Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. október 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­fund­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar og nátt­úru­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga 2013201309465

    Lagt fram fundarboð Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður í Garðabæ þann 24. október 2013

    Fund­ar­boð vegna árs­fund­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar og nátt­úru­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga lagt fram til kynn­ing­ar. Nefnd­ar­menn í um­hverf­is­nefnd, sem jafn­framt er nátt­úru­vernd­ar­nefnd, eru hvatt­ir til að mæta á fund­inn.

    • 3. Að­gerð­ir vegna ut­an­vega­akst­urs og um­gengni á Úlfars­felli201206170

      Lagðar fram til staðfestingar sameiginlegar tillögur umhverfissviðs Mosfellsbæjar og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli.

      Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir fram­komn­ar til­lög­ur um að­gerð­ir vegna ut­an­vega­akst­urs og um­gengni á Úlfars­felli. Til­lög­urn­ar fela í sér bann við al­menn­um akstri vél­knú­inna öku­tækja á fjall­inu.
      Sam­þykkt sam­hljóða.

      • 4. Varg­fugla­eyð­ing í Mos­fells­bæ 2013201310133

        Veiðiskýrsla meindýraeyðis vegna vargfuglaeyðinga í Mosfellsbæ 2013, ásamt greinargerð og samantekt umhverfisstjóra, lagt fram til kynningar.

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

        • 5. Er­indi Sigrún­ar Páls­dótt­ur varð­andi sam­ráð við um­hverf­is­nefnd201310161

          Umræða um erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd sem óskað var eftir að bætt yrði á dagskrá fundarins.

          Sigrún Páls­dótt­ir gerði grein fyr­ir er­indi sínu.
          Um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir því að skipu­lags­full­trúi og bygg­inga­full­trúi komi á næsta fund um­hverf­is­nefnd­ar og geri grein fyr­ir vinnu­ferl­um varð­andi fram­kvæmd­ir á opn­um svæð­um og svæð­um sem njóta hverf­is­vernd­ar og/eða eru á nátt­úru­m­inja­skrá.

          Bók­un Sigrún­ar Páls­dótt­ur, full­trúa S-lista:
          Full­trúi S-lista tel­ur brýnt að tryggja að um­hverf­is­nefnd fái þau mál til um­fjöll­un­ar sem und­ir hana heyra og legg­ur til að verk­ferl­ar við vinnslu mála inn­an stjórn­sýsl­unn­ar og í nefnd­um og ráð­um bæj­ar­ins verði skoð­að­ir með það að mark­miði að auka sam­ráð og efla um­hverf­is­vernd í Mos­fells­bæ.

          Almenn erindi - umsagnir og vísanir

          • 2. Beiðni um um­sögn vegna fram­kvæmda við Úlfarsá201305160

            Erindi Veiðifélags Úlfarsár þar sem óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar um framkvæmdir í Úlfarsá til að auðvelda uppgöngu laxa í ánni.

            Har­ald­ur Guð­jóns­son vakti máls á því að hann myndi tengjast mál­inu og gæti því tal­ist van­hæf­ur og bauðst til að víkja af fundi.
            Nefnd­ar­menn sam­þykktu sam­hljóða að hann tæki þátt í um­ræð­um og viki ekki af fundi, en tæki ekki þátt í at­kvæða­greiðslu um mál­ið.
            Um­hverf­is­stjóra fal­ið að koma um­sögn nefnd­ar­inn­ar til Veiði­fé­lags Úlfarsár. Um­sögn nefnd­ar­inn­ar fylg­ir er­ind­inu.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00