29. apríl 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested Lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Borgarlína í Mosfellsbæ - Blikastaðir202104298
Tillaga að erindi vegna samráðs um Borgarlínu í Blikastaðalandi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda erindi til Betri samgangna ohf. þar sem farið verði fram á að kannaður verði sá möguleiki að flýta vinnu við frumdrög og ramma fyrir hluta E-leiðar Borgarlínu sem tengir saman Reykjavík og Mosfellsbæ vegna þeirrar vinnu sem er í gangi vegna skipulags á Blikastaðalandi.
2. Merkjateigur 4 - ósk um stækkun lóðar202104019
Bæjarráð Mosfellsbæjar tók á 1485. fundi fyrir ósk um stækkun lóðar að Merkjateig 4. Erindinu var vísað til umsagnar á umhverfissviði. Hjálögð er umsögn skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum beiðni málshefjanda um stækkun lóðar við Merkjateig 4 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Háholt 14 - Fyrirspurn um stækkun lóðar202104011
Bæjarráð Mosfellsbæjar tók fyrir á 1485. fundi ósk um stækkun lóðar að Háholti 14. Erindinu var vísað til umsagnar á umhverfissviði. Hjálögð er umsögn skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum beiðni málshefjanda um stækkun lóðar við Háholt 14 með vísan til þeirrar keðjuverkunar sem breytingin getur haft á svæðinu og raski á skipulagðri lóð sem bærinn hefur undir höndum.
4. Breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum202002130
Tillaga um að Mosfellsbær taki þátt í sameinuðu heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar og samþykki fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir nýtt heilbrigðiseftirlit.
Gerð var grein fyrir viðræðum fulltrúa sveitarfélaganna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um sameiginlegt heilbrigðiseftirlit og kynnt drög að sameiginlegri fjárhagsáætlun og drög að samþykktum fyrir nýtt eftirlitsvæði. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í sameinuðu eftirlitssvæði og samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir nýtt heilbrigðiseftirlit. Jafnframt samþykkt að sameinuðu eftirliti verði falið eftirlit með hundahaldi í Mosfellsbæ.
5. Frumvarp um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka - beiðni um umsögn202104289
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra beiðni um umsögn fyrir 12. maí nk.
Lagt fram.
6. Stytting vinnuvikunnar - vaktavinnufólk202009222
Tillögur um styttingu vinnuviku vaktavinnustofnana í Mosfellsbæ lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögur stofnana bæjarins um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar hjá vakavinnustofnunum sem taki gildi 1. maí 2021. Gerð viðauka við fjárhagsáætlun vísað til fjármálastjóra.