14. október 2021 kl. 07:30,
2. hæð Bæjarfell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk Golfklúbbs Mosfellsbæjar um viðræður um framtíðarsýn Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir Hlíðavöll202109643
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021. Frestað erindi á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
2. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis-gisting í fl. II - Hraðastaðavegur 11202109596
Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gistingu í II. fl. við Hraðastaðaveg 11. Máli frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistingu fl. II við Hraðastaðaveg 11.
3. Ákvörðun um greiðslu gatnagerðargjalda á Laugabóli kærð til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis202012241
Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi. Máli frestað á síðasta fundi.
Úrskurður lagður fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarlögmanni að óska eftir endurupptöku málsins hvað varðar niðurstöðu um oftekin gjöld sem virðst byggja á misskilningi á gjaldskrá sveitarfélagsins um gatnagerðargjöld.
4. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar millilofts í húsnæðinu Bugðufljóti 9202109105
Umbeðin umsögn lögð fram til kynningar. Frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umsagnaraðilum að skoða gjaldskrá sveitarfélagsins um gatnagerðargjöld með tilliti til byggingar millilofta í atvinnuhúsnæði.
5. Krafa um NPA þjónustu202011017
Dómur landsréttar í málinu lagður fram til kynningar.
Dómur landsréttar í málinu lagður fram til kynningar.
6. Nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar og samþykktir um stjórn sveitarfélaga202109083
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna nýrra leiðbeininga um fjarfundi sveitarstjórna og um ritun fundargerða ásamt nýrri fyrirmynd að samþykktum um stjórn sveitarfélaga, dags. 4. október 2021.
Nýjar leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna og um ritun fundargerða ásamt nýrri fyrirmynd að samþykktum um stjórn sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.
7. SSH Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2022202110084
Erindi svæðisskipulagsstjóra, dags. 05.10.2021, þar sem lögð er fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2022.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
8. Stríðsminjasetur202105155
Umbeðin umsögn lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað að unnið verði að því að ljúka skráningu og forvörslu safnsins. Jafnframt að haustið 2023 verði hafin vinna við að útfæra aðgerð í samræmi við menningarstefnu Mosfellsbæjar með áherslu á nútímalega miðlun á safnkosti og að það verkefni verði unnið af sérfræðing á sviði menningarmiðlunar í samvinnu við starfsmenn Mosfellsbæjar. Fram að þeim tíma verði hluti af safnmunum gerður aðgengilegur í samvinnu við starfsmenn Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar.