22. ágúst 2013 kl. 17:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2013-2017201305165
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða samninga með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Jafnframt er embættismönnum falið að leggja fram yfirlit yfir kostnaði af samningunum til bæjarráðs með tilliti til breytinga frá fjárhagsáætlun 2013.
2. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Forgangsröðun vegna uppbyggingar mannvirkja til íþrótta- og tómstundastarfs
Rætt var um að koma á fót samráðsvettvangi þar sem leitast verður við að greina og leggja mat á þarfir íþrótta- og tómstundafélaga fyrir aðstöðu til að sinna hlutverki sínu, til lengri og skemmri tíma í samræmi við íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar. Hugmynd var kynnt um fund sem haldinn verði í október þar sem leiddir verði saman hagsmunaaðilar um íþróttir og tómstundir í Mosfellsbæ. Fundinum verði stýrt af fagaðila um slíka fundi og fagaðila um forgangsröðun verkefna.
3. Bréf frá Frisbígolfsambandi íslands2013081275
Bréf frá Frisbígolfsambandi íslands.
Lagt fram.
Íþróttafulltrúa falið að kanna málið frekar.