Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. mars 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fólkvang­ur í Bring­um við Helgu­foss201306072

    Lögð fram yfirfarin drög Umhverfisstofnunar að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.

    Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir drög að frið­lýs­ing­ar­skil­mál­um og af­mörk­un vænt­an­legs fólkvangs í Bring­um.

    • 2. Skýrsla um starf­semi um­hverf­is­sviðs 2013201403118

      Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2013

      Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti árs­skýrslu um­hverf­is­sviðs fyr­ir árið 2013.

      • 3. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2014201401438

        Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014. Verkefnalistinn var unnin í samráði við framkvæmdastjóra sviða bæjarins.

        Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 fyr­ir árið 2014 lagð­ur fram og sam­þykkt­ur með þeirri við­bót að unn­ið verði að frið­lýs­ingaráætlun fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið. Um­hverf­is­stjóra fal­ið að senda verk­efna­list­ann á að­r­ar nefnd­ir til upp­lýs­inga.

        • 4. Skoð­un á land­fyll­ingu við hest­húsa­hverfi Mos­fells­bæj­ar201403139

          Erindi vegna skoðunar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á mögulegri urðun í landfyllingu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar sett á dagskrá að ósk Sigrúnar Pálsdóttur

          Vegna hugs­an­legr­ar meng­un­ar í land­fyll­ing­ar­svæði við hest­húsa­hverfi ósk­ar um­hverf­is­nefnd eft­ir við Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is að skoð­un eft­ir­lits­ins verði flýtt eins og kost­ur er.
          Til­lag­an sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn einu.


          Bók­un full­trúa S og M-lista:
          Full­trú­ar S- og M-lista telja brýnt að skerpa á bók­un meiri­hluta.
          Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um kunn­ugra get­ur ver­ið úr­gang­ur sem er hættu­leg­ur heilsu manna og dýra á gamla urð­un­ar­staðn­um við hest­húsa­hverfi og skeið­velli við Leiru­vogi s.s. raf­geym­ar, heim­il­iss­orp, efna­úr­gang­ur, einn­ig raf­magns­tæki, vinnu­vél­ar, bygg­ingar­úr­gang­ur o.s.frv.
          Í ljósi mögu­legr­ar meng­un­ar óska full­trú­ar S- og M-lista eft­ir upp­lýs­ing­um frá Heil­brigðis­eft­ir­liti og Mos­fells­bæ um:
          1) magn úr­gangs á báð­um þess­um svæð­um (sögu­leg­ar heim­ild­ir)
          2) stærð urð­un­ar­svæð­is­ins (sögu­leg­ar heim­ild­ir)
          3) efn­is­inni­hald haug­anna
          4) far­vegi vatns frá urð­un­ar­svæð­inu (til sýna­töku)
          5) meng­un s.s. þung­málma í jarð­vegi og vatni á svæð­inu þ.m.t. í friðland­inu

          • 5. Er­indi Sigrún­ar Páls­dótt­ur varð­andi sam­ráð við um­hverf­is­nefnd201310161

            Erindi varðandi hlutverk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá sett á dagskrá að ósk Sigrúnar Pálsdóttur.

            Anna María Ein­ars­dótt­ir vék af fundi um­hverf­is­nefnd­ar und­ir þess­um dag­skrárlið.

            Full­trú­ar S- og M-lista leggja fram eft­ir­far­andi til­lögu:
            Nú eru liðn­ir fjór­ir mán­uð­ir síð­an vinna við svo­kall­aða skil­grein­ingu verk­ferla hófst á um­hverf­is­sviði. Eins og fram kom á fund­in­um 17. októ­ber er full ástæða til að um­hverf­is­nefnd hafi áhyggj­ur af því að fram­kvæmd­ir eða breyt­ing­ar á hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­svæð­um komi ekki inn á henn­ar borð. 14. nóv­em­ber var mál­ið sett í þann far­veg að um­hverf­is­svið skyldi skil­greina svo­kall­aða verk­ferla. Ekk­ert ból­ar á þeim og á með­an hang­ir um­hverf­is­nefnd í lausu lofti um hlut­verk sitt. Við því þarf nefnd­in að bregð­ast.
            Mest að­kallandi er að bæj­ar­stjórn sjái til þess að mál­efn­um nátt­úru­vernd­ar sé beint í rétt­an far­veg í stjórn­kerf­inu, þ.e. tryggi að um­hverf­is­nefnd fái öll þau mál sem und­ir hana heyra til um­fjöll­un­ar. Um­hverf­is­nefnd get­ur ekki búið við það að henni sé ekki gert kleift að fjalla um þau mál sem und­ir hana heyra. Nefnd­in sem slík og ein­stak­ir með­lim­ir henn­ar bera pó­lí­tíska og stjórn­sýslu­lega ábyrgð á því að nefnd­in starfi í sam­ræmi við þau lög og regl­ur sem um hana gilda. Ef að nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við það að hún sé snið­geng­in þá er hún, og þar með þeir sem hana skipa að bregð­ast hlut­verki sínu sem full­trú­ar íbúa í þess­um mála­flokki. Sá verk­fer­ill sem hér um ræð­ir geng­ur út á að skapa far­veg í stjórn­sýsl­unni fyr­ir rétt­ar boð­leið­ir. Það verk­efni þarfn­ast ekki mar­gra mán­aða yf­ir­legu.

            Til­lag­an felld með einu at­kvæði gegn þrem­ur. Of­an­greind til­laga lögð fram sem bók­un full­trúa S- og M-lista.

            Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að frek­ari um­fjöllun um mál­ið verði frestað þar til skil­grein­ing á verk­ferl­um sem nefnd­in ósk­aði eft­ir á fundi sín­um þann 14. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn ligg­ur fyr­ir. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um gegn einu.

            Almenn erindi - umsagnir og vísanir

            • 6. Að­gerð­ir vegna ut­an­vega­akst­urs og um­gengni á Úlfars­felli201206170

              Lögð fram ósk Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um umsögn umhverfisnefndar Mosfellsbæjar vegna mögulegra breytinga á fyrirhuguðum reglum um takmörkun á akstri á Úlfarsfelli

              Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar hafn­ar til­lög­um um akst­urs­leið­ir inn­an landa­merkja Mos­fells­bæj­ar á Úlfars­felli.

              • 7. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

                Lögð fram í formi glærukynningar "drög að tillögu stýrihóps að skipulagi vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins" eins og þau voru kynnt fyrir fulltrúaráði SSH 14.2.2014.

                Frestað.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00