Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. maí 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Högni Snær Hauksson varaformaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Richard Már Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Erna Hafsteinsdóttir 2. varamaður
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Drög að regl­um um styrki til af­reks­fólks sem stunda íþrótt­ir og tóm­stund­ir utan sveit­ar­fé­lags.201305153

    Lögð fram drög að verklagsreglum um styrki til afreksfólks úr Mosfellsbæ sem stundar íþróttir og tómstundir í öðrum sveitarfélögum.

    Verklags­regl­ur um út­hlut­un af­reks­styrkja sam­þykkt­ar (130522).

    • 2. Um­sókn um styrk vegna keppni á smá­þjóða­leik­um 2013201305164

      Umsókn um styrk vegna keppni á Smáþjóðaleikum í Mái 2013

      Um­sókn­in sam­þykkt með fyr­ir­vara um stað­fest­ingu á þátt­töku.

      • 3. Sam­starf­samn­ing­ar við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög 2013-2017201305165

        Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundfélög 2013-2017 kynntir.

        TK fór yfir þær samn­inga­við­ræð­ur sem að eru í gangi varð­andi samn­inga við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög.
        Nefnd­in fel­ur áfram starfs­mönn­um að vinna að samn­inga­gerð við fé­lög­in.

        • 4. Upp­lýs­ing­ar frá íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög­um201305172

          Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna upplýsingaskyldu íþrótta-og tómstundafélaga

          Gögn­um sem að skilað hef­ur ver­ið inn kynnt. Nefnd­in legg­ur áherslu á að fé­lög bæj­ar­ins skili inn um­beðn­um gögn­um á til­sett­um tíma.
          Starfs­mönn­um fal­ið að senda þeim sem að enn hafi ekki skilað gögn­um ít­rek­un.

          • 5. Heim­sókn til Skáta­fé­lags­ins Mosverj­ar201305200

            Óskað var eftir að heimsókn til skátafélagsins Mosverja yrði sett inn á dagskrá.

            Heim­sókn til skáta­fé­lags­ins Mosverja rædd. Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að að­staða skát­anna þarf að bæta. Einn­ig var sam­staða um að halda bæri fund í haust í sam­ræmi við markmið 1.3 í íþrótta og tóm­stunda­stefnu bæj­ar­ins og fjalla þar al­mennt um for­gangs­röðun upp­bygg­ing­ar mann­virkja til íþrótta og tóm­stunda.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00