7. september 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) 1. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Okkar Mosó201701209
Gangur lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó kynntur. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Lagt fram.
2. Lóðamál Reykjahvols 35 og réttarstaða lóðanna Reykjahvoll 37 og 39201708283
Umsögn framkvædastjóra umhverfissviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við bréfritara.
3. Þjónusta við ung börn201611055
Uppfærðar gjaldskrár vegna ungbarnaþjónustu í samræmi við samþykktir frá fjárhagsáætlun 2017. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir eftirtaldar gjaldskrár með þremur atkvæðum:
Gjaldskrá vegna kaupa á bleyjum í leikskólum Mosfellsbæjar
Gjaldskrá leikskóla Mosfellsbæjar vegna barna á aldrinum að 18 mánaða aldri
Gjaldskrá þjónustusamnings við einkarekinna leikskóla vegna barna á aldrinum 18. mánaða til 24 mánaða4. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2013-2017201305165
Viðaukasamningur við Mosverja kynntur.
Viðauki við samstarfssamning Mosfellsbæjar og Mosverja samþykktur með þremur atkvæðum.
5. Rekstur deilda janúar - júní 20172017081435
Rekstraryfirlit janúar til júní kynnt. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Rekstraryfirlitið er lagt fram og verður gert aðgengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar í samræmi við markmið bæjarins um birtingu fjárhagsupplýsinga úr bókhaldi Mosfellsbæjar.
6. Ráðning forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar201707143
Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðrar ráðningar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Arnar Jónsson sem forstöðumann þjónustu- og samskiptadeildar.