12. mars 2014 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Hanna Símonardóttir 1. varamaður
- Sigurður B Guðmundsson 3. varamaður
- Guðbjörn Sigvaldason 1. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Afhending styrkja til Afreksíþróttamanna Mosfellsbæjar201403121
Þrír Íþróttamenn úr Mosfellbæ eiga rétt á Afrekstyrk frá Mosfellsbæ í ár. Þau mæta á fundin og taka á móti styrknum.
Á fundinn mættu Alexander Jóhannesson, Telma Rut Frímannsdóttir og Sævar Birgisson og tóku á móti afreksstyrk frá Mosfellsbæ. Nefndin óskar þeim innilega til hamingju og vonar að styrkurinn nýtist þeim vel til frekari afreka.
2. Styrkbeiðni vegna landsliðsþáttöku201402299
Umsókn um styrk vegna landsliðsferðar
Starfmönnum menningarsviðs falið að svara beiðninni í samræmi við reglur nefndarinnar.
3. Vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis201403119
Bæjarstjórn hefur samþykkt að stofnaður verði vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis
Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu að skipun starfshóps til að skoða möguleika á byggingu skátheimilis í Mosfellsbæ. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að starfshópinn skipi formaður nefndarinnar, Theodór Kristjánsson, Guðbjörn Sigvaldason fulltrúi Samylkingarinnar og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri. Auk þess verði óskað eftir að Skátafélagið Mosverjar skipi einn aðila í hópinn.
4. Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2014201402189
Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2014
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk til að stunda íþróttir, listir og tómstundir sumarið 2014. Arna Rún Kristjánsdóttir, til að stunda golf, Brynja Hlíf Hjaltadóttir til að stunda motorcross, Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir til að stunda listskauta, Kristín Þóra Birgisdóttir til að stunda knattspyrnu, Magnús Þór Sveinsson til að stunda píanóleik, Ágústa Dómhildur Karlsdóttir til að stunda fiðluleik, Einar Aron Fjalarsson til að stunda töfrabrögð, Emil Tumi Víglundsson til að stunda götuhjólreiðar, Heiða Rut Halldórsdóttir til að stunda hópfimleika, Thelma Dögg Grétarsdóttir til að stunda blak.
5. Verkefni Íþrótta- og tómstundanefndar 2010-2014201403122
Verkefni Íþrótta- og tómstundanefndar 2010-2014
Kynnt voru verkefni nefndarinnar og starfsmanna hennar.
6. Mannvirkjanefnd Aftureldingar - forgangslisti201403117
Mannvirkjanefnd Aftureldingar hefur sett saman óskir un uppbygginu mannvirkja til 2020
Lagt fram. Íþrótta og tómstundanefnd fagnar vinnu félagsins og leggur til að hugmyndir félagsins verð hafðar til hliðsjónar í vinnu við forgansröðun íþrótta- og tómstundamannvirkja.
7. Niðurstöður rannsókna 2013201401414
Niðurstöður rannsókna meðal grunnskólabarna árið 2013 kynntar.
Lagt fram.
8. Erindi UMFÍ varðandi landsmótshald201403013
Erindi UMFÍ er varðar boð til sveitarfélaga um að halda landsmót. Um er að ræða 6. landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri árið 2016 og 20. unglingalandsmót UMFÍ 2017. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Erindið lagt fram. Nefndin leggur til að ekki verði sótt um að halda mótin að þessu sinni.