Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. október 2021 kl. 07:30,
2. hæð Bæjarfell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar um við­ræð­ur um fram­tíð­ar­sýn Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar fyr­ir Hlíða­völl202109643

    Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021. Frestað erindi á síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

  • 2. Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is-gist­ing í fl. II - Hraðastaða­veg­ur 11202109596

    Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gistingu í II. fl. við Hraðastaðaveg 11. Máli frestað á síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekstr­ar­leyfi fyr­ir gist­ingu fl. II við Hraðastaða­veg 11.

  • 3. Ákvörð­un um greiðslu gatna­gerð­ar­gjalda á Lauga­bóli kærð til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is202012241

    Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi. Máli frestað á síðasta fundi.

    Úr­skurð­ur lagð­ur fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að óska eft­ir end­urupp­töku máls­ins hvað varð­ar nið­ur­stöðu um of­tekin gjöld sem virðst byggja á mis­skiln­ingi á gjaldskrá sveit­ar­fé­lags­ins um gatna­gerð­ar­gjöld.

  • 4. Ósk um nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda vegna bygg­ing­ar milli­lofts í hús­næð­inu Bugðufljóti 9202109105

    Umbeðin umsögn lögð fram til kynningar. Frestað á síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð frest­ar af­greiðslu er­ind­is­ins. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­sagnar­að­il­um að skoða gjaldskrá sveit­ar­fé­lags­ins um gatna­gerð­ar­gjöld með til­liti til bygg­ing­ar milli­lofta í at­vinnu­hús­næði.

    • 5. Krafa um NPA þjón­ustu202011017

      Dómur landsréttar í málinu lagður fram til kynningar.

      Dóm­ur lands­rétt­ar í mál­inu lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

      • 6. Nýj­ar leið­bein­ing­ar um rit­un fund­ar­gerða og notk­un fjar­fund­ar­bún­að­ar og sam­þykkt­ir um stjórn sveit­ar­fé­laga202109083

        Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna nýrra leiðbeininga um fjarfundi sveitarstjórna og um ritun fundargerða ásamt nýrri fyrirmynd að samþykktum um stjórn sveitarfélaga, dags. 4. október 2021.

        Nýj­ar leið­bein­ing­ar um fjar­fundi sveit­ar­stjórna og um rit­un fund­ar­gerða ásamt nýrri fyr­ir­mynd að sam­þykkt­um um stjórn sveit­ar­fé­laga lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

      • 7. SSH Starfs- og fjár­hags­áætlun svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar 2022202110084

        Erindi svæðisskipulagsstjóra, dags. 05.10.2021, þar sem lögð er fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2022.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2022.

      • 8. Stríðs­minja­set­ur202105155

        Umbeðin umsögn lögð fram.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað að unn­ið verði að því að ljúka skrán­ingu og for­vörslu safns­ins. Jafn­framt að haust­ið 2023 verði hafin vinna við að út­færa að­gerð í sam­ræmi við menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar með áherslu á nú­tíma­lega miðlun á safn­kosti og að það verk­efni verði unn­ið af sér­fræð­ing á sviði menn­ing­ar­miðl­un­ar í sam­vinnu við starfs­menn Mos­fells­bæj­ar. Fram að þeim tíma verði hluti af safn­mun­um gerð­ur að­gengi­leg­ur í sam­vinnu við starfs­menn Hér­aðs­skjala­safns Mos­fells­bæj­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50