7. mars 2019 kl. 07:35,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um stofnframlag 2017201711009
Frestað frá síðasta fundi. Synjun Íbúðalánasjóðs á stofnframlagi
Erindið lagt fram og rætt á 1389. fundi bæjarráðs.
2. Tillöga til þingsályktunar um velferðartækni - beiðni um umsögn201902294
Frestað frá síðasta fundi. Tillöga til þingsályktunar um velferðartækni - beiðni um umsögn fyrir 14. mars
Samþykkt með 3 atkvæðum 1389. fundar bæjarráðs að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs sem skili umsögn til bæjarráðs.
3. Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur201902299
Frestað frá síðasta fundi. Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur - beiðni um umsögn fyrir 14. mars
Samþykkt með 3 atkvæðum 1389. fundar bæjarráðs að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs sem skili umsögn til bæjarráðs.
4. Öflun gagna vegna fjármála og reksturs Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM)201902393
Frestað frá síðasta fundi. Tillaga Miðflokks um öflun gagna vegna fjármála og reksturs GM
Bókun fulltrúa D- og V- lista í bæjarráði Mosfellsbjæjar:
Í 20. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar setti bæjarstjórn samkvæmt fyrirmælum í 2. mgr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 nánari reglur um aðgengi kjörinna fulltrúa að gögnum í vörslum bæjarins. Í 2. mgr. 20. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar kemur orðrétt fram að óski bæjarfulltrúi upplýsinga sem fela það í sér að taka þurfi saman gögn skuli hann snúa sér til bæjarstjóra með slíka ósk sem skal þá verða við beiðninni svo fljótt sem unnt er. Málshefjanda á að vera kunnugt um efni samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar og var þar fyrir utan sérstaklega leiðbeint um þetta ákvæði í aðdraganda fundar en hefur engu að síður kosið að setja málið í rangan farveg með því að leggja það fyrir bæjarráð til afgreiðslu.Tillaga fulltrúa D- og V- lista í bæjarráði Mosfellsbjæjar:
Málinu er vísað frá þar sem það er ekki bæjarráðs að fara með það. Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði fulltrúa M- lista.***
Bókun fulltrúa M- lista í bæjarráði Mosfellsbjæjar:
Fulltrúi Miðflokksins lagði fram tillögu til afgreiðslu og öflun gagna vegna fjármála Golfklúbbs Mosfellsbæjar en meirihlutinn treystir sér engan vegin til að afgreiða slíka tillögu. Þrátt fyrir ákvæði um reglur Mosfellsbæjar um öflun gagna og aðgang að þeim er ávallt hægt að leggja fram tillögu í bæjarráði, sem fer með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins, þess efnis að vinna verk og afla gagna sem þá allir geti tekið afstöðu í máli er varðar háar fjárhæðir. Lagði meirihluti bæjarráðs til málsmeðferðartillögu um að bæjarfulltrúi Miðflokksins færi aðra leið í öflun gagna en að kalla eftir þeim með samþykki á tillögu í bæjarráði Mosfellsbæjar. Það er rangt að aðeins ein leið sé fær, en meirihlutinn telur sér henta til að tefja framgang málsins, að afla gagna eða afgreiða tillögur bæjarráðsmanna. Meirihlutinn hefur hér forðast að taka afstöðu í framkvæmdastjórn bæjarins, þ.e. í bæjarráði, um öflun gagna þar sem um er að ræða áformuð útgjöld um milljóna tugi.Bókun fulltrúa D- og V- lista í bæjarráði:
Málshefjanda er kunnugt um efni samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar og var þar fyrir utan sérstaklega leiðbeint um þetta ákvæði í aðdraganda fundar en kaus engu að síður að setja málið í rangan farveg með því að leggja það fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Málinu var því er vísað frá þar sem það er ekki bæjarráðs að fara með það. Málshefjandi væri búin að fá svör við spurningum sínum ef hann hefði farið eftir verklagsreglum samþykktum af bæjarstjórn Mosfellsbæjar.5. Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn201903003
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1389. fundar bæjarráðs að visa erindinu til umsagnar og afgreiðslu Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis.
6. Ný gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit201903004
Meðfylgjandi erindi um nýja gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit er sent frá heilbrigðisnefnd til umfjöllunar í sveitarstjórnum. Upphæð gjalda er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit fyrir sitt leyti með 2 atkvæðum. Fulltrúi M- lista situr hjá.
7. Íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrar201903029
Boð um að sækja um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Samb. ísl. sveitarfélaga og Akureyrar - kynningarfundur 13. mars og skilafrestur umsóknar 30. apríl
Samþykkt með 3 atkvæðum bæjarráðs á 1389. fundi að visa málinu til Lýðræðis- og mannréttindanefndar.
8. Hlaðgerðarkot - ósk um afmörkun lóðar201902107
Hlaðgerðarkot - ósk um afmörkun lóðar
Samþykkt með 3 atkvæðum 1389. fundar bæjarráðs að visa erindinu til umsagnar byggingarfulltrúa.
9. Uppsetning öryggismyndavéla í Mosfellsbæ201902275
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um öryggismyndavélar í Mosfellsbæ
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1389. fundi bæjarráðs að heimila framkvæmdastjóra Umhverfissviðs að ganga frá meðfylgjandi samkomulagi og að heimila áframahaldandi undirbúning málsins með staðsetningu heimæða og undirstaðna fyrir myndavélamöstur. Heimild til undirritunar samkomulags er háð því að Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu verði ábyrgðaraðili við alla öflun og vinnslu persónuupplýsinga og muni ennfremur taka að sér að taka á móti öllum beiðnum um aðgang að myndefni og afgreiða þær í samræmi við persónuverndarlög.
Bæjarráð fagnar því að áform séu uppi um að koma fyrir fleiri öryggismyndavélum í Mosfellsbæ sem stefnt er að á næstu misserum. Slíkt fyrirkomulag, í samráði við lögreglu, getur aðeins aukið öryggi.
10. Kæra vegna útgáfu byggingaleyfis í Leirutanga 10201902406
Meðfylgjandi er afrit stjórnsýslukæru, móttekin 26. febrúar 2019 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar frá 1. febrúar sl. um byggingarleyfi til eiganda hússins nr. 10 við Leirutanga í Mosfellsbæ.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1389. fundar bæjarráðs að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara kærunni.
11. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga201902069
Umbeðið minnisblað persónuverndarfulltrúa lagt fram.
Lagt fram.