Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. ágúst 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi v/ dans­leik á bæj­ar­há­tið201608145

    Ungmennafélagið Afturelding sækir um tímabundið áfengisleyfi vegna dansleiks í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á bæðarhátíðinni Í túninu heima þann 27. ágúst nk.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð geri ekki at­huga­semd­ir við veit­ingu tíma­bund­ins áfeng­is­leyf­is vegna dans­leiks bæj­ar­há­tið­inni Í tún­inu heima.

  • 2. Sam­þykkt Bún­að­ar­þings 2016 um Fjallskil201608468

    Búnaðarþing 2016 samþykkti meðfylgjandi ályktun um Fjallskil

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 3. Vinnu­hóp­ur um upp­bygg­ingu skáta­heim­il­is201403119

    Bæjarstjóri kynnir áfangaskýrslu vinnuhóps vegna uppbyggingar skátaheimilis.

    Nið­ur­staða áfanga­skýrsl­un­ar er sú að upp­bygg­ing skáta­heim­il­is eigi sér stað í Æv­in­týra­garð­in­um í Mos­fells­bæ í tengsl­um við tjald­stæði, þang­að til að því verð­ur eru uppi hug­mynd­ir um að Mosverj­ar fjár­festi í hús­næði í Ála­fosskvos sem nýt­ast myndi sem skáta­heim­ili fram að þeim tíma að hús­næði við Æv­in­týrra­garð­inn yrði tek­ið í notk­un.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að gefa út vilja­yf­ir­lýs­ingu um að til standi að gera samn­ing við Mosverja um að veita þeim styrk til upp­bygg­ing­ar á að­stöðu fyr­ir allt að 65 millj­ón­ir sem greidd­ar yrðu út á 4-5 árum.

  • 4. Beiðni um lækk­un hita­veitu­gjalda fyr­ir Grænu­mýri 9201608823

    Beiðni um lækkun gjalda vegna hitaveitu og frárennsli frá Grænumýri 9

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    • 5. Gúmmík­url á leik- og íþrótta­völl­um Mos­fells­bæj­ar201608872

      Lögð fyrir tillaga Eignasjóðs að útskiptingu á gúmmíkurli á gervigrasvöllum hjá Mosfellsbæ

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að skipta út dekkjak­urli á batta­völl­um og á gervi­grasvöll­um í Mos­fells­bæ í áföng­um á næstu þrem­ur árum í sam­ræmi við fyr­ir­komulag sem lýst er í fram­lögðu minn­is­blaði.

    • 6. Skugga­bakki 8/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201605012

      Niðurstaða skoðunar lögmanns lögð fram.

      Frestað.

      • 7. Er­indi frá dýra­vernd­un­ar­fé­lag­inu Villikett­ir201608978

        Dýraverndunarfélagið Villikettir óskar eftir samstarfi við Mosfellsbæ og viðurkenningu á aðferðafræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga?Gelda?Skila.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­stjóra.

      • 8. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

        Eftirfylgni aðgerðaráætlunar Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2015-2017.

        Frestað.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:39