Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. maí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Al­efl­is vegna upp­bygg­ing­ar Há­holts 21201504263

    Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram til bæjarráðs tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda og að málinu verði vísað áfram til frekari vinnslu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

    • 2. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar - merk­ing­ar og styrk­ur201503545

      Erindi frá Hestamannafélaginu Herði þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna merkinga reiðleiða í Mosfellsbæ. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs til bæjarráðs fylgir erindinu.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að skoða heild­rænt merk­ing­ar sam­göngu­stíga og að gerð verði áætlun um merk­ing­ar stíga í tengsl­um við gerð fjár­hags­áætl­un­ar næstu ára.

      • 3. Sam­þykkt um hænsna­hald utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða201412356

        Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis vísar samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, til bæjarráðs til lokaafgreiðslu.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um sam­þykkt um hænsna­hald utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða og vís­ar henni til fyrri um­ræðu á næsta fund bæj­ar­stjórn­ar.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á húsa­leigu­lög­um201504300

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum lagt fram.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um lög­ræð­is­lög201504286

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög lagt fram.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

            • 6. Er­indi Sýslu­manns vegna um­sókn­ar um rekstr­ar­leyfi fyr­ir Hvíta Ridd­ar­ann201505003

              Beiðni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfi fyrir Hvíta Riddarann.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar varð­andi stað­fest­ingu á því að af­greiðslu­tími og stað­setn­ing um­ræddr­ar starf­semi sé inn­an þeirra marka sem regl­ur og skipu­lag Mos­fells­bæj­ar segja til um og önn­ur at­riði sem kunna að skipta máli.

              • 7. Ný und­ir­göng við Hlíð­ar­tún201412139

                Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samningum vegna framkvæmdar við ný undirgöng.

                Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ganga frá samn­ingi við lægst­bjóð­anda í sam­starfi við Vega­gerð­ina vegna fram­kvæmda við und­ir­göng í Hlíð­ar­túns­hverfi und­ir Vest­ur­landsveg.

                • 8. Fram­kvæmd við Höfða­berg201412140

                  Ósk um heimild til þess að bjóða út smíði á færanlegum kennslustofum fyrir skóladeild að Höfðabergi.

                  Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út smíði á fær­an­leg­um kennslu­stof­um fyr­ir skóla­deild á Höfða­bergi.

                  • 9. Fram­kvæmd­ir 2015201505030

                    Jóhanna B Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kemur og kynnir skýrslu um framkvæmdir Eignasjóðs á árinu 2015.

                    Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

                    Lagt fram.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.