Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. mars 2019 kl. 07:35,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn um stofn­fram­lag 2017201711009

    Frestað frá síðasta fundi. Synjun Íbúðalánasjóðs á stofnframlagi

    Er­ind­ið lagt fram og rætt á 1389. fundi bæj­ar­ráðs.

  • 2. Til­löga til þings­álykt­un­ar um vel­ferð­ar­tækni - beiðni um um­sögn201902294

    Frestað frá síðasta fundi. Tillöga til þingsályktunar um velferðartækni - beiðni um umsögn fyrir 14. mars

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1389. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs sem skili um­sögn til bæj­ar­ráðs.

  • 3. Frum­varp til laga um rétt barna sem að­stand­end­ur201902299

    Frestað frá síðasta fundi. Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur - beiðni um umsögn fyrir 14. mars

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1389. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs sem skili um­sögn til bæj­ar­ráðs.

  • 4. Öfl­un gagna vegna fjár­mála og rekst­urs Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar (GM)201902393

    Frestað frá síðasta fundi. Tillaga Miðflokks um öflun gagna vegna fjármála og reksturs GM

    Bók­un full­trúa D- og V- lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bjæj­ar:
    Í 20. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar setti bæj­ar­stjórn sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um í 2. mgr. 28. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 nán­ari regl­ur um að­gengi kjör­inna full­trúa að gögn­um í vörsl­um bæj­ar­ins. Í 2. mgr. 20. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar kem­ur orð­rétt fram að óski bæj­ar­full­trúi upp­lýs­inga sem fela það í sér að taka þurfi sam­an gögn skuli hann snúa sér til bæj­ar­stjóra með slíka ósk sem skal þá verða við beiðn­inni svo fljótt sem unnt er. Máls­hefj­anda á að vera kunn­ugt um efni sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar og var þar fyr­ir utan sér­stak­lega leið­beint um þetta ákvæði í að­drag­anda fund­ar en hef­ur engu að síð­ur kos­ið að setja mál­ið í rang­an far­veg með því að leggja það fyr­ir bæj­ar­ráð til af­greiðslu.

    Til­laga full­trúa D- og V- lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bjæj­ar:
    Mál­inu er vísað frá þar sem það er ekki bæj­ar­ráðs að fara með það. Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um gegn 1 at­kvæði full­trúa M- lista.

    ***

    Bók­un full­trúa M- lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bjæj­ar:
    Full­trúi Mið­flokks­ins lagði fram til­lögu til af­greiðslu og öfl­un gagna vegna fjár­mála Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar en meiri­hlut­inn treyst­ir sér eng­an veg­in til að af­greiða slíka til­lögu. Þrátt fyr­ir ákvæði um regl­ur Mos­fells­bæj­ar um öfl­un gagna og að­g­ang að þeim er ávallt hægt að leggja fram til­lögu í bæj­ar­ráði, sem fer með fram­kvæmda- og fjár­mála­stjórn bæj­ar­ins, þess efn­is að vinna verk og afla gagna sem þá all­ir geti tek­ið af­stöðu í máli er varð­ar háar fjár­hæð­ir. Lagði meiri­hluti bæj­ar­ráðs til máls­með­ferð­ar­til­lögu um að bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins færi aðra leið í öfl­un gagna en að kalla eft­ir þeim með sam­þykki á til­lögu í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar. Það er rangt að að­eins ein leið sé fær, en meiri­hlut­inn tel­ur sér henta til að tefja fram­gang máls­ins, að afla gagna eða af­greiða til­lög­ur bæj­ar­ráðs­manna. Meiri­hlut­inn hef­ur hér forð­ast að taka af­stöðu í fram­kvæmda­stjórn bæj­ar­ins, þ.e. í bæj­ar­ráði, um öfl­un gagna þar sem um er að ræða áform­uð út­gjöld um millj­óna tugi.

    Bók­un full­trúa D- og V- lista í bæj­ar­ráði:
    Máls­hefj­anda er kunn­ugt um efni sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar og var þar fyr­ir utan sér­stak­lega leið­beint um þetta ákvæði í að­drag­anda fund­ar en kaus engu að síð­ur að setja mál­ið í rang­an far­veg með því að leggja það fyr­ir bæj­ar­ráð til af­greiðslu. Mál­inu var því er vísað frá þar sem það er ekki bæj­ar­ráðs að fara með það. Máls­hefj­andi væri búin að fá svör við spurn­ing­um sín­um ef hann hefði far­ið eft­ir verklags­regl­um sam­þykkt­um af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar.

    • 5. Frum­varp til laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir - beiðni um um­sögn201903003

      Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1389. fund­ar bæj­ar­ráðs að visa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjósa­svæð­is.

    • 6. Ný gjaldskrá fyr­ir heil­brigð­is- og meng­un­ar­varna­eft­ir­lit201903004

      Meðfylgjandi erindi um nýja gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit er sent frá heilbrigðisnefnd til umfjöllunar í sveitarstjórnum. Upphæð gjalda er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir nýja gjaldskrá fyr­ir heil­brigð­is- og meng­un­ar­varna­eft­ir­lit fyr­ir sitt leyti með 2 at­kvæð­um. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

    • 7. Íbúa­sam­ráðs­verk­efni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Ak­ur­eyr­ar201903029

      Boð um að sækja um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Samb. ísl. sveitarfélaga og Akureyrar - kynningarfundur 13. mars og skilafrestur umsóknar 30. apríl

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um bæj­ar­ráðs á 1389. fundi að visa mál­inu til Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd­ar.

    • 8. Hlað­gerð­ar­kot - ósk um af­mörk­un lóð­ar201902107

      Hlaðgerðarkot - ósk um afmörkun lóðar

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1389. fund­ar bæj­ar­ráðs að visa er­ind­inu til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

    • 9. Upp­setn­ing ör­ygg­is­mynda­véla í Mos­fells­bæ201902275

      Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um öryggismyndavélar í Mosfellsbæ

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um á 1389. fundi bæj­ar­ráðs að heim­ila fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs að ganga frá með­fylgj­andi sam­komu­lagi og að heim­ila áframa­hald­andi und­ir­bún­ing máls­ins með stað­setn­ingu heimæða og und­ir­staðna fyr­ir mynda­véla­möst­ur. Heim­ild til und­ir­rit­un­ar sam­komu­lags er háð því að Lög­regl­an á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði ábyrgð­ar­að­ili við alla öfl­un og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga og muni enn­frem­ur taka að sér að taka á móti öll­um beiðn­um um að­g­ang að mynd­efni og af­greiða þær í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög.

      Bæj­ar­ráð fagn­ar því að áform séu uppi um að koma fyr­ir fleiri ör­ygg­is­mynda­vél­um í Mos­fells­bæ sem stefnt er að á næstu miss­er­um. Slíkt fyr­ir­komulag, í sam­ráði við lög­reglu, get­ur að­eins auk­ið ör­yggi.

      • 10. Kæra vegna út­gáfu bygg­inga­leyf­is í Leiru­tanga 10201902406

        Meðfylgjandi er afrit stjórnsýslukæru, móttekin 26. febrúar 2019 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar frá 1. febrúar sl. um byggingarleyfi til eiganda hússins nr. 10 við Leirutanga í Mosfellsbæ.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1389. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að svara kær­unni.

      • 11. Frum­varp til laga um breyt­ingu á ýms­um lög­um um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga201902069

        Umbeðið minnisblað persónuverndarfulltrúa lagt fram.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03