Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. desember 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar bæj­ar­ráðs­manns varð­andi rétt sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá201310253

    Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.

    Stefán Ómar Jóns­son fram­kvæmda­stjóri stjórn­sýslu­sviðs kom á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið og kynnti um­sögn sína varð­andi rétt nefnd­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá funda. Hann sat síð­an fyr­ir svör­um um um­sögn­ina.

    Full­trúi S-lista, Sigrún Páls­dótt­ir, fagn­ar um­sögn bæj­ar­rit­ara um rétt­indi sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál sett á dagskrá funda og vænt­ir þess að fram­veg­is virði meiri­hluti Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks þessi rétt­indi full­trúa allra stjórn­mála­flokka í nefnd­inni. Það er mín von að um­sögn­in boði bætt vinnu­lag í um­hverf­is­nefnd.

    • 2. Er­indi beit­ar­nefnd­ar Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar um breyt­ingu á út­lín­um vernd­ar­lands við Varmárósa201303173

      Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Lögð fram greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um útbreiðslu fitjasefs í Leiruvogi og álit stofnunarinnar á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins myndi skaða vöxt og viðkomu plöntunnar, sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 142. fundi sínum þann 20. júní 2013.

      Grein­ar­gerð Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar Ís­lands um friðland­ið við Varmárósa lögð fram ásamt áliti stofn­un­ar­inn­ar um það hvort hrossa­beit á af­mörk­uð­um hólf­um inn­an frið­aða svæð­is­ins kæmi til greina.

      Um­hverf­is­nefnd legg­ur til við Um­hverf­is­stofn­un að mörk frið­lands­ins við Varmárósa verði end­ur­skil­greind þann­ig að tvær af­mark­að­ar spild­ur næst skeið­velli Hesta­manna­fé­lagasins Harð­ar falli utan þess. Jafn­framt verði það kann­að hvort ekki sé ástæða til að stækka friðland­ið til norð­urs í ljósi þess að fitja­sef hef­ur num­ið land utan marka þess, norð­an Köldu­kvísl­ar.

      • 3. Skýrsla nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir árið 2013201311092

        Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.

        Um­hverf­is­stjóri kynnti drög að skýrslu nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar og voru þau sam­þykkt.

        • 4. Er­indi Sigrún­ar Páls­dótt­ur varð­andi sam­ráð við um­hverf­is­nefnd201310161

          Umræða um hlutverk og valdmörk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.

          Sigrún Páls­dótt­ir sýndi glær­ur um hlut­verk um­hverf­is­nefnd­ar varð­andi fram­kvæmd­ir á svæð­um sem njóta hverf­is­vernd­ar og/eða eru á nátt­úru­m­inja­skrá. Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að frek­ari um­fjöllun um mál­ið verði frestað þar til skil­grein­ing á verk­ferl­um sem nefnd­in ósk­aði eft­ir á fundi sín­um þann 14. nóv­em­ber sl. ligg­ur fyr­ir.

          Bók­un full­trúa S- og M-lista:

          Full­trú­um S- og M-lista þyk­ir mið­ur að um­hverf­is­nefnd skuli ekki hafa lagt í þá veg­ferð að ræða hlut­verk nefnd­ar­inn­ar og veita þann­ig starfs­mönn­um um­hverf­is­sviðs mik­il­vægt vega­nesti í vinnu við verk­ferla. Full­trú­ar S- og M-lista leggja enn­frem­ur til að bæj­ar­ráð/bæj­ar­stjórn efli lýð­ræð­is­legt um­boð um­hverf­is­nefnd­ar með því að veita nefnd­inni rétt til ákvarð­ana­töku og frum­kvæð­is í nátt­úru­vernd­ar­mál­um. Það að nefnd­in hafi ver­ið svipt því for­ræði veik­ir stöðu henn­ar og skað­ar um leið hags­muni nátt­úru­vernd­ar, auk þess að vera skref aft­urá­bak í lýð­ræð­is­þró­un sveit­ar­fé­lags­ins.

          • 5. Vatns­þurrð í Varmá201209336

            Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um mögulegar orsakir og áhrif vatnsþurrðar í Varmá á lífríki og vatnsbúskap, og mögulegar úrbætur.

            Um­hverf­is­stjóri kynnti minn­is­blað um mögu­leg­ar or­sak­ir og áhrif vatns­þurrð­ar í Varmá á líf­ríki og vatns­búskap og mögu­leg­ar úr­bæt­ur og var það tek­ið til um­ræðu.

            • 6. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna á saurkólíg­erl­um við Leiru­vog 2004-2010201109113

              Umræða um framvindu rannsókna á saurgerlamengun í Leiruvogi.

              Frestað

              • 7. Til­lög­ur full­trúa Sam­fylk­ing­ar og Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í um­hverf­is­nefnd um verk­efni til vinnslu201311270

                Lögð fram umsögn umhverfissviðs um tillögu um verkefni til vinnslu á umhverfissviði sem fulltrúar Samfylkingar og Íbúarhreyfingarinnar í bæjarstjórn endurfluttu í umræðum um fjárhagsáætlun 2014-2017 á 615. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn óskaði eftir umsögn umhverfissviðs og að hún yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.

                Frestað.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00