Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. febrúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kjör áheyrn­ar­full­trúa í nefnd­um á veg­um Mos­fells­bæj­ar201702189

    Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir erindi á dagskrá.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Í til­efni af breyt­ing­um á launa­kjör­um kjör­inna full­trúa legg­ur bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar til við bæj­ar­ráð að áheyrn­ar­full­trú­ar fái laun fyr­ir sín nefnd­ar­störf til jafns við að­al­full­trúa, eins og tíðkast hjá Reykja­vík­ur­borg og víð­ar. Vinnu­fram­lag áheyrn­ar­full­trúa, ábyrgð og þátttaka í um­ræð­um og þar með stefnu­mót­un bæj­ar­fé­lags­ins er jafn mik­il og að­al­manna. Það sem skil­ur þá að er ein­ung­is at­kvæð­is­rétt­ur­inn.
    Jöfn laun fyr­ir sömu vinnu er eitt af grunn­gild­um lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins. Íbúa­hreyf­ing­unni finnst við hæfi að þann­ig sé það líka hjá Mos­fells­bæ.
    ll­trúi M-lista legg­ur til að áheyrn­ar­full­trúm í nefnd­um verði greidd þók­un fyr­ir störf sín.

    Til­lag­an er felld með tveim­ur at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi S-lista sit­ur hjá.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir yfir von­brigð­um sín­um með að D- og V-listi skuli í krafti síns meiri­hluta áfram skirrast við að greiða áheyrn­ar­full­trú­um laun fyr­ir nefnd­ar­störf hjá Mos­fells­bæ.
    Í stað þess að nota tæki­fær­ið til að jafna kjör starf­andi full­trúa í nefnd­um vel­ur meiri­hlut­inn að halda áfram að mis­muna þeim. Með því er hul­unni einu sinni sem oft­ar svipt af gam­aldags valdapóli­tík og gildi Mos­fells­bæj­ar á auga­bragði gerð að engu. Til upp­rifj­un­ar eru þau virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja, ekki mis­mun­un.

  • 2. Hest­húsalóð á Varmár­bökk­um201701072

    Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

    • 3. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi - Selja­brekka201609055

      Erindi Disa Anderiman vegna breytingar á skipulagi.

      Bæj­ar­ráð get­ur ekki orð­ið við er­ind­inu að svo komnu máli þar sem um­rædd­ur stað­ur er á grann­svæði vatns­vernd­ar og því er ekki hægt að gefa heim­ild til bygg­inga þar. Unn­ið er að rann­sókn­um á svæð­inu með til­liti til vatns­vernd­ar.

    • 4. Ósk um deili­skipu­lagn­ingu og fram­leng­ingu á leigu­samn­ingi lóð­ar201702141

      Erindið lagt fram til afgreiðslu.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa skipu­lags­hluta er­ind­is­ins til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar og ósk um fram­leng­ingu á leigu­samn­ingi til um­sagn­ar lög­manns.

    • 5. Ma­t­jurta­garð­ar í Skamma­dal201611132

      Umbeðin umsögn umhverfissviðs vegna erindis Reykjavíkurborgar um Skammadal lögð fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að hefja við­ræð­ur við Reykja­vík­ur­borg um garð­lönd í Skamma­dal.

      • 6. Desja­mýri 9 / Um­sókn um lóð201702172

        Desjamýri 9 - umsókn um lóð

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að óska eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um frá um­sækj­anda.

      • 7. Desja­mýri 9 / Um­sókn um lóð201702178

        Desjamýri 9 - umsókn um lóð

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að óska eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um frá um­sækj­anda.

      • 8. Nýj­ar lóð­ir við Fossa­tungu og Súlu­höfða201702181

        Lagðar fram upplýsíngar um stöðu við undirbúning á úthlutun nýrra lóða í eigu Mosfellsbæjar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta lóð­um við Fossa­tungu og Kvísl­a­tungu og að inn­heimt verði bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald, kr. 1.500.000 á hverja íbúð­arein­ingu sem heim­ilt verð­ur að byggja skv. skipu­lagi, auk gatna­gerð­ar­gjalda og ann­arra lögákveð­inna gjalda skv. gjaldskrá.

        Jafn­framt sam­þykkt að út­hluta lóð­um við Súlu­höfða með upp­boðs­fyr­ir­komu­lagi og ákvæð­um um lág­marks­verð skv. nán­ara fyr­ir­komu­lagi sem lagt verði fyr­ir bæj­ar­ráð þeg­ar það ligg­ur fyr­ir.

        • 9. XXXI Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 2017201702188

          Skrá um kjörna fulltrúa lögð fram.

          Lagt fram.

        • 10. Vinnu­hóp­ur um upp­bygg­ingu skáta­heim­il­is201403119

          Drög að styrktarsamningi við Mosverja lagður fram til samþykktar.

          Fram­lögð drög að styrkt­ar­samn­ingi við Skáta­fé­lag­ið Mosverja sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um. Jafn­framt sam­þykkt að vísa samn­ingn­um til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

          • 11. Trún­að­ar­mál201702190

            Starfsmannamál.

            Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

            Fram­lögð til­laga sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:44