18. febrúar 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Dalsbú, umsókn um breytingu á deiliskipulagi201402071
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af plús-arkitektum fyrir Dalsbú ehf. Frestað á 360. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt með þeirri breytingu að texta um starfsleyfi verði bætt inn í greinargerðina og að málið verði kynnt í umhverfisnefnd.
2. Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015201401608
Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir að halda opinn nefndarfund um almenningssamgöngur í Mosfellsbæ.
3. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl.201401436
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Framhald umfjöllunar á 360. fundi, lögð fram ný gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Skipulagsnefnd vísar umfjöllun um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsbreytinganna til bæjarráðs.4. Reiðgötur við hesthúsahverfi, umsókn um framkvæmdaleyfi201402076
Fyrir hönd reiðveganefndar Harðar óskar Sæmundur Eiríksson 6. febrúar 2014 eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötum skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn um framkvæmdaleyfi en vísar umfjöllun um reiðstíga til endurskoðunar deiliskipulags á svæðinu.
5. Þátttaka í samráðsvettvangi um landsskipulagsstefnu 2015-2016201401591
Með bréfi dags. 20. janúar 2014 býður Skipulagsstofnun til þáttöku í samráðsvettvangi um mótun landsskipulagsstefnu 2015-2016.
Lagt fram.
6. Meðferð ofanvatns af húsþökum og lóðum í Helgafellshverfi.201402133
Umræða um tillögur um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í hverfinu og veita því niður í jarðveg á staðnum.
Frestað.
7. Gatnamót Bergrúnargötu og Gerplustrætis, tillögur að útfærslum201402132
Lagðar fram hugmyndir að útfærslum gatnamótanna, annars vegar sem hringtorgs í breyttri mynd og hinsvegar sem T-gatnamóta.
Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði að lokahönnun á hringtorgi í samræmi við framlagða tillögu.
8. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2014201402142
Lögð fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014.
Kynnt.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 241201402018F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
9.1. Bjargslundur 2 og 2A, umsókn um byggingarleyfi 201401558
Sveinn Sveinsson Bjargi 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr 2 og 2A við Bjargslund samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stærðir: Hús nr. 2 íbúðarrými 123,1 m2. bílgeymsla 30,8 m2, samtals 595,1 m3.
Hús nr. 2A íbúðarrými 123,1 m2. bílgeymsla 30,8 m2, samtals 595,1 m3.9.2. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi 201310136
Elsa S Jónsdóttir Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að að rífa núverandi sumarbústað úr timbri á lóðinni Lækjartanga nr. 125186 í Miðdalslandi.
Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja nýjan sumarbústað úr timbri á sama stað og núverandi bústaður stendur.
Grenndarkynning hefur farið fram en engin athugasemd barst.
Stærð bústaðs: 49,1 m2, milliloft 23,4 m2, samtals 225,8 m3.9.3. Reykjabyggð 55, umsókn um byggingarleyfi 201310068
Ólafur Haraldsson Reykjabyggð 55 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, innanhúss fyrirkomulagi og stækka smávægilega úr timbri húsið nr. 55 við Reykjabyggð samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss: 1,2 m2, 4,2 m3.
Stærð húss eftir breytingu: Íbúðarrými 140,6 m2, sólstofa 19,8 m2, bílgeymsla 33,9 m2, samtals 693,8 m3.9.4. Reykjahvoll 11, umsókn um byggingarleyfi 201307050
Vinnuafl Norðurtúni 7 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 11 við Reykjahvol samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Íbúðarrými 1. hæð 102,3 m2, 2.hæð 133,5 m2, bílgeymsla 57,7 m2, samtals 837,3 m3.