12. desember 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Stefán Ómar Jónsson framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti umsögn sína varðandi rétt nefndarmanna til að fá mál tekin á dagskrá funda. Hann sat síðan fyrir svörum um umsögnina.
Fulltrúi S-lista, Sigrún Pálsdóttir, fagnar umsögn bæjarritara um réttindi sveitarstjórnarmanna til að fá mál sett á dagskrá funda og væntir þess að framvegis virði meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þessi réttindi fulltrúa allra stjórnmálaflokka í nefndinni. Það er mín von að umsögnin boði bætt vinnulag í umhverfisnefnd.
2. Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á útlínum verndarlands við Varmárósa201303173
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Lögð fram greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um útbreiðslu fitjasefs í Leiruvogi og álit stofnunarinnar á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins myndi skaða vöxt og viðkomu plöntunnar, sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 142. fundi sínum þann 20. júní 2013.
Greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um friðlandið við Varmárósa lögð fram ásamt áliti stofnunarinnar um það hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins kæmi til greina.
Umhverfisnefnd leggur til við Umhverfisstofnun að mörk friðlandsins við Varmárósa verði endurskilgreind þannig að tvær afmarkaðar spildur næst skeiðvelli Hestamannafélagasins Harðar falli utan þess. Jafnframt verði það kannað hvort ekki sé ástæða til að stækka friðlandið til norðurs í ljósi þess að fitjasef hefur numið land utan marka þess, norðan Köldukvíslar.
3. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013201311092
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Umhverfisstjóri kynnti drög að skýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar og voru þau samþykkt.
4. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd201310161
Umræða um hlutverk og valdmörk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.
Sigrún Pálsdóttir sýndi glærur um hlutverk umhverfisnefndar varðandi framkvæmdir á svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá. Umhverfisnefnd leggur til að frekari umfjöllun um málið verði frestað þar til skilgreining á verkferlum sem nefndin óskaði eftir á fundi sínum þann 14. nóvember sl. liggur fyrir.
Bókun fulltrúa S- og M-lista:
Fulltrúum S- og M-lista þykir miður að umhverfisnefnd skuli ekki hafa lagt í þá vegferð að ræða hlutverk nefndarinnar og veita þannig starfsmönnum umhverfissviðs mikilvægt veganesti í vinnu við verkferla. Fulltrúar S- og M-lista leggja ennfremur til að bæjarráð/bæjarstjórn efli lýðræðislegt umboð umhverfisnefndar með því að veita nefndinni rétt til ákvarðanatöku og frumkvæðis í náttúruverndarmálum. Það að nefndin hafi verið svipt því forræði veikir stöðu hennar og skaðar um leið hagsmuni náttúruverndar, auk þess að vera skref afturábak í lýðræðisþróun sveitarfélagsins.
5. Vatnsþurrð í Varmá201209336
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um mögulegar orsakir og áhrif vatnsþurrðar í Varmá á lífríki og vatnsbúskap, og mögulegar úrbætur.
Umhverfisstjóri kynnti minnisblað um mögulegar orsakir og áhrif vatnsþurrðar í Varmá á lífríki og vatnsbúskap og mögulegar úrbætur og var það tekið til umræðu.
6. Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010201109113
Umræða um framvindu rannsókna á saurgerlamengun í Leiruvogi.
Frestað
7. Tillögur fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd um verkefni til vinnslu201311270
Lögð fram umsögn umhverfissviðs um tillögu um verkefni til vinnslu á umhverfissviði sem fulltrúar Samfylkingar og Íbúarhreyfingarinnar í bæjarstjórn endurfluttu í umræðum um fjárhagsáætlun 2014-2017 á 615. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn óskaði eftir umsögn umhverfissviðs og að hún yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Frestað.