5. desember 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 3 atkvæðum að taka mál nr. 5 á dagskrá með afbrigðum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum - beiðni um umsögn201911409
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum - beiðni um umsögn fyrir 9. des.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela fjármálastjóra að rita umsögn um frumvarpið.
2. Samningar vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar 2019-2020201910241
Staða samningaviðræðna við vegagerðina kynnt.
Bókun bæjarráðs samþykkt með 3 atkvæðum: Bæjarráð harmar afstöðu Vegagerðarinnar til hljóðvistar við Vesturlandsveg og ítrekar lagaskyldu Vegagerðarinnar til að standa straum af öllum kostnaði við allar hljóðvarnir þar sem vegurinn var í öndverðu lagður að eldri byggð. Bæjarráð ítrekar mikilvægi verkefnisins og hvetur Vegagerðina til að valda ekki frekari töfum á nauðsynlegri tvöföldun Vesturlandsvegar með afstöðu sinni.
3. Kæra vegna útgáfu byggingaleyfis í Leirutanga 10201902406
Úrskurður ÚUA lagður fyrir bæjarráð til kynningar.
Lagt fram.
4. Lóðarleigusamningur - Úr landi Sólvalla201912029
Lóðaleigusamningur- Úr landi Sólvalla.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að fella niður lóðarleigusamning um lóðina með stoð í ákvæðum hans.
5. Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - beiðni um umsögn201911196
Umbeðin umsögn um frumvarp til laga lögð fram.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdarstjóra umhverfissviðs að senda umsögn í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.