7. maí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Aleflis vegna uppbyggingar Háholts 21201504263
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram til bæjarráðs tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda og að málinu verði vísað áfram til frekari vinnslu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar skipulagsnefndar.
2. Erindi Hestamannafélagsins Harðar - merkingar og styrkur201503545
Erindi frá Hestamannafélaginu Herði þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna merkinga reiðleiða í Mosfellsbæ. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs til bæjarráðs fylgir erindinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að skoða heildrænt merkingar samgöngustíga og að gerð verði áætlun um merkingar stíga í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næstu ára.
3. Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða201412356
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis vísar samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, til bæjarráðs til lokaafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða og vísar henni til fyrri umræðu á næsta fund bæjarstjórnar.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum201504300
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög201504286
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
6. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Hvíta Riddarann201505003
Beiðni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfi fyrir Hvíta Riddarann.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi staðfestingu á því að afgreiðslutími og staðsetning umræddrar starfsemi sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag Mosfellsbæjar segja til um og önnur atriði sem kunna að skipta máli.
7. Ný undirgöng við Hlíðartún201412139
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samningum vegna framkvæmdar við ný undirgöng.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga frá samningi við lægstbjóðanda í samstarfi við Vegagerðina vegna framkvæmda við undirgöng í Hlíðartúnshverfi undir Vesturlandsveg.
8. Framkvæmd við Höfðaberg201412140
Ósk um heimild til þess að bjóða út smíði á færanlegum kennslustofum fyrir skóladeild að Höfðabergi.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út smíði á færanlegum kennslustofum fyrir skóladeild á Höfðabergi.
9. Framkvæmdir 2015201505030
Jóhanna B Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kemur og kynnir skýrslu um framkvæmdir Eignasjóðs á árinu 2015.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.