17. desember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Við upphaf fundar var samþykkt með þremur atkvæðum að gera breytingu á dagskrá fundarins þannig að byrjað verði á máli nr. 7 auk þess sem tekið verði á dagskrá eitt mál sem verði mál nr. 11
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni skíðasvæðanna - útboð á framkvæmdum202003102
Viðauki við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða til afgreiðslu og staðfestingar.
Á fund bæjarráðs komu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Magnús Árnason, forstöðumaður skíðasvæða höfðuborgarsvæðisins, og gerðu grein fyrir minnisblaði verkefnahóps um uppbyggingu og rekstur á skíðasvæðunum ásamt viðauka II við samkomulag um endurnýjun á uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018. Í viðaukanum koma fram breytingar á tímasetningu framkvæmda og áætluðum framkvæmdakostnaði.
Bókun bæjarráðs:
Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur áherslu á að framkvæmdum við endurnýjun skíðalyftu í Skálafelli verði ekki frestað. Stólalylftan í Skálafelli er orðin mjög gömul og byggir á gamalli tækni. Mjög brýnt er að endurnýja hana sem fyrst. Bæjarráð samþykkir þó þá áætlun sem hér liggur fyrir um uppbyggingu á skíðasvæðunum en óskar eftir því við aðildarsveitarfélög að það verði skoðað alvarlega að seinka ekki endurnýjun stólalyftunnar í Skálafelli. Er þess óskað að allra leiða verði leitað til að endurnýjun hennar verði ekki seinkað.Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka II við samkomulag um endurnýjun á uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018, enda verði hann samþykktur í öllum aðildarsveitarfélögunum.
2. Innkaupareglur Mosfellsbæjar202012206
Tillaga að nýjum innkaupareglum Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum nýjar innkaupareglur fyrir Mosfellsbæ.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
3. Stafrænt ráð sveitarfélaga202012176
Tillaga um stofnun miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn frá forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar um málið.
4. Stytting vinnuvikunnar - dagvinnufólk202009221
Niðurstöður um styttingu vinnuviku lagðar fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögu stofnana bæjarins um styttingu vinnuvikunnar, sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði. Styttingin tekur gildi 1. janúar 2021.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
5. Fjölsmiðjan - ósk um fjárstuðning202012174
Ósk Fjölsmiðjunnar, verkþjálfunar, framleiðslu- og fræðslusetur á höfuðborgarsvæðinu, um fjárstuðning vegna samdráttar í rekstri m.a. vegna áhrifa COVID 19.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Fjölsmiðjunni viðbótarframlag á árinu 2020, að tillögu SSH, að fjárhæð kr. 100.000.
6. Viðurkenning á bótaskyldu vegna hagnýtingar á grunnvatni í Laxnesdýjum202012139
Stefna Þórarins Jónassonar á hendur Mosfellsbæ þar sem þess er krafist að bótaskylda vegna hagnýtingar á grunnvatni í Laxnesdýjum verði viðurkennd.
Stefna Þórarins Jónassonar á hendur Mosfellsbæ þar sem þess er krafist að viðurkennd verði bótaskylda vegna hagnýtingar á grunnvatni í Laxnesdýjum, sem þingfest verður 17. desember, lögð fram til kynningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.
7. Samningur við Vegagerðina í tengslum við endurbyggingu Þingvallavegar202012002
Drög að samningi við Vegagerðina í tengslum um endurbyggingu Þingvallavegar lögð fram til samþykktar. Samkvæmt samningnum mun Vegagerðin annast samningagerð við landeigendur um kaup á nauðsynlegu landi vegna aðkomu að Jónstótt.
Málinu frestað fram að næsta fundi bæjarráðs.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
8. Samningur um akstursþjónustu202012058
Drög að samningi við Blindrafélagið um akstursþjónustu lögð fyrir til samþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Blindrafélagið um akstursþjónustu fyrir lögblinda íbúa Mosfellsbæjar sem valkost við almenna akstursþjónustu fatlaðs fólks í samræmi við fyrirliggjandi drög að samningi, sem taki gildi frá og með 1. janúar 2021.
9. Breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum202002130
Bréf umhverfisráðuneytis þar sem þess er óskað að Garðabær, Kópavogsbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær hefji viðræður um að Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær bætist við heilbrigðiseftirlitssvæði Hafnarfjarðar og Kópavogs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í viðræðum við Garðabæ, Kópavogsbæ, Hafnarfjörð og Seltjarnarnesbæ um breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæði Hafnarfjarðar- og Kópavogs.
10. Desjamýri 14 - ósk um úthlutun lóðar202011147
Desjamýri 14 - ósk um úthlutun lóðar.
Erindinu hafnað, fulltrúar D-lista sátu hjá.
Samþykkt að auglýsa lóðina Desjamýri 14 til úthlutunar. Úthlutunarskilmálar sem samþykktir voru af bæjarráði á 1445. fundi og bæjarstjórn á 763. fundi, vegna úthlutunar lóða 11, 12 og 13 við Desjamýri, verði lagðir til grundvallar auglýsingar og úthlutunar. Fullrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
11. Krafa um NPA þjónustu202011017
Stefna vegna NPA samnings
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.