11. september 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Erindi SSH um afgreiðslu tillögu að nýrri vatnsvernd verði afgreidd og auglýst.
Samþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja af hálfu Mosfellsbæjar að auglýstar verði tillögur að mörkun vatnsverndarsvæða á höfuðborgarsvæðinu, en þar er m.a. gert ráð fyrir að gildistaka að breyttum svæðum í Mosfellsdal verði að þremur árum liðnum.
2. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs.201304249
Niðurstaða ákvörðunar Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa SORPU bs. í Álfsnesi.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa Sorpu bs. lögð fram.
3. Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerð201409103
Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerð fyrir starfssemi slökkviliða.
Hafsteinn Pálsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til meðferðar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs.
4. Erindi Sjálfsbjargar félags fatlaðra varðandi umsókn um styrk201409145
Erindi Sjálfsbjargar félags fatlaðra varðandi umsókn um 250 þúsund króna styrk á árinu 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.