20. júní 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum201306070
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum þar sem óskað er styrks til kaupa á búnaðinum. 1125. fundur bæjarráðs vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
Umsögn send bæjarráði.
2. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum201305172
Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna upplýsingaskyldu íþrótta-og tómstundafélaga
Upplýsingar liggja nú fyrir í samræmi við óskir nefndarinnar frá nær öllum félögum. Nefndin lýsir yfir ánægju með skilin.
3. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2013-2017201305165
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017 lagðir fram til umsagnar, en bæjarráð á 1125. fundi sínum vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning við UMFA. Vísar samningnum til afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt samþykkir nefndin að vísa drögum að samningum við önnur íþrótta- og tómstundafélög til félaganna til skoðunar.
Fulltrúi Samfylkingar óskaði eftir að bóka eftirfarandi:
"Athugasemd varðandi 1. grein í drögum að samstarfssamningi Mosfellsbæjar og skátafélagsins Mosverja. Það er boðið upp á afnot af ákveðnu húsnæði til ársins 2018, þrátt fyrir að nú þegar liggi ljóst fyrir að það sé ófullnægjandi fyrir starfsemina."
Formaður nefndarinnar bókaði eftirfarandi:
"Formaður nefndarinnar undrast bókun fulltrúa Samfylkingar um meint ástand húsnæðisins að Brúarlandi enda engin gögn lögð fram því til stuðnings."
Nefndin óskar eftir því að aflað verði gagna um núverandi húsnæði skáta.
4. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Lögð fram til kynningar prentuð eintök stefnunnar. Til umræðu er framkvæmd stefnunnar og forgangsröðun verkefna.
Nefndin sammála um að boðað verði til opins fundar í haustbyrjun um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja til lengri tíma með það að markmið að forgangsraða þeim verkefnum.