Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. júní 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Frjálsí­þrótta­sam­bands Ís­lands varð­andi kaup á raf­magns­tíma­töku­tækj­um201306070

    Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum þar sem óskað er styrks til kaupa á búnaðinum. 1125. fundur bæjarráðs vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.

    Um­sögn send bæj­ar­ráði.

    • 2. Upp­lýs­ing­ar frá íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög­um201305172

      Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna upplýsingaskyldu íþrótta-og tómstundafélaga

      Upp­lýs­ing­ar liggja nú fyr­ir í sam­ræmi við ósk­ir nefnd­ar­inn­ar frá nær öll­um fé­lög­um. Nefnd­in lýs­ir yfir ánægju með skilin.

      • 3. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög 2013-2017201305165

        Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017 lagðir fram til umsagnar, en bæjarráð á 1125. fundi sínum vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnd.

        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja samn­ing við UMFA. Vís­ar samn­ingn­um til af­greiðslu bæj­ar­ráðs. Jafn­framt sam­þykk­ir nefnd­in að vísa drög­um að samn­ing­um við önn­ur íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög til fé­lag­anna til skoð­un­ar.

        Full­trúi Sam­fylk­ing­ar ósk­aði eft­ir að bóka eft­ir­far­andi:

        "At­huga­semd varð­andi 1. grein í drög­um að sam­starfs­samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og skáta­fé­lags­ins Mosverja. Það er boð­ið upp á af­not af ákveðnu hús­næði til árs­ins 2018, þrátt fyr­ir að nú þeg­ar liggi ljóst fyr­ir að það sé ófull­nægj­andi fyr­ir starf­sem­ina."

        Formað­ur nefnd­ar­inn­ar bók­aði eft­ir­far­andi:

        "Formað­ur nefnd­ar­inn­ar undrast bók­un full­trúa Sam­fylk­ing­ar um meint ástand hús­næð­is­ins að Brú­ar­landi enda eng­in gögn lögð fram því til stuðn­ings."

        Nefnd­in ósk­ar eft­ir því að aflað verði gagna um nú­ver­andi hús­næði skáta.

        • 4. Stefnu­mót­un á íþrótta- og tóm­stunda­sviði200906129

          Lögð fram til kynningar prentuð eintök stefnunnar. Til umræðu er framkvæmd stefnunnar og forgangsröðun verkefna.

          Nefnd­in sam­mála um að boð­að verði til op­ins fund­ar í haust­byrj­un um upp­bygg­ingu íþrótta- og tóm­stunda­mann­virkja til lengri tíma með það að markmið að for­gangsr­aða þeim verk­efn­um.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00