Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. mars 2020 kl. 16:30,
utan bæjarskrifstofu


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ákvarð­an­ir um fjar­fundi sem fela í sér tíma­bund­in frá­vik frá ákvæð­um sveit­ar­stjórn­ar­laga og leið­bein­inga inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um notk­un fjar­fund­ar­bún­að­ar á fund­um sveit­ar­stjórna202003310

    Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að óháð ákvæðum samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar og leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins nr. 1140/2013 um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna skuli allir fundir bæjarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins, frá deginum í dag til 18. júlí 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin af bæjarstjórn, haldnir með fjarfundarbúnaði þannig að allir fundarmenn taki þátt gegnum slíkan búnað óháð því hvort fjarlægðir séu miklar eða samgöngur erfiðar. Þá skal staðfesting fundargerða á sama tíma, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti. Fundargerðir verði undirritaðar með hefðbundnum hætti að tímabilinu loknu sé þess kostur. Ákvörðun þessi er tekin með vísan í heimild í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 1.,2., og 5. tl. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra , skv. VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, dags. 13. mars 2020.

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 9 at­kvæð­um að óháð ákvæð­um sam­þykkta um stjórn Mos­fells­bæj­ar og leið­bein­ing­um inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins nr. 1140/2013 um notk­un fjar­fund­ar­bún­að­ar á fund­um sveit­ar­stjórna skuli all­ir fund­ir bæj­ar­stjórn­ar og fasta­nefnda sveit­ar­fé­lags­ins, frá deg­in­um í dag til 18. júlí 2020 eða þar til önn­ur ákvörð­un verð­ur tekin af bæj­ar­stjórn, haldn­ir með fjar­fund­ar­bún­aði þann­ig að all­ir fund­ar­menn taki þátt gegn­um slík­an bún­að óháð því hvort fjar­lægð­ir séu mikl­ar eða sam­göng­ur erf­ið­ar. Þá skal stað­fest­ing fund­ar­gerða á sama tíma, þrátt fyr­ir ákvæði 10. og 11. gr. leið­bein­inga inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um rit­un fund­ar­gerða nr. 22/2013, fara fram með tölvu­pósti. Fund­ar­gerð­ir verði und­ir­rit­að­ar með hefð­bundn­um hætti að tíma­bil­inu loknu sé þess kost­ur. Ákvörð­un þessi er tekin með vís­an í heim­ild í VI. bráða­birgða­ákvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, sbr. 1.,2., og 5. tl. aug­lýs­ing­ar um ákvörð­un sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra , skv. VI. bráða­birgða­ákvæð­is sveit­ar­stjórn­ar­laga, nr. 138/2011, dags. 13. mars 2020.

    • 2. Sam­s­starf­samn­ing­ur um skip­an heil­brigð­is­nefnd­ar og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á sam­þykkt um stjórn vegna efn­is hans.202002130

      Afgreiðslu eftirfarandi tillögu frestað á síðasta fundi: Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Mosfellsbæ úr samstarfi við Seltjarnarneskaupstað og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits. Þess verði farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd. Mosfellsbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10

      Fyrri sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar á sam­starfs­samn­ingi er nið­ur fallin í ljósi af­stöðu hrepps­nefnd­ar Kjósa­hrepps og bæj­ar­stjórn­ar Seltjarn­ar­nes­kaup­stað­ar.

      Til­lögu að breyt­ing­um á sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar hafn­að með 9 at­kvæð­um að lok­inni síð­ari um­ræðu.

      Fram kom á síð­asta fundi bæj­ar­stjórn­ar til­laga um að bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti að fela bæj­ar­stjóra að gera ráð­staf­an­ir til að draga Mos­fells­bæ úr sam­starfi við Seltjarn­ar­nes­kaup­stað og Kjós­ar­hrepp um starf­rækslu heil­brigðis­eft­ir­lits. Þess verði far­ið á leit við ráðu­neyti um­hverf­is og auð­linda­mála með vís­an til heim­ild­ar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir að eft­ir­lits­svæði 10 (Kjós­ar­svæði) verði lagt nið­ur í nú­ver­andi mynd. Mos­fells­bær verði færð­ur í eft­ir­lits­svæði 9 (Hafn­ar­fjarð­ar og Kópa­vogs­svæði) eða gerð­ar verði að­r­ar breyt­ing­ar á eft­ir­lits­svæð­um þann­ig að Mos­fells­bær verði ekki leng­ur hluti af eft­ir­lits­svæði 10.

      Breyt­ing­ar­til­laga L- Lista:
      Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir að vísa til­lögu um að Mos­fells­bæj­ar dragi sig út úr sam­starfi við Seltjarn­ar­nes­bæ og Kjós­ar­hrepp um starf­rækslu heil­brigðis­eft­ir­lits til bæj­ar­ráðs. Bæj­ar­ráði verði fal­ið að fjalla um og kanna kosti og galla þess að Mos­fells­bær ef til vinni dragi sig út úr nú­ver­andi sam­starfi.
      Stefán Ómar Jóns­son
      Bæj­ar­full­trúi L lista Vina Mos­fells­bæj­ar

      Breyt­ing­ar­til­lög­unni er hafn­að með 6 at­kvæð­um. Full­trú­ar L-, M- og C- lista kjósa með breyt­ing­ar­til­lög­unni.

      Til­lag­an án breyt­inga sam­þykkt með 7 at­kvæð­um. Full­trú­ar L- og M- lista sitja hjá.

      Bók­un M-lista
      Full­trúi Mið­flokks­ins tel­ur óá­byrgt í miðj­um COVID-19 far­aldri að á Ís­landi að eitt sveit­ar­fé­lag ætli að taka sig upp og kljúfa yfir 20 ára far­sælt sam­st­arf í heil­brigð­is­mál­um eins og þessi til­laga ber með sér þar sem áform eru uppi um að Mos­fells­bær kljúfi sig úr sam­starfi við Seltjarn­ar­nes­bæ og Kjósa­hrepp.
      Í grein­ar­gerð og um­sögn með frum­varpi nú­gild­andi laga nr. 7/1998 seg­ir m.a. um ákvæði 45. gr. lag­anna:,,Með þessu yrðu sveit­ar­fé­lög­in á við­kom­andi svæði sem heild ábyrg fyr­ir rekstri eft­ir­lits­ins inn­an hvers svæð­is en ekki ein­stök sveit­ar­fé­lög, þ.e. þar sem ákvörð­un er fram­kvæmd. Þetta mun styrkja eft­ir­lit­ið því í mörg­um til­vik­um eru tekn­ar ákvarð­an­ir um fram­kvæmd­ir í sveit­ar­fé­lög­um sem eru fá­menn og því lítt fær um að standa und­ir kostn­aði jafn­vel þótt end­ur­greiðsl­ur séu tryggð­ar með lög­un­um". Einn­ig seg­ir:,,Ekki er gerð til­laga um að ráð­herra geti fjölgað eft­ir­lits­svæð­um og þar með heil­brigð­is nefnd­um held­ur að­eins kveð­ið á um nán­ari sam­ein­ingu með reglu­gerð". Sam­kvæmt þess­um orð­um virð­ist ætl­an lög­gjaf­ans ekki að heim­ila það sem minnst er á í til­lög­unni, þ.e. að ,,gerð­ar verði að­r­ar breyt­ing­ar á eft­ir­lits­svæð­um þann­ig að Mos­fells­bær verði ekki leng­ur hluti af eft­ir­lits­svæði 10."
      Lög­gjaf­inn virð­ist ætla með ákvæð­um 3. og 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 að heim­ila ráð­herra frek­ari sam­ein­ing­ar með þeim for­orð­um að bæði Um­hverf­is­stofn­un og við­kom­andi sveit­ar­fé­lög, vænt­an­lega bæði sem vilja sam­eina og þau sem renna á sam­an við, sam­þykki fyr­ir­ætl­an þessa. Því þarf meira til en bein af­skipti ráð­herra og reglu­gerð­ar­breyt­ingu án sam­ráðs.
      Grunn­ur­inn í því að hafa fleiri en eitt sveit­ar­fé­lag sam­an virð­ist því felast í kröfu um sam­fé­lags­legri ábyrgð sem meiri­hlut­inn í Mos­fells­bæ virð­ist ekki ætla að lúta til að; ,,styrkja eft­ir­lit­ið því í mörg­um til­vik­um eru tekn­ar ákvarð­an­ir um fram­kvæmd­ir í sveit­ar­fé­lög­um sem eru fá­menn og því lítt fær um að standa und­ir kostn­aði". Hér er vitn­að í grein­ar­gerð um fram­an­greinda 45. grein lag­anna.

      Bók­un D- og V- lista:
      Þrátt fyr­ir ósk­ir Mos­fells­bæj­ar hafa hrepps­nefnd Kjós­ar­hrepps og bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­nes­kaup­stað­ar hafn­að sam­starfs­samn­ingi sem hefði fal­ið í sér að full­trú­um í heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is yrði skipt í betra sam­ræmi við skipt­ingu kostn­að­ar af starf­sem­inni. Á Mos­fells­bær ekki ann­arra kosta völ en að draga sig úr sam­starf­inu og leita sam­starfs við önn­ur heil­brigðis­eft­ir­lit með það að mark­miði að ná fram rétt­lát­ari hlut­deild í stjórn og hag­kvæm­ari rekstri heil­brigðis­eft­ir­lits fyr­ir Mos­fells­bæ.

      • 3. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð201806075

        Kosning í heilbrigðisnefnd. Fulltrúi D- lista.

        Fram kem­ur til­laga um að Arna Hagalíns­dótt­ir komi í stað Haf­steinn Páls­son sem að­al­full­trúi í heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is. Ekki koma fram að­r­ar til­lög­ur og telst hún því sam­þykkt.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:57