18. febrúar 2020 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Valborg Anna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkbeiðnir vegna styrkja til fjölskyldumála 2020202002040
Afgreiðsla styrkbeiðna á sviði félagsþjónustu árið 2020.
Yfirlit yfir umsóknir um rekstrarstyrk árið 2020 lagt fram. Samþykkt fjölskyldunefndar er eins og einstök mál bera með sér.
2. Styrkumsókn 2019201911127
Umsókn um rekstrarstyrk 2020
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Berginu Headspace styrk að upphæð 100.000 krónur.
3. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu - umsókn um styrk201910060
Umsókn um rekstrarstyrk 2020
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Sjálfsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu styrk að upphæð 100.000 krónur.
4. Beiðni Kvennaráðgjafarinnar um fjárframlag fyrir rekstrarárið 2020201911211
Umsókn um rekstrarstyrk 2020
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Kvennaráðgjöfinni styrk að upphæð 100.000 krónur.
5. Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020201910253
Styrkbeiðni 2020
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Stígamótum styrk að upphæð 100.000 krónur.
6. Umsókn um styrk vegna verkefnisins Samvera og Súpa201910059
Umsókn um rekstrarstyrk 2020
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita verkefninu Samvera og súpa styrk að upphæð 50.000 krónur.
7. Samtök um kvennaathvarf-umsókn um rekstrarstyrk 2020201910304
Stykumsókn vegna 2020
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Samtökum um kvennaathvarf styrk að upphæð 250.000 krónur.
8. Styrkumsókn 2019202001024
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2020
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Bjarkahlíð- miðstöð fyrir þolendur ofbeldis styrk að upphæð 100.000 krónur.
9. Akstursþjónusta fatlaðs fólks202001186
Gögn vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lögð fyrir að nýju.
Fjölskyldunefnd afgreiðir framlögð drög að þjónustulýsingu og drög að sameiginlegum reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks með tveimur atkvæðum D-lista gegn tveimur atkvæðum C- og S- lista.
Bókun C- og S-lista
Fyrir liggur að velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur þegar samþykkt breytingatillögur á fyrirliggjandi drögum, því teljum við okkur ekki unnt að samþykkja drögin eins og þau liggja fyrir nefndinni enda ljóst að ekki er um endanlega lýsingu að ræða.
Þá ítrekum við fyrri athugasemdir um aldursviðmið í 1. gr. í sameiginlegum reglum fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Í greininni er miðað við að einstaklingar yfir 67 ára aldri geti einungis nýtt þjónustuna hafi þeir átt rétt á henni fyrir þann aldur. Við fyrri endurskoðun á reglunum árið 2019 þá felldi fjölskyldunefnd út aldursviðmiðið og gerði athugasemdir við að það væri komið inn aftur á fundi nefndarinnar í janúar 2020. Þrátt fyrir þetta hefur ákvæðinu ekki verið breytt til samræmis við athugasemdir nefndarinnar. Við tökum einnig undir það sem segir í umsögn ÖBÍ að fólk getur fatlast óháð aldri og við teljum því óeðlilegt að skilyrða þessa þjónustu við ákveðinn aldur.- FylgiskjalAkstursþjónusta fatlaðs fólks -bréf Mosfellsbær.pdfFylgiskjalDrög að samkomulagi um akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.pdfFylgiskjalDrög að samningi milli Strætó og sveitarfélaga um framkvæmd akstursþjónustu.pdfFylgiskjalDrög sameiginlegar reglur.pdfFylgiskjalDrög þjónustulýsing.pdfFylgiskjalErindisbréf stjórnar.pdfFylgiskjalFylgiskjal 1 - Yfirlit yfir ábendingar og athugasemdir.pdfFylgiskjalFylgiskjal 2 - Minnisblað, svör við ábendingum og athugasemdum.pdfFylgiskjalMinnisblað vegna hugbúnaðar.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
10. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2954202002017F
Fundargerð 2954. trúnaðarmálafundar 2018-2022 lögð fram á 291. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerð 2954 trúnaðarmálafundar afgreidd á 291. fundi fjölskyldunefndar.
11. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2955202002019F
Fundargerð 2955. trúnaðarmálafundar 2018-2022 lögð fram á 291. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerð 2955 trúnaðarmálafundar afgreidd á 291. fundi fjölskyldunefndar.