18. ágúst 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tímabundið áfengisleyfi v/ dansleik á bæjarhátið201608145
Ungmennafélagið Afturelding sækir um tímabundið áfengisleyfi vegna dansleiks í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á bæðarhátíðinni Í túninu heima þann 27. ágúst nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemdir við veitingu tímabundins áfengisleyfis vegna dansleiks bæjarhátiðinni Í túninu heima.
2. Samþykkt Búnaðarþings 2016 um Fjallskil201608468
Búnaðarþing 2016 samþykkti meðfylgjandi ályktun um Fjallskil
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis201403119
Bæjarstjóri kynnir áfangaskýrslu vinnuhóps vegna uppbyggingar skátaheimilis.
Niðurstaða áfangaskýrslunar er sú að uppbygging skátaheimilis eigi sér stað í Ævintýragarðinum í Mosfellsbæ í tengslum við tjaldstæði, þangað til að því verður eru uppi hugmyndir um að Mosverjar fjárfesti í húsnæði í Álafosskvos sem nýtast myndi sem skátaheimili fram að þeim tíma að húsnæði við Ævintýrragarðinn yrði tekið í notkun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að gefa út viljayfirlýsingu um að til standi að gera samning við Mosverja um að veita þeim styrk til uppbyggingar á aðstöðu fyrir allt að 65 milljónir sem greiddar yrðu út á 4-5 árum.
4. Beiðni um lækkun hitaveitugjalda fyrir Grænumýri 9201608823
Beiðni um lækkun gjalda vegna hitaveitu og frárennsli frá Grænumýri 9
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Gúmmíkurl á leik- og íþróttavöllum Mosfellsbæjar201608872
Lögð fyrir tillaga Eignasjóðs að útskiptingu á gúmmíkurli á gervigrasvöllum hjá Mosfellsbæ
Samþykkt með þremur atkvæðum að skipta út dekkjakurli á battavöllum og á gervigrasvöllum í Mosfellsbæ í áföngum á næstu þremur árum í samræmi við fyrirkomulag sem lýst er í framlögðu minnisblaði.
6. Skuggabakki 8/Umsókn um byggingarleyfi201605012
Niðurstaða skoðunar lögmanns lögð fram.
Frestað.
7. Erindi frá dýraverndunarfélaginu Villikettir201608978
Dýraverndunarfélagið Villikettir óskar eftir samstarfi við Mosfellsbæ og viðurkenningu á aðferðafræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga?Gelda?Skila.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisstjóra.
8. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017201509254
Eftirfylgni aðgerðaráætlunar Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2015-2017.
Frestað.