Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. ágúst 2013 kl. 17:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Högni Snær Hauksson varaformaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
  • Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög 2013-2017201305165

    Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017.

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja fram­lagða samn­inga með þeim breyt­ing­um sem fram komu á fund­in­um. Jafn­framt er emb­ætt­is­mönn­um fal­ið að leggja fram yf­ir­lit yfir kostn­aði af samn­ing­un­um til bæj­ar­ráðs með til­liti til breyt­inga frá fjár­hags­áætlun 2013.

    • 2. Stefnu­mót­un á íþrótta- og tóm­stunda­sviði200906129

      Forgangsröðun vegna uppbyggingar mannvirkja til íþrótta- og tómstundastarfs

      Rætt var um að koma á fót sam­ráðsvett­vangi þar sem leit­ast verð­ur við að greina og leggja mat á þarf­ir íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga fyr­ir að­stöðu til að sinna hlut­verki sínu, til lengri og skemmri tíma í sam­ræmi við íþrótta- og tóm­stunda­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Hug­mynd var kynnt um fund sem hald­inn verði í októ­ber þar sem leidd­ir verði sam­an hags­muna­að­il­ar um íþrótt­ir og tóm­stund­ir í Mos­fells­bæ. Fund­in­um verði stýrt af fag­að­ila um slíka fundi og fag­að­ila um for­gangs­röðun verk­efna.

      • 3. Bréf frá Fris­bí­golf­sam­bandi ís­lands2013081275

        Bréf frá Frisbígolfsambandi íslands.

        Lagt fram.

        Íþrótta­full­trúa fal­ið að kanna mál­ið frek­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00