9. október 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Mosfellsheiði - Matsáætlun umhverfisáhrifa af 200 MW vindorkugarði202009514
Skipulagsstofnun hefur auglýst á vef sínum tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði. Zephyr Iceland ehf. leggur fram áætlunina sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit. Athugasemdafrestur er til 15.10.2020.
Skipulagsstofnun hefur auglýst á vef sínum tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði. Zephyr Iceland ehf. leggur fram áætlunina sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit.
Athugasemdafrestur er til 15.10.2020.Mosfellsbær vill benda á beina hagsmuni sína að áætluðum vindorkugarði á Mosfellsheiði. Staðsetning er áætluð á svæði sem skiptist milli þriggja sveitarfélaga og dregur nafn sitt af helsta kennileiti Mosfellsbæjar, Mosfelli. Bent skal á að fyrirhugaður vindorkugarður, bæði innan landsvæðis Sveitarfélagsins Ölfuss og Grímsnes- og Grafningshrepps, er alveg við sveitarfélagamörk Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd vill því einnig nefna að á seinni stigum er Mosfellsbær lögbundinn umsagnaraðili skipulagsáætlana, bæði aðal- og deiliskipulags beggja sveitarfélaga sökum nálægð við sveitarfélagamörk, skv. 30. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mosfellsbær óskar því eftir að vera upplýstur um stöðu mála á öllum stigum og vera hluti upptalinna umsagnar og hagsmunaaðila. Einnig harmar Mosfellsbær að hafa ekki verið hluti þeirra hagsmunaaðila sem fengu tilkynningu um að vinna við mat á umhverfisáhrifum væri hafin eins og fram kemur í tillögu. Þar með hefðu drög til yfirlestrar mátt berast vegna augljósrar landfræðilegrar legu og hagsmuna bæjarins.
Sveitarfélagið vill leggja áherslu á að við ákvörðunartöku um vindorkugarð á Mosfellsheiði verði litið til sjónarmiða um sjónmengun á heiðinni, skerðingu á gæðum útivistarsvæðis og sögulegri staðsetningu gamla Þingvallavegarins. Framkvæmdin mun hafa veruleg áhrif á landslagsheildir á heiðinni. Sveitarfélagið gerir þó ekki efnislega athugasemd við auglýsta tillögu að matsáætlun að svo stöddu þó óskað sé eftir að lögð sé áhersla á mat sýnilegra áhrifa fyrirætlana.2. Ósk um upplýsingar vegna skiptingu lóðar við Hafravatn201610148
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl, dags. 10.01.2018, með ósk um skiptingu lóðar L125503, 9977,9m², við norðanvert Hafravatn í tvennt. Við meðferð málsins hafa bæst við ýmis gögn sem liggja til grundvallar við afgreiðslu.
Skipulagsnefnd synjar erindinu um skiptingu lóðarinnar þar sem áætlun er ekki í samræmi við samþykkt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Á blaðsíðu 45-46 í greinargerð aðalskipulagsins kemur fram að ekki skuli heimila frekari uppbyggingu á frístundasvæði við norðanvert Hafravatn. Staða núverandi húsa helst óbreytt. Byggingarmagn má vera að hámarki 90 m2, frístundahús að meðtalinni geymslu og eða gestahúsi.
- Fylgiskjal10.01.2018 Bréf frá Daníel og Ingibjörgu.pdfFylgiskjal12.02.2018 Tölvupóstur Daníels til bæjarlögmanns.pdfFylgiskjalBréf Mosfellsbæjar til málshefjenda gögn máls til staðfestingar.pdfFylgiskjalSvar frá Mosfellsbæjar við erindi 10.01.2018.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1355 (22.5.2018) - Kæra ÚU 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt.pdfFylgiskjalKæran 46_2018.pdfFylgiskjalKrafa frá lögm. kærenda 46_2018.pdfFylgiskjalFskj. með kærunni 46_2018.pdfFylgiskjalAfhending gagna til ÚUA.pdfFylgiskjalÚrskurður ÚUA 46/2018.pdfFylgiskjalGreinargerð 29.4.19 vegna svarbréfs Mfb.pdfFylgiskjalBréf til úrskurðarnefndar 21. maí 2019.pdfFylgiskjalBréf til Mosfellsbæjar 20190618.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1415 (3.10.2019) - Kæra ÚU 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt.pdfFylgiskjalBæjarstjórn Mosfellsbæjar - 747 (16.10.2019) - Kæra ÚU 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt.pdfFylgiskjalKæra 117 2019 greinargerð 7.4.2020.pdfFylgiskjalÚrskurður ÚUA í kærumáli 117_2019.pdfFylgiskjalBréf til Mosfellsbæjar 20180110.pdfFylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 520 (14.8.2020) - Úrskurður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) 462018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt.pdfFylgiskjalBréf til Mosfellsbæjar 19062020 undirritað.pdfFylgiskjal2018 01 10 Nýtt erindi .pdfFylgiskjalÚrskurður ráðuneytis 117_2019.pdfFylgiskjalÚrskurður ÚUA 46_2018.pdfFylgiskjalÚrskurður 117_2019.pdfFylgiskjalSvarbréf Mosfellsbæjar vegna kæru í máli 117_2019..pdfFylgiskjal2020 09 01 Bréf Mosfellsbæjar til málshefjenda .pdfFylgiskjal2020 02 16 Svarbréf Mosfellsbæjar vegna kæru í máli 117_2019..pdfFylgiskjal2020 04 07 Kæra 117 2019 greinargerð kæranda.pdfFylgiskjal2020 04 07 Kæra 117 2019 greinargerð kæranda.pdfFylgiskjal2020 02 16 Svarbréf Mosfellsbæjar vegna kæru í máli 117_2019..pdfFylgiskjal2019 11 15 Bréf til Úrskurðarnefndar kæra.pdfFylgiskjal2019 06 18 krafa um afgreiðsu í kjölfar UUA 46_2018.pdfFylgiskjal2019 05 21 Viðbótargögn nr. 26D (002).pdfFylgiskjal2019 05 21 Viðbótargögn nr. 26C (002).pdfFylgiskjal2019 05 21 Viðbótargögn nr. 26B (002).pdfFylgiskjal2019 05 21 Viðbótargögn nr. 26A (002).pdfFylgiskjal2019 03 25 Afhending gagna til ÚUA.pdfFylgiskjal2018 03 15 Viðbótargögn nr. 24A (002).pdfFylgiskjal2019 03 22 Svarbéf Mosfellsbæjar í UUA 46_2018.pdfFylgiskjal2018 03 15 Kæran ÚUA 46_2018.pdfFylgiskjal2018 03 15 Fskj. með kærunni 46_2018.pdfFylgiskjal2018 03 015 Viðbótargögn nr. 24B (002).pdfFylgiskjal2018 03 15 Krafa frá lögm. kærenda 46_2018.pdfFylgiskjal2018 02 20 Svar frá Mosfellbæ.pdfFylgiskjal2018 02 12 Sumarhús við Hafravatn 1940-2018.pdfFylgiskjalErindi frá 10.1.2018 .pdfFylgiskjal2016 mál - Umsókn um skiptingu lóðar og byggingu sumarhúss við Hafravatn.pdfFylgiskjal2016 mál - Lóð-125503, loftmynd.pdfFylgiskjal2016 mál - Athugasemd DÞ og IN við ákvörðun sk.nefndar.pdfFylgiskjal2016 mál - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 412 (3.5.2016) - Umsókn um skiptingu lóðar og byggingu sumarhúss við Hafravatn.pdf
3. Arnartangi 40 - umsókn um byggingarleyfi202006212
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, fyrir stækkun á húsi við Arnartanga 40. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 405. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Skipulagsnefnd heimilar að byggingaráformin verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
4. Krókabyggð 13 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202009234
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Bjarna Róberti Blöndal Ólafssyni, fyrir viðbyggingu húss við Krókabyggð 13. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 412. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið. Fyrir liggur undirritað samþykki nágranna.
Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að falla frá grenndarkynningu byggingarleyfis þar sem fyrir liggur undirritað samþykki íbúa sama fjölbýlis. Skipulagsnefnd metur íbúa sama fjölbýlis einu hagsmunaaðila máls. Ekki er gerð athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
5. Akraland - ósk um heimild til deiliskipulagsbreytingar202010004
Borist hefur erindi frá Helga Ólafssyni, dags. 28.09.2020, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Akraland í neðri Reykjabyggð.
Erindinu vísað til frekari úrvinnslu á umhverfissviði og skipulagsfulltrúa falið að ræða við málsaðila.
6. Helgadalur L123636 - ósk um uppskiptingu lands2020081017
Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni, dags. 28.08.2020, með ósk um uppskiptingu lands í Helgadal L123636.
Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni, dags. 28.08.2020, með ósk um uppskiptingu lands í Helgadal L123636.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd áréttar að þinglýsa skal aðkomu að nýjum landareignum og að spildur verði skráðar í landeignaskrá sem „óbyggt land“ í samræmi við meirihlutaskilgreiningu þeirra í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Engar byggingar- eða framkvæmdarheimildir fylgja nýjum landareignum umfram það er tengist borholum á svæðinu. Ný lönd hljóta ekki skráningu lögbýla. Ósk umsækjanda um breytingu aðalskipulags, dags. 12.12.2018, fyrir svæðið er með öllu óháð þessu erindi og liggur sú fyrirspurn fyrir í endurskoðun aðalskipulags. Ekki er verið að taka neina afstöðu til breyttra landnýtingarflokka með heimildum til uppskiptingu landsins.
7. Kæra vegna útgáfu byggingaleyfis í Leirutanga 10201902406
Lögð er fram til kynningar synjun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrir endurupptöku máls fyrir Leirutanga 10, 14/2019. Skipulagsnefnd samþykkti að óska eftir endurupptöku málsins á 515. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt.
Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar:
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur enn á ný sagt álit sitt á þessu máli. Með úrskurði sínum 31. október 2019 felldi nefndin úr gildi útgáfu byggingarleyfis og nú 30. september 2020 segir nefndin í síðari úrskurði sínum að ekki séu lagaskilyrði fyrir endurupptöku málsins eins og Mosfellsbær hafði farið fram á.
Undirritaður minnir á að hann einn nefndarmanna í skipulagsnefnd greiddi atkvæði gegn því að óska eftir þeirri endurupptökubeiðni sem nefndin hefur nú hafnað.8. Spilda L201201 við vegamót Þingvallavegar og Vesturlandsvegar - aðalskipulagsbreyting202009536
Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni, dags. 30.09.2020, með ósk um aðalskipulagsbreytingu fyrir landspildu L201201 í norðurhlíð Helgafells.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.
9. 30 km hverfi og hraðalækkandi aðgerðir202009537
Lögð er fram til kynningar endurskoðuð umferðaráætlun fyrir 30 km hverfi í Mosfellsbæ. Áætlunin er unnin af verkfræðistofunni Eflu. Berglind Hallgrímsdóttir/Anna Kristjánsdóttir hjá Eflu kynnir gögn.
Skipulagsnefnd fagnar nýrri endurskoðun, áætlun kynnt.