23. febrúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kjör áheyrnarfulltrúa í nefndum á vegum Mosfellsbæjar201702189
Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir erindi á dagskrá.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Í tilefni af breytingum á launakjörum kjörinna fulltrúa leggur bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar til við bæjarráð að áheyrnarfulltrúar fái laun fyrir sín nefndarstörf til jafns við aðalfulltrúa, eins og tíðkast hjá Reykjavíkurborg og víðar. Vinnuframlag áheyrnarfulltrúa, ábyrgð og þátttaka í umræðum og þar með stefnumótun bæjarfélagsins er jafn mikil og aðalmanna. Það sem skilur þá að er einungis atkvæðisrétturinn.
Jöfn laun fyrir sömu vinnu er eitt af grunngildum lýðræðissamfélagsins. Íbúahreyfingunni finnst við hæfi að þannig sé það líka hjá Mosfellsbæ.
lltrúi M-lista leggur til að áheyrnarfulltrúm í nefndum verði greidd þókun fyrir störf sín.Tillagan er felld með tveimur atkvæðum. Bæjarfulltrúi S-lista situr hjá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir yfir vonbrigðum sínum með að D- og V-listi skuli í krafti síns meirihluta áfram skirrast við að greiða áheyrnarfulltrúum laun fyrir nefndarstörf hjá Mosfellsbæ.
Í stað þess að nota tækifærið til að jafna kjör starfandi fulltrúa í nefndum velur meirihlutinn að halda áfram að mismuna þeim. Með því er hulunni einu sinni sem oftar svipt af gamaldags valdapólitík og gildi Mosfellsbæjar á augabragði gerð að engu. Til upprifjunar eru þau virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja, ekki mismunun.2. Hesthúsalóð á Varmárbökkum201701072
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
3. Breyting á aðalskipulagi - Seljabrekka201609055
Erindi Disa Anderiman vegna breytingar á skipulagi.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að svo komnu máli þar sem umræddur staður er á grannsvæði vatnsverndar og því er ekki hægt að gefa heimild til bygginga þar. Unnið er að rannsóknum á svæðinu með tilliti til vatnsverndar.
4. Ósk um deiliskipulagningu og framlengingu á leigusamningi lóðar201702141
Erindið lagt fram til afgreiðslu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skipulagshluta erindisins til umsagnar skipulagsnefndar og ósk um framlengingu á leigusamningi til umsagnar lögmanns.
5. Matjurtagarðar í Skammadal201611132
Umbeðin umsögn umhverfissviðs vegna erindis Reykjavíkurborgar um Skammadal lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um garðlönd í Skammadal.
6. Desjamýri 9 / Umsókn um lóð201702172
Desjamýri 9 - umsókn um lóð
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda.
7. Desjamýri 9 / Umsókn um lóð201702178
Desjamýri 9 - umsókn um lóð
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda.
8. Nýjar lóðir við Fossatungu og Súluhöfða201702181
Lagðar fram upplýsíngar um stöðu við undirbúning á úthlutun nýrra lóða í eigu Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðum við Fossatungu og Kvíslatungu og að innheimt verði byggingarréttargjald, kr. 1.500.000 á hverja íbúðareiningu sem heimilt verður að byggja skv. skipulagi, auk gatnagerðargjalda og annarra lögákveðinna gjalda skv. gjaldskrá.
Jafnframt samþykkt að úthluta lóðum við Súluhöfða með uppboðsfyrirkomulagi og ákvæðum um lágmarksverð skv. nánara fyrirkomulagi sem lagt verði fyrir bæjarráð þegar það liggur fyrir.
9. XXXI Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017201702188
Skrá um kjörna fulltrúa lögð fram.
Lagt fram.
10. Vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis201403119
Drög að styrktarsamningi við Mosverja lagður fram til samþykktar.
Framlögð drög að styrktarsamningi við Skátafélagið Mosverja samþykkt með þremur atkvæðum. Jafnframt samþykkt að vísa samningnum til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
11. Trúnaðarmál201702190
Starfsmannamál.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Framlögð tillaga samþykkt með þremur atkvæðum.