17. október 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013201309465
Lagt fram fundarboð Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður í Garðabæ þann 24. október 2013
Fundarboð vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga lagt fram til kynningar. Nefndarmenn í umhverfisnefnd, sem jafnframt er náttúruverndarnefnd, eru hvattir til að mæta á fundinn.
3. Aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli201206170
Lagðar fram til staðfestingar sameiginlegar tillögur umhverfissviðs Mosfellsbæjar og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli.
Umhverfisnefnd samþykkir framkomnar tillögur um aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli. Tillögurnar fela í sér bann við almennum akstri vélknúinna ökutækja á fjallinu.
Samþykkt samhljóða.4. Vargfuglaeyðing í Mosfellsbæ 2013201310133
Veiðiskýrsla meindýraeyðis vegna vargfuglaeyðinga í Mosfellsbæ 2013, ásamt greinargerð og samantekt umhverfisstjóra, lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd201310161
Umræða um erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd sem óskað var eftir að bætt yrði á dagskrá fundarins.
Sigrún Pálsdóttir gerði grein fyrir erindi sínu.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi komi á næsta fund umhverfisnefndar og geri grein fyrir vinnuferlum varðandi framkvæmdir á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.Bókun Sigrúnar Pálsdóttur, fulltrúa S-lista:
Fulltrúi S-lista telur brýnt að tryggja að umhverfisnefnd fái þau mál til umfjöllunar sem undir hana heyra og leggur til að verkferlar við vinnslu mála innan stjórnsýslunnar og í nefndum og ráðum bæjarins verði skoðaðir með það að markmiði að auka samráð og efla umhverfisvernd í Mosfellsbæ.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Beiðni um umsögn vegna framkvæmda við Úlfarsá201305160
Erindi Veiðifélags Úlfarsár þar sem óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar um framkvæmdir í Úlfarsá til að auðvelda uppgöngu laxa í ánni.
Haraldur Guðjónsson vakti máls á því að hann myndi tengjast málinu og gæti því talist vanhæfur og bauðst til að víkja af fundi.
Nefndarmenn samþykktu samhljóða að hann tæki þátt í umræðum og viki ekki af fundi, en tæki ekki þátt í atkvæðagreiðslu um málið.
Umhverfisstjóra falið að koma umsögn nefndarinnar til Veiðifélags Úlfarsár. Umsögn nefndarinnar fylgir erindinu.