27. febrúar 2020 kl. 07:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðuð fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs. 2019-2023 - ósk um staðfestingu á lántöku.201909031
Erindi Sorpu bs. til borgarráðs og bæjarráða eigendasveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum ósk stjórnar SORPU bs. að fá að auka tímabundið skammtímalántöku um allt að 600 mkr. umfram forsendur fjárhagsáætlunar 2020 til þess að skapa stjórnendum félagsins nauðsynlegt olnbogarými til að undirbúa endurskoðun fjárhagsáætlunar og leggja grunn að traustri fjármálastjórn félagsins. Fulltrúi C- lista situr hjá.
Bókun C- og S- lista:
Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem eiga og reka Sorpu bs. bera endanlega ábyrgð ábyrgð á rekstri byggðasamlagsins. Eðlilegt að bæjarfulltrúar fái að sjá og leggja mat á þær áætlanir sem liggja til grundvallar þeirri lánveitingu sem er til afgreiðslu. Ef bæjarfulltrúar eiga að bera ábyrgð á rekstri Sorpu þá er nauðsynlegt við kringumstæður eins og félagið er í núna að þeir fái að sjá þær áætlanir sem byggt er á.Gestir
- Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Deloitte
2. Akstursþjónusta fatlaðs fólks202001186
Erindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks.
Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks, samkomulag við Strætó bs., samkomulag sveitarfélaga, þjónustulýsingu og erindisbréf stjórnar samþykkt með 2 atkvæðum með fyrirvara um samþykki allra annarra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Fulltrúi C- lista situr hjá.
3. Ósk um stöðuleyfi tjalds fyrir hjólaleigu og námskeið202002173
Ósk um stöðuleyfi samkomutjalds fyrir hjólaleigu og hjólanámskeið
Frestað sökum tímaskorts.
4. Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga202002201
Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga
Frestað sökum tímaskorts.
5. Helgadalsvegur 2-10, gatnagerð201912116
Drög að samkomulagi vegna deiliskipulags.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag.
6. Eignarvatn úr borholu við Helgadal202002122
Erindi frá Veitum þar sem óskað er eftir samþykki Mosfellsbæjar á kaupum Veitna á eignarvatni í Helgadal.
Frestað sökum tímaskorts.
7. Félagshesthús Varmárbökkum202002165
Félagshesthús Varmárbökkum - ósk um aðkomu bæjaryfirvalda
Frestað sökum tímaskorts.
8. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá202001263
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs
Frestað sökum tímaskorts.
9. Uppsetning á LED auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum við Skarhólabrautar.202002020
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs
Frestað sökum tímaskorts.
10. Ráðning lögmanns Mosfellsbæjar202002255
Ráðning lögmanns Mosfellsbæjar
Bæjarráð staðfestir með 3 atkvæðum ráðningu Þóru M. Hjaltested sem lögmanns Mosfellsbæjar.
11. Frumvarp frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn202001386
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Frestað sökum tímaskorts.
12. Uppsögn á samningi um rekstur.201703001
Farið yfir stöðu málsins.
Farið yfir stöðu viðræðna við ráðuneyti og sjúkratryggingar Íslands.
13. Boðaðar vinnustöðvanir 2020202002254
Yfirferð yfir boðaðar vinnustöðvanir.
Frestað sökum tímaskorts.