Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. september 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Hlað­gerð­ar­kot með­ferð­ar­heim­ili, deili­skipu­lag201508879

  Samhjálp félagasamtök óska með bréfi dags. 13. ágúst 2015 eftir því að Mosfellsbær deiliskipuleggi lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar að stækkun meðferðarheimilisins. Frestað á 394. fundi.

  Skipu­lags­nefnd er já­kvæð fyr­ir að unn­ið verði deili­skipu­lag og fel­ur skipu­lags­full­trúa að semja við full­trúa Sam­hjálp­ar um gerð lýs­ing­ar og deili­skipu­lags.

  • 2. Há­eyri, ósk um sam­þykkt deili­skipu­lags2015081086

   Lögð fram tillaga KrArk teiknistofu að deiliskipulagi Háeyrar, unnin fyrir landeigandann Sigurð I B Guðmundssson. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist í tvær lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús. Frestað á 394. fundi.

   Nefnd­in er í að­al­at­rið­um já­kvæð fyr­ir til­lög­unni og sam­þykk­ir að falla frá gerð lýs­ing­ar fyr­ir deili­skipu­lag­ið þar sem all­ar for­send­ur þess liggja fyr­ir í að­al­skipu­lagi, sbr. 2. mgr. 40 . gr. skipu­lagslaga. Nefnd­in ósk­ar eft­ir um­sögn um­hverf­is­sviðs um til­lög­una að því er varð­ar að­komu að lóð­un­um frá Reykjalund­ar­vegi.

  • 3. Uglugata 32-38 og 40-46, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á hús­gerð­um og fjölg­un íbúða.201508941

   JP Capital ehf óskar 13.8.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem fela í sér breytingar á húsgerðum og byggingarreitum og fjölgun íbúða. Frestað á 394. fundi.

   Skipu­lags­nefnd fel­ur formanni nefnd­ar­inn­ar og skipu­lags­full­trúa að ræða við um­sækj­end­ur.

   • 4. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða201508937

    JP Capital ehf óskar 13.8.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem fela í sér fjölgun íbúða um samtals 5 á lóðunum. Frestað á 394. fundi.

    Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir er­ind­inu.

    • 5. Spilda í landi Hraðastaða nr. 198660, ósk um sam­þykki á nafni2015081082

     Þórunn Jónsdóttir óskar með bréfi dags. 14. ágúst 2015 eftir því að skipulagsnefnd samþykki nafnið Dalhólar á nýstofnuðu lögbýli í landi Hraðastaða. Frestað á 394. fundi.

     Nefnd­in sam­þykk­ir fyr­ir sitt leyti að lög­býl­ið verði nefnt Dal­hól­ar.

     • 6. Skála­hlíð 31 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201508106

      Daníel V. Antonsson hefur sótt um takmarkað byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi og bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Skálahlíð. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem framlagðar teikningar gera ráð fyrir að tvö horn hússins gangi talsvert út fyrir byggingarreit. Frestað á 394. fundi.

      Nefnd­in fellst á þá skoð­un emb­ætt­is­manna að ekki séu vand­kvæði á því að leysa hönn­un húss­ins svo að vel fari inn­an gild­andi bygg­ing­ar­reits, og er því nei­kvæð gagn­vart breyt­ing­um á deili­skipu­lag­inu eða frá­vik­um frá því að þessu leyti.

      • 7. Mið­svæði 401-M norð­an Krika­hverf­is, til­laga að óveru­legri breyt­ingu á að­al­skipu­lagi2015082065

       Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis. Tillagan er um að breyta skilgreiningu á landnotkun svæðisins þannig að þar verði heimilar allt að 100 íbúðir auk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum.

       Nefnd­in legg­ur til við bæj­ar­stjórn að hún sam­þykki til­lög­una, með breyt­ingu á nýt­ing­ar­hlut­falli í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um, sem óveru­lega breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og sendi hana ásamt rök­stuðn­ingi til Skipu­lags­stofn­un­ar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga.

      • 8. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

       Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, sem felur í sér að ný gata komi austan Kvíslartungu, með einbýlis- par- og raðhúsum auk þriggja fjórbýlishúsa.

       Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa til­lög­una skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, og jafn­framt að boða kynn­ing­ar­f­und með íbú­um hverf­is­ins á aug­lýs­ing­ar­tíma til­lög­unn­ar.

      • 9. Golf­völl­ur Blikastaðanesi, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201508944

       Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem var til umfjöllunar á 394. fundi lögð fram að nýju, nú með þeirri viðbót að skipulagssvæði golfvallarins verði stækkað þannig að áformuð bílastæði golfvallarins verði innan þess.

       Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa til­lög­una skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

      • 10. Engja­veg­ur 11 og 11a, ósk um færslu á lóð­ar­mörk­um.2015081959

       Sigurður Sveinsson og Anna Þ Reynis eigendur Engjavegar 11 og Sveinn Björnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir eigendur Engjavegar 11a, óska eftir því að lóðarmörkum á milli lóðanna verði breytt frá því sem er í gildandi deiliskipulagi, sbr. meðfylgjandi teikningar.

       Frestað.

      • 11. Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is fyr­ir Lund­ur Farm ehf201508097

       Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað að Lundi í Mosfellsbæ. Um er að ræða gistiaðstöðu með 17 rúmstæðum í íbúðarhúsi og húsi sem er samþykkt fyrir starfsmannaaðstöðu. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

       Frestað.

      • 12. Bjarg við Varmá - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201507008

       Albert Rútsson hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á tveimur hæðum, samtals 401 m2, skv. meðfylgjandi teikningum. Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

       Frestað.

      • 13. Úlfars­fells­land 125500 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201507122

       Umsóknin var grenndarkynnt með bréfi þann 25. ágúst 2015, grenndarkynningu lauk 31. ágúst 2015 með því að allir þátttakendur höfðu lýst skriflega yfir samþykki sínu.

       Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að um­sókn­in verði sam­þykkt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

      Fundargerðir til kynningar

      • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 271201508020F

       Lögð fram fundargerð 271. afgreiðslufundar

       Fund­ar­gerð­in lögð fram.

       • 14.1. Ár­bót við Engja­veg - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, reynd­arteikn­ing­ar, breyt­ing­ar á húsi 201507088

        Gunn­laug­ur Johns­son Ár­bót við Engja­veg Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir reynd­arteikn­ing­um, út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um íbúð­ar­húss, bað­húss og geymslu á lóð­inni Ár­bót við Engja­veg landnr. 125435 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Stærð: íbúð­ar­hús 153,6 m2, bað­hús 30,2 m2, útigeymsla 6,0 m2, 528,0 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 395. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

       • 14.2. Ár­bót við Engja­veg - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir verk­færa­skúr 201507085

        Gunn­laug­ur Johns­son Ár­bót við Engja­veg Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir reynd­arteikn­ing­um verk­færa­skúrs úr timbri á lóð­inni Ár­bót við Engja­veg landnr. 125435 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Stærð verk­færa­skúrs 14,0 m2, 35,3 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 395. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

       • 14.3. Bjarg - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507008

        Al­bert Rúts­son Bjargi Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr for­steypt­um ein­ing­um / byggja við íbúð­ar­hús­ið að Bjargi íbúð­ar­rými og bíla­geymslu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un húss: Bíla­geymsla 163,9 m2, íbúð­ar­rými 1. hæð 59,4 m2, íb. 2.hæð 177,7 m2, 1329,4 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 395. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

       • 14.4. Efri Hvoll - Um­sókn um stöðu­leyfi f. að­stöð­ugám fyr­ir bíl­stjóra Strætós á lóð OR. 201504176

        Lára Gunn­ars­dótt­ir fh. Mos­fells­bæj­ar sæk­ir um stöðu­leyfi fyr­ir að­stöð­ugám vagn­stjóra Strætó á lóð Orku­veit­unn­ar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki OR vegna stað­setn­ing­ar gáms­ins. Á fundi skipu­lags­nefnd­ar þ.18.08.2015 var gerð eft­ir­far­andi bók­un vegna máls­ins. "Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd við veit­ingu stöðu­leyf­is fyr­ir að­stöð­ugám­inn til eins árs".

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 395. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

       • 14.5. Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is fyr­ir "Lund­ur Farm ehf" 201508097

        Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ósk­ar eft­ir um­sögn vegna um­sókn­ar um nýtt rekstr­ar­leyfi fyr­ir gisti­stað að Lundi í Mos­fells­bæ sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Um er að ræða gisti­að­stöðu fyr­ir 17 rúm­stæði í íbúð­ar­hús­inu og húsi sem sam­þykkt er fyr­ir starfs­manna­að­stöðu.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 395. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

       • 14.6. Snæfríð­argata 20/um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2015081950

        Álft­árós ehf Gerplustræti 16 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um stærð­ar- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á bíl­geymslu húss­ins nr. 20 við Snæfríð­ar­götu sam­kvæmt fram­lögð­um gðögn­um.
        Stækk­un bíl­geymslu 3,2 m2, 10,8 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 395. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.