Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. maí 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður L Einarsson 1. varamaður
  • Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
  • Þorbjörn Klemens Eiríksson 3. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 1. Ósk um um­sögn að til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir Sorpu bs201304249

    Umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um drög að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd í samræmi við ákvörðun 1118. fundar bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.

    Um­hverf­is­nefnd tek­ur und­ir fyr­ir­liggj­andi um­sögn en legg­ur enn­frem­ur áherslu á eft­ir­far­andi at­riði:

    1) Gerð­ar verði meng­un­ar­mæl­ing­ar á a.m.k. 6 mán­aða fresti á þeim efn­um sem berast út í næsta um­hverfi urð­un­ar­stað­ar­ins, í lofti, láði og legi. Mos­fells­bær fái reglu­lega upp­lýs­ing­ar um nið­ur­stöð­una.

    2) Al­mennt ætti orðalag starfs­leyf­is að vera skýr­ara og ekki slakað á kröf­um frá því sem nú er í gildi.

    3) Upp­lýsa þarf í 2. mgr. gr. 2.1 í til­lögu að nýju starfs­leyfi á hvaða for­sendu slakað hef­ur ver­ið á kröfu um að með­höndl­un á úr­gangi frá eldra starfs­leyfi, og hvaða af­leið­ing­ar það get­ur haft fyr­ir Mos­fells­bæ.

    4) Taka verð­ur sér­stakt til­lit til um­sagna Mos­fells­bæj­ar vegna ná­býl­is sveit­ar­fé­lags­ins við urð­un­ar­stað­inn og í ljósi þeirra kvart­ana sem borist hafa frá íbú­um í Mos­fells­bæ.

    5) Huga þarf sér­stak­lega að eyð­ingu á varg­fugli í og við urð­un­ar­stað­inn.

    6) Taka þarf lykt­ar­meng­un fast­ari tök­um en nú er gert.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00