15. maí 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir vegna auglýstrar tillögu að deiliskipulagsbreytingu hesthúsasvæðis við Varmárbakka. Umsagnarfrestur var til 10. apríl sl. Umsögn barst frá Umhverfisstofnun, dags. 18. mars. 2020 Aðrar athugasemdir íbúa bárust 6. mars, 30. mars, 6. apríl, 8. apríl, 9. apríl og 10. apríl. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Skipulagsfulltrúa falið að funda með fulltrúum Hestamannafélagsins Harðar og skipulagshöfundum um áframhaldandi vinnu við skipulagstillöguna.
- FylgiskjalAthugasemdir - nafnalisti.pdfFylgiskjalUmsögn Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalAthugasemd 9. apríl.pdfFylgiskjalUndirskriftarlisti 6. apríl - Nr.1.pdfFylgiskjalAthugasemd 10. apríl.pdf.pdfFylgiskjalAthugasemd 30. mars.pdfFylgiskjalAthugasemd 6. mars.pdfFylgiskjalAthugasemd 10. apríl - Bakhlið.pdfFylgiskjalAthugasemd 10. apríl - Framhlið.pdfFylgiskjalAthugasemd 8. apríl.pdfFylgiskjalUndirskriftarlisti 6. apríl - Nr.2.pdf
2. Flugubakki 4F - stækkun hesthúss202003222
Borist hefur erindi frá Hólmfríði Halldórsdóttur, f.h. eiganda að Flugubakka 4F, dags. 11.03.2020, með ósk um stækkun á hesthúsi. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Skipulagsnefnd vísar erindinu inn í vinnu við deiliskipulag hesthúsasvæðis á Varmárbökkum.
3. Lundur í Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi201908422
Lögð eru fram svör við athugasemdum sem bárust vegna auglýstrar tillögu. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við minnisblað. Deiliskipulag samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Bílastæði við Mosfellskirkju - framkvæmdaleyfi202004307
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. sóknarnefndar Lágafellskirkju, dags. 12.04.2020. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna yfirborðsfrágangs á bílastæðum austan kirkjunnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Helga Jóhannesdóttir fulltrúi D lista og Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L lista víkja af fundi undir þessum dagskrárlið. Skipulagsnefnd er samþykk útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við innsend gögn.
- FylgiskjalMosfell_uppgraftarskyrsla_ÞJMS-2018-34-low.pdfFylgiskjalGreinagerð.pdfFylgiskjalMosfellskirkja_lod_F-103.pdfFylgiskjalMosfellskirkja_lod_F-102.pdfFylgiskjalMosfellskirkja_framkv-leyfi_greinargerd.pdfFylgiskjalBref_Mosfellsbaer_20200412_Framkvaemdaleyfi.pdfFylgiskjalMosfellskirkja_lod_F-101.pdf
5. Gróðurstöðvar Skeggjastöðum202003407
Borist hefur erindi frá Einari Gunnarssyni, f.h. Grænna Skóga ehf., dags. 24.04.2020, með ósk um heimild til að taka prufuholur vegna uppbyggingar á Skeggjastöðum L123764. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að Grænir Skógar ehf. taki prufuholur í landinu en ítrekar vandaðan frágang.
6. Laxnes 2 - nafnabreyting202004296
Borist hefur erindi frá Þórarni Jónssyni, dags. 24.04.2020, um nafnabreytingu á Laxnesi 2 L203324. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Skipulagsnefnd er samþykk nafnabreytingunni Laxnes 2 í Laxnes og felur byggingarfulltrúa frekari úrvinnslu málsins.
7. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Borist hefur útskrift úr gerðarbók skipulags- og samönguráðs Reykjavíkurborgar, dags. 15.04.2020. Skipulagsráð samþykkti 01.04.2020 aðalskipulagsbreytingu á Álfsnesi skv. 1. og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Bréf lagt fram og kynnt.
8. Leirutangi 10 - kæra vegna útgáfu byggingaleyfis201902406
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Endurupptaka er á grundvelli nýrra gagna. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Málinu frestað til næsta fundar.
9. Dalsgarður í Mosfellsdal - deiliskipulag201902075
Lögð er til kynningar deiliskipulagstillaga fyrir Dalsgarð í Mosfellsdal. Gögn eru unnin af Guðbjarti Á. Ólafssyni dags. 12.05.2020. Athugasemdir vegna skipulagslýsingar voru teknar fyrir á 503. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Frístundalóð í landi Miðdals - breyting á deiliskipulagi201907002
Lögð eru fram svör við athugasemdum sem bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 09.03.2020, vegna auglýstrar breytingartillögu deiliskipulags. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum.
Uppfærð deiliskipulagstillaga samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.11. Selvatn - ósk um gerð deiliskipulags201905022
Lögð eru fram svör við athugasemdum sem bárust frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 30.10.2020, vegna auglýstrar deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum.
Uppfærð deiliskipulagstillaga samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.12. Markholt 2 - stækkun húss202003234
Tillaga að stækkun húss að Markholti 2 var samþykkt til grenndarkynningar á 512. fundi skipulagsnefndar. Athugasemdafrestur var til 06.05.2020. Athugasemdir bárust frá Jana Nitsche, dags. 23.04.2020 og Vitalijs Lakutijevskis, dags. 04.05.2020.
Skipulagsfulltrúa falið að upplýsa málsaðila um efni umsagna og athugasemda ásamt því að vinna drög að svörum við innsendum athugasemdum og leggja fram á næsta fundi skipulagsnefndar.
13. Súluhöfði 47 - fyrirspurn202005033
Borist hefur erindi frá Kjartani Jónssyni, dags. 27.04.2020, með ósk um undanþágu vegna byggingarskilmála skipulags í Súluhöfða 47.
Skipulagsnefnd heimilar ekki frávik varðandi vegghæðir og útfærslu þaks en er jákvæð gagnvart útfærslu hússins að öðru leyti skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Lögð eru fram til kynningar drög í vinnslu af hönnun Ævintýragarðsins frá Landmótun, dags. 07.05.2020.
Lagt fram og kynnt