4. september 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Halla Fróðadóttir (HF) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Magnúsar Guðmundssonar varðandi Bjarnarkló201407127
Erindi þar sem vakin er athygli á útbreiðslu Bjarnarklóar við Reykjveg lagt fram. Málið var tekið fyrir á 1175. fundi bæjarráðs sem vísaði málinu til umhverfisnefndar og umhverfisstjóra til afgreiðslu. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um málið. Á 633. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga um afgreiðslu málsins. "Fulltrúi M-lista, Íbúahreyfingarinnar, gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær láti útbúa auglýsingu með mynd af Bjarnarkló til að vekja athygli íbúa á skaðsemi og útliti plöntunnar og birti í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar." Málsmeðferðartillaga kom fram um að vísa tillögunni til umhverfisnefndar til úrvinnslu og var hún samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Þar sem hina eitruðu jurt bjarnarkló er enn víða að finna á útivistarsvæðum og í þéttbýli í Mosfellsbæ gerir fulltrúi M-lista að tillögu sinni að sveitarfélagið kynni í mynd og máli hætturnar sem af henni stafar fyrir íbúum. Kynningin væri liður í auka "umhverfisvitund bæjarbúa og styðja við hana" en það er einmitt eitt af meginmarkmiðum aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. (Sjá 2.2.1)
Þrátt fyrir þá jákvæðu viðleitni áhaldahússins að bregðast strax við ábendingum Magnúsar Guðmundssonar hefur útbreiðsla hennar ekki verið kortlögð á heildstæðan hátt, heldur einungis stöku plöntu verið eytt. Því leggur M-listi einnig til að umhverfissvið geri ráð fyrir kortlagningu og eyðingu bjarnarklóar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra og garðyrkjustjóra að bæta Bjarnarkló á lista þeirra plantna sem verða kortlögð samhliða kortlagningu ágengra plantna í sveitarfélaginu. Ennfremur verði útbúið fræðsluefni um einkenni og skaðsemi Bjarnarklóar.
2. Drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar201404217
Lagt fram til kynningar áætlun Umhverfisstofnunar um refaveiðar 2014-2016, yfirlit yfir endurgreiðsluhlutfall sveitarfélaga og drög að samningi milli Mosfellsbæjar og Umhverfisstofnunar um refaveiðar. Umhverfisnefnd hefur áður fjallað um drög að áætlun um refaveiðar og veitti umsögn um drögin á 150. fundi sínum 22. apríl 2014
Samningur milli Mosfellsbæjar og Umhverfisstofnunar um refaveiðar lagður fram til kynningar.
Umhverfisnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að hún er hlynnt samningnum.3. Dagur íslenskrar náttúru 2014201408045
Hugmyndir umhverfisstjóra að viðburðum vegna Dags íslenskrar náttúru sem haldinn verður þann 16. september 2014 lagðar fram.
Umhverfisstjóri kynnti tillögu að dagskrá fyrir Dag íslenskrar náttúru
Umhverfisnefnd leggur til að skipulögð verði skógarferð í samvinnu við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Skátafélagið Mosverja á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september 2014.
4. Evrópsk samgönguvika 16.-22. september 20142014082007
Lögð fram drög að dagskrár Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 2014, sem bærinn hefur verið virkur þátttakandi í undanfarin ár.
Umhverfisstjóri kynnti tillögu að dagskrá fyrir samgönguviku 16. - 21. september 2014.
Umhverfisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að dagskrá.
Umhverfisstjóra falið að vinna áfram að málinu.5. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs.201304249
Niðurstaða vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa SORPU bs. í Álfsnesi.
Lagt fram til kynningar starfsleyfi frá Umhverfisstofnun vegna starfsemi Sorpu bs. í Álfsnesi.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að sorpurðun í Álfsnesi verði hætt sem fyrst og að áfram verði unnið að því að koma í veg fyrir lyktarmengun. Lögð er áhersla á að eigendasamkomulag um Sorpu bs. verði virt. Nefndin fer fram á að upplýsingagjöf um starfsemina í Álfsnesi og eftirlit um hana til Mosfellsbæjar verði skilvirk.6. Göngu- og hjólreiðastígur frá nýju hringtorgi við Skólabraut og að hesthúsunum201409113
Erindi fulltrúa M-lista þar sem bent er á að það vantar göngu- og hjólreiðastíg frá nýju hringtorgi við Skólabraut að hesthúsahverfi.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti fyrirhuguð áform um framkvæmd reið- og hjólreiðastíga í tengslum við framkvæmdir 2. áfanga Tunguvegar.
7. Verkefni vegna fjárhagsáætlunar201409114
Fulltrúi M-lista óskar eftir að tekið verði fyrir hvaða verkefni umhverfisnefndin ætlar að setja í forganga miðað við fjárhagsáætlun bæjarins.
Umræða um málið. Frestað til næsta fundar.