Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. febrúar 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Dals­bú, um­sókn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201402071

    Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af plús-arkitektum fyrir Dalsbú ehf. Frestað á 360. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lags­breyt­ing­in verði grennd­arkynnt með þeirri breyt­ingu að texta um starfs­leyfi verði bætt inn í grein­ar­gerð­ina og að mál­ið verði kynnt í um­hverf­is­nefnd.

    • 2. Er­indi Strætó bs. varð­andi leið­ar­kerf­is­breyt­ingu 2015201401608

      Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að halda op­inn nefnd­ar­f­und um al­menn­ings­sam­göng­ur í Mos­fells­bæ.

      • 3. Gerplustræti 13-23, fyr­ir­spurn um færslu bygg­ing­ar­reita o.fl.201401436

        H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Framhald umfjöllunar á 360. fundi, lögð fram ný gögn.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lags­breyt­ing­in verði aug­lýst með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um.
        Skipu­lags­nefnd vís­ar um­fjöllun um greiðslu kostn­að­ar vegna skipu­lags­breyt­ing­anna til bæj­ar­ráðs.

        • 4. Reið­göt­ur við hest­húsa­hverfi, um­sókn um fram­kvæmda­leyfi201402076

          Fyrir hönd reiðveganefndar Harðar óskar Sæmundur Eiríksson 6. febrúar 2014 eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötum skv. meðfylgjandi uppdrætti.

          Skipu­lags­nefnd hafn­ar um­sókn um fram­kvæmda­leyfi en vís­ar um­fjöllun um reiðstíga til end­ur­skoð­un­ar deili­skipu­lags á svæð­inu.

          • 5. Þátttaka í sam­ráðsvett­vangi um lands­skipu­lags­stefnu 2015-2016201401591

            Með bréfi dags. 20. janúar 2014 býður Skipulagsstofnun til þáttöku í samráðsvettvangi um mótun landsskipulagsstefnu 2015-2016.

            Lagt fram.

            • 6. Með­ferð of­an­vatns af hús­þök­um og lóð­um í Helga­fells­hverfi.201402133

              Umræða um tillögur um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í hverfinu og veita því niður í jarðveg á staðnum.

              Frestað.

              • 7. Gatna­mót Bergrún­ar­götu og Gerplustræt­is, til­lög­ur að út­færsl­um201402132

                Lagðar fram hugmyndir að útfærslum gatnamótanna, annars vegar sem hringtorgs í breyttri mynd og hinsvegar sem T-gatnamóta.

                Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að unn­ið verði að loka­hönn­un á hring­torgi í sam­ræmi við fram­lagða til­lögu.

                • 8. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2014201402142

                  Lögð fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014.

                  Kynnt.

                  Fundargerðir til kynningar

                  • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 241201402018F

                    Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

                    Lagt fram.

                    • 9.1. Bjarg­slund­ur 2 og 2A, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201401558

                      Sveinn Sveins­son Bjargi 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr 2 og 2A við Bjarg­slund sam­kvæmt fram­lögð­um upp­drátt­um.
                      Stærð­ir: Hús nr. 2 íbúð­ar­rými 123,1 m2. bíl­geymsla 30,8 m2, sam­tals 595,1 m3.
                      Hús nr. 2A íbúð­ar­rými 123,1 m2. bíl­geymsla 30,8 m2, sam­tals 595,1 m3.

                    • 9.2. Lækj­ar­tangi í landi Mið­dals, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310136

                      Elsa S Jóns­dótt­ir Bleikju­kvísl 1 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að að rífa nú­ver­andi sum­ar­bú­stað úr timbri á lóð­inni Lækj­ar­tanga nr. 125186 í Mið­dalslandi.
                      Jafn­framt er sótt um leyfi til að byggja nýj­an sum­ar­bú­stað úr timbri á sama stað og nú­ver­andi bú­stað­ur stend­ur.
                      Grennd­arkynn­ing hef­ur far­ið fram en eng­in at­huga­semd barst.
                      Stærð bú­staðs: 49,1 m2, milli­loft 23,4 m2, sam­tals 225,8 m3.

                    • 9.3. Reykja­byggð 55, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310068

                      Ólaf­ur Har­alds­son Reykja­byggð 55 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta út­liti, inn­an­húss fyr­ir­komu­lagi og stækka smá­vægi­lega úr timbri hús­ið nr. 55 við Reykja­byggð sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                      Stækk­un húss: 1,2 m2, 4,2 m3.
                      Stærð húss eft­ir breyt­ingu: Íbúð­ar­rými 140,6 m2, sól­stofa 19,8 m2, bíl­geymsla 33,9 m2, sam­tals 693,8 m3.

                    • 9.4. Reykja­hvoll 11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201307050

                      Vinnu­afl Norð­ur­túni 7 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggð­um bíl­skúr á lóð­inni nr. 11 við Reykja­hvol sam­kvæmt fram­lögð­um upp­drátt­um.
                      Íbúð­ar­rými 1. hæð 102,3 m2, 2.hæð 133,5 m2, bíl­geymsla 57,7 m2, sam­tals 837,3 m3.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00