Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. desember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar

Við upp­haf fund­ar var sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera breyt­ingu á dagskrá fund­ar­ins þann­ig að byrj­að verði á máli nr. 7 auk þess sem tek­ið verði á dagskrá eitt mál sem verði mál nr. 11


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni skíða­svæð­anna - út­boð á fram­kvæmd­um202003102

    Viðauki við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða til afgreiðslu og staðfestingar.

    Á fund bæj­ar­ráðs komu Páll Björg­vin Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri SSH og Magnús Árna­son, for­stöðu­mað­ur skíða­svæða höfðu­borg­ar­svæð­is­ins, og gerðu grein fyr­ir minn­is­blaði verk­efna­hóps um upp­bygg­ingu og rekst­ur á skíða­svæð­un­um ásamt við­auka II við sam­komulag um end­ur­nýj­un á upp­bygg­ingu á mann­virkj­um skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 7. maí 2018. Í við­auk­an­um koma fram breyt­ing­ar á tíma­setn­ingu fram­kvæmda og áætl­uð­um fram­kvæmda­kostn­aði.

    Bók­un bæj­ar­ráðs:
    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar legg­ur áherslu á að fram­kvæmd­um við end­ur­nýj­un skíða­lyftu í Skála­felli verði ekki frestað. Stóla­lylft­an í Skála­felli er orð­in mjög göm­ul og bygg­ir á gam­alli tækni. Mjög brýnt er að end­ur­nýja hana sem fyrst. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir þó þá áætlun sem hér ligg­ur fyr­ir um upp­bygg­ingu á skíða­svæð­un­um en ósk­ar eft­ir því við að­ild­ar­sveit­ar­fé­lög að það verði skoð­að al­var­lega að seinka ekki end­ur­nýj­un stóla­lyft­unn­ar í Skála­felli. Er þess óskað að allra leiða verði leitað til að end­ur­nýj­un henn­ar verði ekki seinkað.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að leggja til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja við­auka II við sam­komulag um end­ur­nýj­un á upp­bygg­ingu á mann­virkj­um skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 7. maí 2018, enda verði hann sam­þykkt­ur í öll­um að­ild­ar­sveit­ar­fé­lög­un­um.

    • 2. Inn­kauparegl­ur Mos­fells­bæj­ar202012206

      Tillaga að nýjum innkaupareglum Mosfellsbæjar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um nýj­ar inn­kauparegl­ur fyr­ir Mos­fells­bæ.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • 3. Sta­f­rænt ráð sveit­ar­fé­laga202012176

      Tillaga um stofnun miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að óska eft­ir um­sögn frá for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar um mál­ið.

    • 4. Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar - dag­vinnu­fólk202009221

      Niðurstöður um styttingu vinnuviku lagðar fram til staðfestingar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um til­lögu stofn­ana bæj­ar­ins um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, sem fram kem­ur í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Stytt­ing­in tek­ur gildi 1. janú­ar 2021.

      Gestir
      • Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
      • 5. Fjölsmiðj­an - ósk um fjár­stuðn­ing202012174

        Ósk Fjölsmiðjunnar, verkþjálfunar, framleiðslu- og fræðslusetur á höfuðborgarsvæðinu, um fjárstuðning vegna samdráttar í rekstri m.a. vegna áhrifa COVID 19.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita Fjölsmiðj­unni við­bótar­fram­lag á ár­inu 2020, að til­lögu SSH, að fjár­hæð kr. 100.000.

      • 6. Við­ur­kenn­ing á bóta­skyldu vegna hag­nýt­ing­ar á grunn­vatni í Lax­nes­dýj­um202012139

        Stefna Þórarins Jónassonar á hendur Mosfellsbæ þar sem þess er krafist að bótaskylda vegna hagnýtingar á grunnvatni í Laxnesdýjum verði viðurkennd.

        Stefna Þór­ar­ins Jónas­son­ar á hend­ur Mos­fells­bæ þar sem þess er kraf­ist að við­ur­kennd verði bóta­skylda vegna hag­nýt­ing­ar á grunn­vatni í Lax­nes­dýj­um, sem þing­fest verð­ur 17. des­em­ber, lögð fram til kynn­ing­ar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

        • 7. Samn­ing­ur við Vega­gerð­ina í tengsl­um við end­ur­bygg­ingu Þing­valla­veg­ar202012002

          Drög að samningi við Vegagerðina í tengslum um endurbyggingu Þingvallavegar lögð fram til samþykktar. Samkvæmt samningnum mun Vegagerðin annast samningagerð við landeigendur um kaup á nauðsynlegu landi vegna aðkomu að Jónstótt.

          Mál­inu frestað fram að næsta fundi bæj­ar­ráðs.

          Gestir
          • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
          • 8. Samn­ing­ur um akst­urs­þjón­ustu202012058

            Drög að samningi við Blindrafélagið um akstursþjónustu lögð fyrir til samþykktar.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að ganga til samn­inga við Blindra­fé­lag­ið um akst­urs­þjón­ustu fyr­ir lög­blinda íbúa Mos­fells­bæj­ar sem val­kost við al­menna akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að samn­ingi, sem taki gildi frá og með 1. janú­ar 2021.

          • 9. Breyt­ing á heil­brigðis­eft­ir­lits­svæð­um202002130

            Bréf umhverfisráðuneytis þar sem þess er óskað að Garðabær, Kópavogsbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær hefji viðræður um að Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær bætist við heilbrigðiseftirlitssvæði Hafnarfjarðar og Kópavogs.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og lög­manni Mos­fells­bæj­ar að fara með hags­muni Mos­fells­bæj­ar í við­ræð­um við Garða­bæ, Kópa­vogs­bæ, Hafn­ar­fjörð og Seltjarn­ar­nes­bæ um breyt­ingu á heil­brigðis­eft­ir­lits­svæði Hafn­ar­fjarð­ar- og Kópa­vogs.

          • 10. Desja­mýri 14 - ósk um út­hlut­un lóð­ar202011147

            Desjamýri 14 - ósk um úthlutun lóðar.

            Er­ind­inu hafn­að, full­trú­ar D-lista sátu hjá.

            Sam­þykkt að aug­lýsa lóð­ina Desja­mýri 14 til út­hlut­un­ar. Út­hlut­un­ar­skil­mál­ar sem sam­þykkt­ir voru af bæj­ar­ráði á 1445. fundi og bæj­ar­stjórn á 763. fundi, vegna út­hlut­un­ar lóða 11, 12 og 13 við Desja­mýri, verði lagð­ir til grund­vall­ar aug­lýs­ing­ar og út­hlut­un­ar. Full­rú­ar D-lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

          • 11. Krafa um NPA þjón­ustu202011017

            Stefna vegna NPA samnings

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45