23. maí 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Richard Már Jónsson aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Erna Hafsteinsdóttir 2. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Drög að reglum um styrki til afreksfólks sem stunda íþróttir og tómstundir utan sveitarfélags.201305153
Lögð fram drög að verklagsreglum um styrki til afreksfólks úr Mosfellsbæ sem stundar íþróttir og tómstundir í öðrum sveitarfélögum.
Verklagsreglur um úthlutun afreksstyrkja samþykktar (130522).
2. Umsókn um styrk vegna keppni á smáþjóðaleikum 2013201305164
Umsókn um styrk vegna keppni á Smáþjóðaleikum í Mái 2013
Umsóknin samþykkt með fyrirvara um staðfestingu á þátttöku.
3. Samstarfsamningar við íþrótta og tómstundafélög 2013-2017201305165
Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundfélög 2013-2017 kynntir.
TK fór yfir þær samningaviðræður sem að eru í gangi varðandi samninga við íþrótta og tómstundafélög.
Nefndin felur áfram starfsmönnum að vinna að samningagerð við félögin.4. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum201305172
Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna upplýsingaskyldu íþrótta-og tómstundafélaga
Gögnum sem að skilað hefur verið inn kynnt. Nefndin leggur áherslu á að félög bæjarins skili inn umbeðnum gögnum á tilsettum tíma.
Starfsmönnum falið að senda þeim sem að enn hafi ekki skilað gögnum ítrekun.5. Heimsókn til Skátafélagsins Mosverjar201305200
Óskað var eftir að heimsókn til skátafélagsins Mosverja yrði sett inn á dagskrá.
Heimsókn til skátafélagsins Mosverja rædd. Nefndarmenn voru sammála um að aðstaða skátanna þarf að bæta. Einnig var samstaða um að halda bæri fund í haust í samræmi við markmið 1.3 í íþrótta og tómstundastefnu bæjarins og fjalla þar almennt um forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja til íþrótta og tómstunda.