Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. febrúar 2020 kl. 16:40,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
 • Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
 • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
 • Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Sam­þykkt með 6 at­kvæð­um við upp­haf fund­ar að taka mál nr. 16, fund­ar­gerð 50. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is, á dagskrá fund­ar­ins með af­brigð­um. 3 bæj­ar­full­trú­ar sátu hjá (HS, VBi og ÁS).


Dagskrá fundar

Fundargerð

Almenn erindi

 • 4. Sam­s­starf­samn­ing­ur um skip­an heil­brigð­is­nefnd­ar og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á sam­þykkt um stjórn vegna efn­is hans.202002130

  Fyrri umræða um samsstarfssamning um skipan heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis ásamt breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar sem nauðsynleg er ef samningurinn er samþykktur (fjölgun fulltrúa sem Mosfellsbær kýs).

  Sam­s­starfs­samn­ing­ur um skip­an heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is sam­þykkt­ur með 9 at­kvæð­um. Sam­þykkt með 9 at­kvæð­um vísa breyt­ingu á sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar til síð­ari um­ræðu. Bæj­ar­full­trúi M- lista sit­ur hjá við báð­ar at­kvæða­greiðsl­ur.

  Bók­un M- lista:
  Eng­in vilja­yf­ir­lýs­ing ligg­ur fyr­ir á milli sveit­ar­fé­lag­anna um að ganga til samn­inga með þessi drög að samn­ingi að leið­ar­ljósi sem hér eru tekin fyr­ir. Full­trúi Mið­flokks­ins sam­þykk­ir þessi drög að samn­ingi og sam­þykkt­um með þeim fyr­ir­vara að bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness og Kjósa­hrepps, sem að­ild hafa að Heil­brigð­is­nefnd Kjósa­svæð­is, sam­þykki þessi drög að samn­ingi milli þeirra.

  Það er rétt að árétta að sú stjórn­sýslu­menn­ing, sem bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar lýsti hér í ræðu og varð­andi sýn hans og störf gagn­vart fram­an­greindri nefnd, sé ekki sú stjórn­sýsla sem al­menn­ing­ur hef­ur óskað eft­ir að verði við­höfð þar sem sér­fræð­ing­ar fag­nefnda, eins og heil­brigð­is­nefnda sem sér­lög gilda um, hafa lög og regl­ur sem ber að fylgja eft­ir.

  Bók­un D- og V- lista.
  Þær að­drótt­an­ir um að bæj­ar­stjóri og að­r­ir sé að stýra sér­fræð­ing­um fag­nefnda eða að fara á svig við lög og regl­ur eins og kem­ur fram í bók­un bæj­ar­full­trúa M- lista eiga sér enga stoð og eru ekki svara­verð­ar.

Fundargerðir til kynningar

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 21:05