20. október 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag2020081051
Tillaga um breytingar á skipan stýrihóps um innleiðingu á verkefninu barnvænt samfélag og útgáfu nýs erindisbréfs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að nýju erindisbréfi stýrihópsins. Bæjarráð samþykkir jafnframt að skipa í stýrihópinn Önnu Sigríði Guðnadóttur, bæjarfulltrúa S lista sem jafnframt verði formaður og Jönu Katrínu Knútsdóttur, bæjarfulltrúa D lista.
2. Stofnun Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins202210265
Erindi frá SSH varðandi stofnun Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins.
Upplýsingar um vinnu við stofnun Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins lagðar fram til kynningar.
3. Samningur um samráð og samstarf á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu202210227
Tillaga frá SSH þar sem lagt er til að samningur um samráð og samstarf á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu verði tekinn til efnislegrar umræðu og staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög.
4. Ósk Golfklúbbs Mosfellsbæjar um viðræður um framtíðarsýn Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir Hlíðavöll202109643
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi framtíðar uppbyggingu við Hlíðarvöll.
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar Golfklúbbi Mosfellsbæjar fyrir erindið og afar metnaðarfullt og gott starf í þágu íbúa Mosfellsbæjar. Hugmyndir Golfklúbbsins um stækkun vallarins hafa áður verið til umfjöllunar í bæjarráði, síðast í desember 2021, þar kom fram í umsögn umhverfissviðs að stækkun vallarins hefði röskun í för með sér fyrir umhverfið og lagt til að hugmyndirnar yrðu endurskoðaðar. Bæjarráð telur mikilvægt að sú endurskoðun fari fram áður en lengra er haldið. Hins vegar er mikilvægt að tryggja fyllsta öryggi íbúa og gangandi vegfarenda og hefur bæjarráð þegar sett inn fjármagn til að lagfæra 4. braut vallarins. Bæjarráð lýsir yfir vilja til samráðs varðandi frekari útfærslu á öryggismálunum.
5. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022202210220
Erindi frá stjórn orkusveitarfélaga þar sem boðinn er aðgangur að Samtökum orkusveitarfélaga.
Lagt fram.
6. Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Varmársvæði202210199
Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um stofnun starfshóps vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Varmársvæðinu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögu íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar umhverfissviðs varðandi núverandi skipulag á svæðinu. Bæjarráðsfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar202210315
Frá nefndarsviði Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, 44. mál. Umsagnarfrestur til 27. október nk.
Lagt fram.
8. Tillaga til þingsályktunar - endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis.202210316
Frá nefndarsviði Alþingis, tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál. Umsagnarfrestur til 27. október nk.
Lagt fram.