18. janúar 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Áframhaldandi umræða um endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Fulltrúar frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur mæta á fundinn
Hrönn Hrafnsdóttir frá Reykjavíkurborg og Björn Traustason frá Skógræktinni að Mógilsá komu á fundinn, fjölluðu um gerð umhverfisstefnu og skógræktarmál og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.
Gestir
- Hrönn Hrafnsdóttir
- Björn Traustason
2. Endurheimt og varðveisla votlendis - lykilhlutverk sveitarfélaga201712260
Erindi Landgræðslu ríkisins um hlutverk sveitarfélaga varðandi votlendi
Málið kynnt og rætt
3. Sérsöfnun á plasti frá heimilum201704145
Umræða um undirbúning að kynningu og innleiðingu á sérsöfnun á plasti frá heimilum í Mosfellsbæ
Umhverfisstjóri kynnti innleiðingu á sérsöfnun á plasti frá heimilum í Mosfellsbæ sem hefjast mun 1. mars 2018.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Erindi Reykjavíkurborgar - Deiliskipulag Esjumela Kjalarnesi201506102
Tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi á Esjumelum á Kjalarnesi. Erindið sent Mosfellsbæ til umsagnar þann 9. janúar 2018. Auglýsingin stendur til og með 16. febrúar 2018.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Nefndin mótmælir því ef koma skal mengandi iðnaður með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa í Mosfellsbæ og nágrenni. Slík starfsemi væri ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Reykjavíkur því svæðið er skipulagt sem athafnasvæði en ekki iðnaðarsvæði. Upplýst hefur verið að starfsemi fyrirtækis, sem vinnur að úrgangsmálum og moltugerð, verði á þessu landsvæði og hafa íbúar í Mosfellsbæ lýst yfir andstöðu sinni við þá fyrirætlun.
Nefndin mótmælir því einnig harðlega að ofanvatn verði leitt frá Esjumelum í Leirvogsá sem er dýrmæt laxveiðiá og útivistarperla.
Í ljósi þess að ekki er ljóst hvaða starfsemi eigi að koma á Esjumela felur nefndin umhverfissviði Mosfellsbæjar að óska eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar um málið.Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að senda umrædda umsögn til Reykjavíkurborgar vegna málsins.
- FylgiskjalTillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi.pdfFylgiskjalUppdráttur að breyttu deiliskipulagi.pdfFylgiskjalSkýrsla-Meðhöndlun ofanvatns ? Esjumelum -útg0.02.pdfFylgiskjalkjalarnes_esjumelar-varmidalur_greinargerd.pdfFylgiskjalkjalarnes_esjumelar-varmidalur_skyringaruppdrattur.pdfFylgiskjalDeiliskipulag Esjumela - minnisblað umhverfissviðs.pdf
5. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017201801094
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir.
Málinu frestað