8. maí 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður L Einarsson 1. varamaður
- Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
- Þorbjörn Klemens Eiríksson 3. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs201304249
Umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um drög að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd í samræmi við ákvörðun 1118. fundar bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.
Umhverfisnefnd tekur undir fyrirliggjandi umsögn en leggur ennfremur áherslu á eftirfarandi atriði:
1) Gerðar verði mengunarmælingar á a.m.k. 6 mánaða fresti á þeim efnum sem berast út í næsta umhverfi urðunarstaðarins, í lofti, láði og legi. Mosfellsbær fái reglulega upplýsingar um niðurstöðuna.
2) Almennt ætti orðalag starfsleyfis að vera skýrara og ekki slakað á kröfum frá því sem nú er í gildi.
3) Upplýsa þarf í 2. mgr. gr. 2.1 í tillögu að nýju starfsleyfi á hvaða forsendu slakað hefur verið á kröfu um að meðhöndlun á úrgangi frá eldra starfsleyfi, og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir Mosfellsbæ.
4) Taka verður sérstakt tillit til umsagna Mosfellsbæjar vegna nábýlis sveitarfélagsins við urðunarstaðinn og í ljósi þeirra kvartana sem borist hafa frá íbúum í Mosfellsbæ.
5) Huga þarf sérstaklega að eyðingu á vargfugli í og við urðunarstaðinn.
6) Taka þarf lyktarmengun fastari tökum en nú er gert.