1. september 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlaðgerðarkot meðferðarheimili, deiliskipulag201508879
Samhjálp félagasamtök óska með bréfi dags. 13. ágúst 2015 eftir því að Mosfellsbær deiliskipuleggi lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar að stækkun meðferðarheimilisins. Frestað á 394. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir að unnið verði deiliskipulag og felur skipulagsfulltrúa að semja við fulltrúa Samhjálpar um gerð lýsingar og deiliskipulags.
2. Háeyri, ósk um samþykkt deiliskipulags2015081086
Lögð fram tillaga KrArk teiknistofu að deiliskipulagi Háeyrar, unnin fyrir landeigandann Sigurð I B Guðmundssson. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist í tvær lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús. Frestað á 394. fundi.
Nefndin er í aðalatriðum jákvæð fyrir tillögunni og samþykkir að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagið þar sem allar forsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 40 . gr. skipulagslaga. Nefndin óskar eftir umsögn umhverfissviðs um tillöguna að því er varðar aðkomu að lóðunum frá Reykjalundarvegi.
3. Uglugata 32-38 og 40-46, fyrirspurn um breytingar á húsgerðum og fjölgun íbúða.201508941
JP Capital ehf óskar 13.8.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem fela í sér breytingar á húsgerðum og byggingarreitum og fjölgun íbúða. Frestað á 394. fundi.
Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur.
4. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyrirspurn um fjölgun íbúða201508937
JP Capital ehf óskar 13.8.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem fela í sér fjölgun íbúða um samtals 5 á lóðunum. Frestað á 394. fundi.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu.
5. Spilda í landi Hraðastaða nr. 198660, ósk um samþykki á nafni2015081082
Þórunn Jónsdóttir óskar með bréfi dags. 14. ágúst 2015 eftir því að skipulagsnefnd samþykki nafnið Dalhólar á nýstofnuðu lögbýli í landi Hraðastaða. Frestað á 394. fundi.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að lögbýlið verði nefnt Dalhólar.
6. Skálahlíð 31 / umsókn um byggingarleyfi201508106
Daníel V. Antonsson hefur sótt um takmarkað byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi og bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Skálahlíð. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem framlagðar teikningar gera ráð fyrir að tvö horn hússins gangi talsvert út fyrir byggingarreit. Frestað á 394. fundi.
Nefndin fellst á þá skoðun embættismanna að ekki séu vandkvæði á því að leysa hönnun hússins svo að vel fari innan gildandi byggingarreits, og er því neikvæð gagnvart breytingum á deiliskipulaginu eða frávikum frá því að þessu leyti.
7. Miðsvæði 401-M norðan Krikahverfis, tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi2015082065
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis. Tillagan er um að breyta skilgreiningu á landnotkun svæðisins þannig að þar verði heimilar allt að 100 íbúðir auk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna, með breytingu á nýtingarhlutfalli í samræmi við umræður á fundinum, sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og sendi hana ásamt rökstuðningi til Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
8. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, sem felur í sér að ný gata komi austan Kvíslartungu, með einbýlis- par- og raðhúsum auk þriggja fjórbýlishúsa.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, og jafnframt að boða kynningarfund með íbúum hverfisins á auglýsingartíma tillögunnar.
9. Golfvöllur Blikastaðanesi, breyting á deiliskipulagi.201508944
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem var til umfjöllunar á 394. fundi lögð fram að nýju, nú með þeirri viðbót að skipulagssvæði golfvallarins verði stækkað þannig að áformuð bílastæði golfvallarins verði innan þess.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
10. Engjavegur 11 og 11a, ósk um færslu á lóðarmörkum.2015081959
Sigurður Sveinsson og Anna Þ Reynis eigendur Engjavegar 11 og Sveinn Björnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir eigendur Engjavegar 11a, óska eftir því að lóðarmörkum á milli lóðanna verði breytt frá því sem er í gildandi deiliskipulagi, sbr. meðfylgjandi teikningar.
Frestað.
11. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir Lundur Farm ehf201508097
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað að Lundi í Mosfellsbæ. Um er að ræða gistiaðstöðu með 17 rúmstæðum í íbúðarhúsi og húsi sem er samþykkt fyrir starfsmannaaðstöðu. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
12. Bjarg við Varmá - Umsókn um byggingarleyfi201507008
Albert Rútsson hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á tveimur hæðum, samtals 401 m2, skv. meðfylgjandi teikningum. Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
13. Úlfarsfellsland 125500 - Umsókn um byggingarleyfi201507122
Umsóknin var grenndarkynnt með bréfi þann 25. ágúst 2015, grenndarkynningu lauk 31. ágúst 2015 með því að allir þátttakendur höfðu lýst skriflega yfir samþykki sínu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umsóknin verði samþykkt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 271201508020F
Lögð fram fundargerð 271. afgreiðslufundar
Fundargerðin lögð fram.
14.1. Árbót við Engjaveg - umsókn um byggingarleyfi, reyndarteikningar, breytingar á húsi 201507088
Gunnlaugur Johnsson Árbót við Engjaveg Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir reyndarteikningum, útlits og fyrirkomulagsbreytingum íbúðarhúss, baðhúss og geymslu á lóðinni Árbót við Engjaveg landnr. 125435 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: íbúðarhús 153,6 m2, baðhús 30,2 m2, útigeymsla 6,0 m2, 528,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 395. fundi skipulagsnefndar.
14.2. Árbót við Engjaveg - umsókn um byggingarleyfi fyrir verkfæraskúr 201507085
Gunnlaugur Johnsson Árbót við Engjaveg Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir reyndarteikningum verkfæraskúrs úr timbri á lóðinni Árbót við Engjaveg landnr. 125435 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð verkfæraskúrs 14,0 m2, 35,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 395. fundi skipulagsnefndar.
14.3. Bjarg - umsókn um byggingarleyfi 201507008
Albert Rútsson Bjargi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr forsteyptum einingum / byggja við íbúðarhúsið að Bjargi íbúðarrými og bílageymslu í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss: Bílageymsla 163,9 m2, íbúðarrými 1. hæð 59,4 m2, íb. 2.hæð 177,7 m2, 1329,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 395. fundi skipulagsnefndar.
14.4. Efri Hvoll - Umsókn um stöðuleyfi f. aðstöðugám fyrir bílstjóra Strætós á lóð OR. 201504176
Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki OR vegna staðsetningar gámsins. Á fundi skipulagsnefndar þ.18.08.2015 var gerð eftirfarandi bókun vegna málsins. "Nefndin gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis fyrir aðstöðugáminn til eins árs".Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 395. fundi skipulagsnefndar.
14.5. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir "Lundur Farm ehf" 201508097
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað að Lundi í Mosfellsbæ samkvæmt framlögðum gögnum.
Um er að ræða gistiaðstöðu fyrir 17 rúmstæði í íbúðarhúsinu og húsi sem samþykkt er fyrir starfsmannaaðstöðu.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 395. fundi skipulagsnefndar.
14.6. Snæfríðargata 20/umsókn um byggingarleyfi 2015081950
Álftárós ehf Gerplustræti 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á bílgeymslu hússins nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gðögnum.
Stækkun bílgeymslu 3,2 m2, 10,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 395. fundi skipulagsnefndar.