skoð­un fari fram áður en lengra er hald­ið. Hins veg­ar er mik­il­vægt að tryggja fyllsta ör­yggi íbúa og gang­andi veg­far­enda og hef­ur bæj­ar­ráð þeg­ar sett inn fjár­magn til að lag­færa 4. braut vall­ar­ins. Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir vilja til sam­ráðs varð­andi frek­ari út­færslu á ör­ygg­is­mál­un­um.

  • 5. Að­al­fund­ur Sam­taka orku­sveit­ar­fé­laga 2022202210220

    Erindi frá stjórn orkusveitarfélaga þar sem boðinn er aðgangur að Samtökum orkusveitarfélaga.

    Lagt fram.

  • 6. Starfs­hóp­ur um upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja á Varmár­svæði202210199

    Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um stofnun starfshóps vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Varmársvæðinu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lögu íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs varð­andi nú­ver­andi skipu­lag á svæð­inu. Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    • 7. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar202210315

      Frá nefndarsviði Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, 44. mál. Umsagnarfrestur til 27. október nk.

      Lagt fram.

      • 8. Til­laga til þings­álykt­un­ar - end­ur­skoð­un á laga- og reglu­gerð­ar­um­hverfi sjókvía­eld­is.202210316

        Frá nefndarsviði Alþingis, tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál. Umsagnarfrestur til 27. október nk.

        Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:56