25. mars 2020 kl. 16:30,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ákvarðanir um fjarfundi sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga og leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna202003310
Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að óháð ákvæðum samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar og leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins nr. 1140/2013 um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna skuli allir fundir bæjarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins, frá deginum í dag til 18. júlí 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin af bæjarstjórn, haldnir með fjarfundarbúnaði þannig að allir fundarmenn taki þátt gegnum slíkan búnað óháð því hvort fjarlægðir séu miklar eða samgöngur erfiðar. Þá skal staðfesting fundargerða á sama tíma, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti. Fundargerðir verði undirritaðar með hefðbundnum hætti að tímabilinu loknu sé þess kostur. Ákvörðun þessi er tekin með vísan í heimild í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 1.,2., og 5. tl. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra , skv. VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, dags. 13. mars 2020.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir með 9 atkvæðum að óháð ákvæðum samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar og leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins nr. 1140/2013 um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna skuli allir fundir bæjarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins, frá deginum í dag til 18. júlí 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin af bæjarstjórn, haldnir með fjarfundarbúnaði þannig að allir fundarmenn taki þátt gegnum slíkan búnað óháð því hvort fjarlægðir séu miklar eða samgöngur erfiðar. Þá skal staðfesting fundargerða á sama tíma, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti. Fundargerðir verði undirritaðar með hefðbundnum hætti að tímabilinu loknu sé þess kostur. Ákvörðun þessi er tekin með vísan í heimild í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 1.,2., og 5. tl. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra , skv. VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, dags. 13. mars 2020.
2. Samsstarfsamningur um skipan heilbrigðisnefndar og nauðsynlegar breytingar á samþykkt um stjórn vegna efnis hans.202002130
Afgreiðslu eftirfarandi tillögu frestað á síðasta fundi: Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Mosfellsbæ úr samstarfi við Seltjarnarneskaupstað og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits. Þess verði farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd. Mosfellsbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10
Fyrri samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á samstarfssamningi er niður fallin í ljósi afstöðu hreppsnefndar Kjósahrepps og bæjarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar.
Tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar hafnað með 9 atkvæðum að lokinni síðari umræðu.
Fram kom á síðasta fundi bæjarstjórnar tillaga um að bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Mosfellsbæ úr samstarfi við Seltjarnarneskaupstað og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits. Þess verði farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd. Mosfellsbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10.
Breytingartillaga L- Lista:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu um að Mosfellsbæjar dragi sig út úr samstarfi við Seltjarnarnesbæ og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits til bæjarráðs. Bæjarráði verði falið að fjalla um og kanna kosti og galla þess að Mosfellsbær ef til vinni dragi sig út úr núverandi samstarfi.
Stefán Ómar Jónsson
Bæjarfulltrúi L lista Vina MosfellsbæjarBreytingartillögunni er hafnað með 6 atkvæðum. Fulltrúar L-, M- og C- lista kjósa með breytingartillögunni.
Tillagan án breytinga samþykkt með 7 atkvæðum. Fulltrúar L- og M- lista sitja hjá.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins telur óábyrgt í miðjum COVID-19 faraldri að á Íslandi að eitt sveitarfélag ætli að taka sig upp og kljúfa yfir 20 ára farsælt samstarf í heilbrigðismálum eins og þessi tillaga ber með sér þar sem áform eru uppi um að Mosfellsbær kljúfi sig úr samstarfi við Seltjarnarnesbæ og Kjósahrepp.
Í greinargerð og umsögn með frumvarpi núgildandi laga nr. 7/1998 segir m.a. um ákvæði 45. gr. laganna:,,Með þessu yrðu sveitarfélögin á viðkomandi svæði sem heild ábyrg fyrir rekstri eftirlitsins innan hvers svæðis en ekki einstök sveitarfélög, þ.e. þar sem ákvörðun er framkvæmd. Þetta mun styrkja eftirlitið því í mörgum tilvikum eru teknar ákvarðanir um framkvæmdir í sveitarfélögum sem eru fámenn og því lítt fær um að standa undir kostnaði jafnvel þótt endurgreiðslur séu tryggðar með lögunum". Einnig segir:,,Ekki er gerð tillaga um að ráðherra geti fjölgað eftirlitssvæðum og þar með heilbrigðis nefndum heldur aðeins kveðið á um nánari sameiningu með reglugerð". Samkvæmt þessum orðum virðist ætlan löggjafans ekki að heimila það sem minnst er á í tillögunni, þ.e. að ,,gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10."
Löggjafinn virðist ætla með ákvæðum 3. og 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 að heimila ráðherra frekari sameiningar með þeim fororðum að bæði Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarfélög, væntanlega bæði sem vilja sameina og þau sem renna á saman við, samþykki fyrirætlan þessa. Því þarf meira til en bein afskipti ráðherra og reglugerðarbreytingu án samráðs.
Grunnurinn í því að hafa fleiri en eitt sveitarfélag saman virðist því felast í kröfu um samfélagslegri ábyrgð sem meirihlutinn í Mosfellsbæ virðist ekki ætla að lúta til að; ,,styrkja eftirlitið því í mörgum tilvikum eru teknar ákvarðanir um framkvæmdir í sveitarfélögum sem eru fámenn og því lítt fær um að standa undir kostnaði". Hér er vitnað í greinargerð um framangreinda 45. grein laganna.Bókun D- og V- lista:
Þrátt fyrir óskir Mosfellsbæjar hafa hreppsnefnd Kjósarhrepps og bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar hafnað samstarfssamningi sem hefði falið í sér að fulltrúum í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis yrði skipt í betra samræmi við skiptingu kostnaðar af starfseminni. Á Mosfellsbær ekki annarra kosta völ en að draga sig úr samstarfinu og leita samstarfs við önnur heilbrigðiseftirlit með það að markmiði að ná fram réttlátari hlutdeild í stjórn og hagkvæmari rekstri heilbrigðiseftirlits fyrir Mosfellsbæ.3. Kosning í nefndir og ráð201806075
Kosning í heilbrigðisnefnd. Fulltrúi D- lista.
Fram kemur tillaga um að Arna Hagalínsdóttir komi í stað Hafsteinn Pálsson sem aðalfulltrúi í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.