13. mars 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fólkvangur í Bringum við Helgufoss201306072
Lögð fram yfirfarin drög Umhverfisstofnunar að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.
Umhverfisnefnd samþykkir drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun væntanlegs fólkvangs í Bringum.
2. Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs 2013201403118
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2013
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti ársskýrslu umhverfissviðs fyrir árið 2013.
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014201401438
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014. Verkefnalistinn var unnin í samráði við framkvæmdastjóra sviða bæjarins.
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2014 lagður fram og samþykktur með þeirri viðbót að unnið verði að friðlýsingaráætlun fyrir sveitarfélagið. Umhverfisstjóra falið að senda verkefnalistann á aðrar nefndir til upplýsinga.
4. Skoðun á landfyllingu við hesthúsahverfi Mosfellsbæjar201403139
Erindi vegna skoðunar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á mögulegri urðun í landfyllingu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar sett á dagskrá að ósk Sigrúnar Pálsdóttur
Vegna hugsanlegrar mengunar í landfyllingarsvæði við hesthúsahverfi óskar umhverfisnefnd eftir við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis að skoðun eftirlitsins verði flýtt eins og kostur er.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Bókun fulltrúa S og M-lista:
Fulltrúar S- og M-lista telja brýnt að skerpa á bókun meirihluta.
Samkvæmt upplýsingum kunnugra getur verið úrgangur sem er hættulegur heilsu manna og dýra á gamla urðunarstaðnum við hesthúsahverfi og skeiðvelli við Leiruvogi s.s. rafgeymar, heimilissorp, efnaúrgangur, einnig rafmagnstæki, vinnuvélar, byggingarúrgangur o.s.frv.
Í ljósi mögulegrar mengunar óska fulltrúar S- og M-lista eftir upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti og Mosfellsbæ um:
1) magn úrgangs á báðum þessum svæðum (sögulegar heimildir)
2) stærð urðunarsvæðisins (sögulegar heimildir)
3) efnisinnihald hauganna
4) farvegi vatns frá urðunarsvæðinu (til sýnatöku)
5) mengun s.s. þungmálma í jarðvegi og vatni á svæðinu þ.m.t. í friðlandinu5. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd201310161
Erindi varðandi hlutverk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá sett á dagskrá að ósk Sigrúnar Pálsdóttur.
Anna María Einarsdóttir vék af fundi umhverfisnefndar undir þessum dagskrárlið.
Fulltrúar S- og M-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Nú eru liðnir fjórir mánuðir síðan vinna við svokallaða skilgreiningu verkferla hófst á umhverfissviði. Eins og fram kom á fundinum 17. október er full ástæða til að umhverfisnefnd hafi áhyggjur af því að framkvæmdir eða breytingar á hverfis- og náttúruverndarsvæðum komi ekki inn á hennar borð. 14. nóvember var málið sett í þann farveg að umhverfissvið skyldi skilgreina svokallaða verkferla. Ekkert bólar á þeim og á meðan hangir umhverfisnefnd í lausu lofti um hlutverk sitt. Við því þarf nefndin að bregðast.
Mest aðkallandi er að bæjarstjórn sjái til þess að málefnum náttúruverndar sé beint í réttan farveg í stjórnkerfinu, þ.e. tryggi að umhverfisnefnd fái öll þau mál sem undir hana heyra til umfjöllunar. Umhverfisnefnd getur ekki búið við það að henni sé ekki gert kleift að fjalla um þau mál sem undir hana heyra. Nefndin sem slík og einstakir meðlimir hennar bera pólítíska og stjórnsýslulega ábyrgð á því að nefndin starfi í samræmi við þau lög og reglur sem um hana gilda. Ef að nefndin gerir ekki athugasemdir við það að hún sé sniðgengin þá er hún, og þar með þeir sem hana skipa að bregðast hlutverki sínu sem fulltrúar íbúa í þessum málaflokki. Sá verkferill sem hér um ræðir gengur út á að skapa farveg í stjórnsýslunni fyrir réttar boðleiðir. Það verkefni þarfnast ekki margra mánaða yfirlegu.Tillagan felld með einu atkvæði gegn þremur. Ofangreind tillaga lögð fram sem bókun fulltrúa S- og M-lista.
Umhverfisnefnd leggur til að frekari umfjöllun um málið verði frestað þar til skilgreining á verkferlum sem nefndin óskaði eftir á fundi sínum þann 14. nóvember síðastliðinn liggur fyrir. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli201206170
Lögð fram ósk Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um umsögn umhverfisnefndar Mosfellsbæjar vegna mögulegra breytinga á fyrirhuguðum reglum um takmörkun á akstri á Úlfarsfelli
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hafnar tillögum um akstursleiðir innan landamerkja Mosfellsbæjar á Úlfarsfelli.
7. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Lögð fram í formi glærukynningar "drög að tillögu stýrihóps að skipulagi vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins" eins og þau voru kynnt fyrir fulltrúaráði SSH 14.2.2014.
Frestað.