22. janúar 2015 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2015201501510
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2015, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.
Tillaga að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2015 lögð fram. Fyrirliggjandi tillaga samþykkt með fimm atkvæðum.
2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015201501512
Samantekt um framgang verkefna á verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ árið 2014 lögð fram.
Umhverfisstjóri kynnti árangur vinnu við framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 hjá Mosfellsbæ fyrir árið 2014.
Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum frá öðrum nefndum og sviðum bæjarfélagsins um þau mál úr framkvæmdaáætlun sem þau vilja leggja áherslu á á árinu 2015, fyrir 19. febrúar.3. Innri aðalskoðun leiksvæða í Mosfellsbæ 2014201411289
Skýrsla vegna öryggiseftirlits með leiksvæðum í Mosfellsbæ 2014 lögð fram til kynningar.
Umhverfisstjóri kynnti skýrslu um aðalskoðun leikvalla í Mosfellsbæ fyrir árið 2014. Umhverfisnefnd hvetur umhverfisstjóra og umhverfissvið til áframhaldandi góðra verka í þessum málaflokki.
4. Áskorun 9. bekkjar Lágafellskóla varðandi umhverfismál og sjálfbærni201412117
Ábendingar nemenda í 9. bekk Lágafellsskóla um verkefni og áherslur í umhverfismálum í Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd fagnar frumkvæði 9. bekkjar Lágafellsskóla vegna áskorunar um umhverfismál og sjálfbærni og þakkar nefndin kærlega fyrir framtakið. Nefndarmenn munu beita sér fyrir því að einhver verkefni skili sér inn í Staðardagskrárvinnu sveitarfélagsins.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Erindi Landgræðslunnar-Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði 2015201412118
Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi styrkbeiðni vegna uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils. Bæjarráð vísaði á 1192. fundi sínum málinu til umhverfisnefndar, auk þess sem málinu er vísað til SSH.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir verkefninu og leggur til að fjármunum verði ráðstafað í umrædda uppgræðslu. Nefndin leggur til að komið verði á samstarfi mill Landgræðslunnar og sveitarfélaganna á vettvangi SSH til að uppgræðsla á höfuðborgarsvæðinu verði samræmdari og markvissari.
6. Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða201412356
Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísaði á 1195. fundi sínum málinu til umsagnar umhverfisnefndar.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir hjálögð.
7. Sorpa-útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler201411077
Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Bæjarráð vísaði á 1189. fundi sínum málinu til umhverfisnefndar til umræðu varðandi staðsetningu gámanna.
Umhverfisnefnd leggur til að umhverfissvið kortleggi æskilegar staðsetningar fyrir grenndargámastöðvar og setji saman stutta greinargerð um málið.