Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. mars 2014 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hanna Símonardóttir 1. varamaður
  • Sigurður B Guðmundsson 3. varamaður
  • Guðbjörn Sigvaldason 1. varamaður
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Af­hend­ing styrkja til Af­reksí­þrótta­manna Mos­fells­bæj­ar201403121

    Þrír Íþróttamenn úr Mosfellbæ eiga rétt á Afrekstyrk frá Mosfellsbæ í ár. Þau mæta á fundin og taka á móti styrknum.

    Á fund­inn mættu Al­ex­and­er Jó­hann­esson, Telma Rut Frí­manns­dótt­ir og Sæv­ar Birg­is­son og tóku á móti af­reks­styrk frá Mos­fells­bæ. Nefnd­in ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju og von­ar að styrk­ur­inn nýt­ist þeim vel til frek­ari af­reka.

    • 2. Styrk­beiðni vegna lands­liðs­þát­töku201402299

      Umsókn um styrk vegna landsliðsferðar

      Starf­mönn­um menn­ing­ar­sviðs fal­ið að svara beiðn­inni í sam­ræmi við regl­ur nefnd­ar­inn­ar.

      • 3. Vinnu­hóp­ur um upp­bygg­ingu skáta­heim­il­is201403119

        Bæjarstjórn hefur samþykkt að stofnaður verði vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis

        Bæj­ar­stjórn hef­ur sam­þykkt til­lögu að skip­un starfs­hóps til að skoða mögu­leika á bygg­ingu skát­heim­il­is í Mos­fells­bæ. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd sam­þykk­ir að starfs­hóp­inn skipi formað­ur nefnd­ar­inn­ar, Theodór Kristjáns­son, Guð­björn Sig­valda­son full­trúi Sam­ylk­ing­ar­inn­ar og Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri. Auk þess verði óskað eft­ir að Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar skipi einn að­ila í hóp­inn.

        • 4. Styrk­ir til efni­legra ung­menna sum­ar­ið 2014201402189

          Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2014

          Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til að eft­ir­far­andi ung­menni hljóti styrk til að stunda íþrótt­ir, list­ir og tóm­stund­ir sum­ar­ið 2014. Arna Rún Kristjáns­dótt­ir, til að stunda golf, Brynja Hlíf Hjalta­dótt­ir til að stunda motorcross, Guð­rún Elísa­bet Björg­vins­dótt­ir til að stunda list­skauta, Kristín Þóra Birg­is­dótt­ir til að stunda knatt­spyrnu, Magnús Þór Sveins­son til að stunda pí­anó­leik, Ág­ústa Dóm­hild­ur Karls­dótt­ir til að stunda fiðlu­leik, Ein­ar Aron Fjalars­son til að stunda töfra­brögð, Emil Tumi Víg­lunds­son til að stunda götu­hjól­reið­ar, Heiða Rut Hall­dórs­dótt­ir til að stunda hóp­fim­leika, Thelma Dögg Grét­ars­dótt­ir til að stunda blak.

          • 5. Verk­efni Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar 2010-2014201403122

            Verkefni Íþrótta- og tómstundanefndar 2010-2014

            Kynnt voru verk­efni nefnd­ar­inn­ar og starfs­manna henn­ar.

            • 6. Mann­virkja­nefnd Aft­ur­eld­ing­ar - for­gangslisti201403117

              Mannvirkjanefnd Aftureldingar hefur sett saman óskir un uppbygginu mannvirkja til 2020

              Lagt fram. Íþrótta og tóm­stunda­nefnd fagn­ar vinnu fé­lags­ins og legg­ur til að hug­mynd­ir fé­lags­ins verð hafð­ar til hlið­sjón­ar í vinnu við forg­ans­röðun íþrótta- og tóm­stunda­mann­virkja.

              • 7. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna 2013201401414

                Niðurstöður rannsókna meðal grunnskólabarna árið 2013 kynntar.

                Lagt fram.

                • 8. Er­indi UMFÍ varð­andi lands­móts­hald201403013

                  Erindi UMFÍ er varðar boð til sveitarfélaga um að halda landsmót. Um er að ræða 6. landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri árið 2016 og 20. unglingalandsmót UMFÍ 2017. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og afgreiðslu.

                  Er­ind­ið lagt fram. Nefnd­in legg­ur til að ekki verði sótt um að halda mót­in að þessu sinni.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00