Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. janúar 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Nína Rós Ísberg aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu fyr­ir Mos­fells­bæ201710064

    Áframhaldandi umræða um endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Fulltrúar frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur mæta á fundinn

    Hrönn Hrafns­dótt­ir frá Reykja­vík­ur­borg og Björn Trausta­son frá Skóg­rækt­inni að Mó­gilsá komu á fund­inn, fjöll­uðu um gerð um­hverf­is­stefnu og skóg­rækt­ar­mál og svör­uðu fyr­ir­spurn­um nefnd­ar­manna.

    Gestir
    • Hrönn Hrafnsdóttir
    • Björn Traustason
    • 2. End­ur­heimt og varð­veisla vot­lend­is - lyk­il­hlut­verk sveit­ar­fé­laga201712260

      Erindi Landgræðslu ríkisins um hlutverk sveitarfélaga varðandi votlendi

      Mál­ið kynnt og rætt

    • 3. Sér­söfn­un á plasti frá heim­il­um201704145

      Umræða um undirbúning að kynningu og innleiðingu á sérsöfnun á plasti frá heimilum í Mosfellsbæ

      Um­hverf­is­stjóri kynnti inn­leið­ingu á sér­söfn­un á plasti frá heim­il­um í Mos­fells­bæ sem hefjast mun 1. mars 2018.

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 4. Er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar - Deili­skipu­lag Esju­mela Kjal­ar­nesi201506102

      Tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi á Esjumelum á Kjalarnesi. Erindið sent Mosfellsbæ til umsagnar þann 9. janúar 2018. Auglýsingin stendur til og með 16. febrúar 2018.

      Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar lýs­ir yfir áhyggj­um sín­um vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stækk­un­ar á at­hafna­svæði á Esju­mel­um norð­an við Leir­vogsá. Nefnd­in mót­mæl­ir því ef koma skal meng­andi iðn­að­ur með til­heyr­andi óþæg­ind­um fyr­ir íbúa í Mos­fells­bæ og ná­grenni. Slík starf­semi væri ekki í sam­ræmi við gild­andi að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur því svæð­ið er skipu­lagt sem at­hafna­svæði en ekki iðn­að­ar­svæði. Upp­lýst hef­ur ver­ið að starf­semi fyr­ir­tæk­is, sem vinn­ur að úr­gangs­mál­um og moltu­gerð, verði á þessu land­svæði og hafa íbú­ar í Mos­fells­bæ lýst yfir and­stöðu sinni við þá fyr­ir­ætlun.
      Nefnd­in mót­mæl­ir því einn­ig harð­lega að of­an­vatn verði leitt frá Esju­mel­um í Leir­vogsá sem er dýr­mæt lax­veið­iá og úti­vistarperla.
      Í ljósi þess að ekki er ljóst hvaða starf­semi eigi að koma á Esju­mela fel­ur nefnd­in um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar að óska eft­ir fundi með full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar um mál­ið.

      Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­stjóra að senda um­rædda um­sögn til Reykja­vík­ur­borg­ar vegna máls­ins.

    • 5. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2017201801094

      Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir.

      Mál­inu frestað

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00