Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. janúar 2015 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örn Jónasson (ÖJ) formaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar fyr­ir árið 2015201501510

    Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2015, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.

    Til­laga að starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar fyr­ir árið 2015 lögð fram. Fyr­ir­liggj­andi til­laga sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 2. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2015201501512

      Samantekt um framgang verkefna á verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ árið 2014 lögð fram.

      Um­hverf­is­stjóri kynnti ár­ang­ur vinnu við fram­kvæmda­áætlun Stað­ar­dag­skrár 21 hjá Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2014.
      Um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir til­lög­um frá öðr­um nefnd­um og svið­um bæj­ar­fé­lags­ins um þau mál úr fram­kvæmda­áætlun sem þau vilja leggja áherslu á á ár­inu 2015, fyr­ir 19. fe­brú­ar.

      • 3. Innri að­al­skoð­un leik­svæða í Mos­fells­bæ 2014201411289

        Skýrsla vegna öryggiseftirlits með leiksvæðum í Mosfellsbæ 2014 lögð fram til kynningar.

        Um­hverf­is­stjóri kynnti skýrslu um að­al­skoð­un leik­valla í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2014. Um­hverf­is­nefnd hvet­ur um­hverf­is­stjóra og um­hverf­is­svið til áfram­hald­andi góðra verka í þess­um mála­flokki.

        • 4. Áskor­un 9. bekkj­ar Lága­fell­skóla varð­andi um­hverf­is­mál og sjálf­bærni201412117

          Ábendingar nemenda í 9. bekk Lágafellsskóla um verkefni og áherslur í umhverfismálum í Mosfellsbæ

          Um­hverf­is­nefnd fagn­ar frum­kvæði 9. bekkj­ar Lága­fells­skóla vegna áskor­un­ar um um­hverf­is­mál og sjálf­bærni og þakk­ar nefnd­in kær­lega fyr­ir fram­tak­ið. Nefnd­ar­menn munu beita sér fyr­ir því að ein­hver verk­efni skili sér inn í Stað­ar­dag­skrár­vinnu sveit­ar­fé­lags­ins.

          Almenn erindi - umsagnir og vísanir

          • 5. Er­indi Land­græðsl­unn­ar-Upp­græðsla í beit­ar­hólfinu á Mos­fells­heiði 2015201412118

            Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi styrkbeiðni vegna uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils. Bæjarráð vísaði á 1192. fundi sínum málinu til umhverfisnefndar, auk þess sem málinu er vísað til SSH.

            Um­hverf­is­nefnd er já­kvæð fyr­ir verk­efn­inu og legg­ur til að fjár­mun­um verði ráð­stafað í um­rædda upp­græðslu. Nefnd­in legg­ur til að kom­ið verði á sam­starfi mill Land­græðsl­unn­ar og sveit­ar­fé­lag­anna á vett­vangi SSH til að upp­græðsla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði sam­ræmd­ari og mark­viss­ari.

            • 6. Sam­þykkt um hænsna­hald utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða201412356

              Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísaði á 1195. fundi sínum málinu til umsagnar umhverfisnefndar.

              Um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar fylg­ir hjá­lögð.

              • 7. Sorpa-út­boð á þjón­ustu við grennd­argáma fyr­ir papp­ír, plast og gler201411077

                Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Bæjarráð vísaði á 1189. fundi sínum málinu til umhverfisnefndar til umræðu varðandi staðsetningu gámanna.

                Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að um­hverf­is­svið kort­leggi æski­leg­ar stað­setn­ing­ar fyr­ir grennd­argáma­stöðv­ar og setji sam­an stutta grein­ar­gerð um mál­ið.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.