Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. september 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örn Jónasson (ÖJ) formaður
  • Halla Fróðadóttir (HF) varaformaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Magnús­ar Guð­munds­son­ar varð­andi Bjarn­arkló201407127

    Erindi þar sem vakin er athygli á útbreiðslu Bjarnarklóar við Reykjveg lagt fram. Málið var tekið fyrir á 1175. fundi bæjarráðs sem vísaði málinu til umhverfisnefndar og umhverfisstjóra til afgreiðslu. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um málið. Á 633. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga um afgreiðslu málsins. "Fulltrúi M-lista, Íbúahreyfingarinnar, gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær láti útbúa auglýsingu með mynd af Bjarnarkló til að vekja athygli íbúa á skaðsemi og útliti plöntunnar og birti í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar." Málsmeðferðartillaga kom fram um að vísa tillögunni til umhverfisnefndar til úrvinnslu og var hún samþykkt með níu atkvæðum.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
    Þar sem hina eitr­uðu jurt bjarn­arkló er enn víða að finna á úti­vist­ar­svæð­um og í þétt­býli í Mos­fells­bæ ger­ir full­trúi M-lista að til­lögu sinni að sveit­ar­fé­lag­ið kynni í mynd og máli hætt­urn­ar sem af henni staf­ar fyr­ir íbú­um. Kynn­ing­in væri lið­ur í auka "um­hverfis­vit­und bæj­ar­búa og styðja við hana" en það er ein­mitt eitt af meg­in­mark­mið­um að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. (Sjá 2.2.1)
    Þrátt fyr­ir þá já­kvæðu við­leitni áhalda­húss­ins að bregð­ast strax við ábend­ing­um Magnús­ar Guð­munds­son­ar hef­ur út­breiðsla henn­ar ekki ver­ið kort­lögð á heild­stæð­an hátt, held­ur ein­ung­is stöku plöntu ver­ið eytt. Því legg­ur M-listi einn­ig til að um­hverf­is­svið geri ráð fyr­ir kort­lagn­ingu og eyð­ingu bjarn­arkló­ar við gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2015.

    Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­stjóra og garð­yrkju­stjóra að bæta Bjarn­arkló á lista þeirra plantna sem verða kort­lögð sam­hliða kort­lagn­ingu ágengra plantna í sveit­ar­fé­lag­inu. Enn­frem­ur verði út­bú­ið fræðslu­efni um ein­kenni og skaðsemi Bjarn­arkló­ar.

    • 2. Drög að áætlun til þriggja ára um refa­veið­ar201404217

      Lagt fram til kynningar áætlun Umhverfisstofnunar um refaveiðar 2014-2016, yfirlit yfir endurgreiðsluhlutfall sveitarfélaga og drög að samningi milli Mosfellsbæjar og Umhverfisstofnunar um refaveiðar. Umhverfisnefnd hefur áður fjallað um drög að áætlun um refaveiðar og veitti umsögn um drögin á 150. fundi sínum 22. apríl 2014

      Samn­ing­ur milli Mos­fells­bæj­ar og Um­hverf­is­stofn­un­ar um refa­veið­ar lagð­ur fram til kynn­ing­ar.
      Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að hún er hlynnt samn­ingn­um.

      • 3. Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru 2014201408045

        Hugmyndir umhverfisstjóra að viðburðum vegna Dags íslenskrar náttúru sem haldinn verður þann 16. september 2014 lagðar fram.

        Um­hverf­is­stjóri kynnti til­lögu að dagskrá fyr­ir Dag ís­lenskr­ar nátt­úru

        Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að skipu­lögð verði skóg­ar­ferð í sam­vinnu við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar og Skáta­fé­lag­ið Mosverja á Degi ís­lenskr­ar nátt­úru þann 16. sept­em­ber 2014.

        • 4. Evr­ópsk sam­göngu­vika 16.-22. sept­em­ber 20142014082007

          Lögð fram drög að dagskrár Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 2014, sem bærinn hefur verið virkur þátttakandi í undanfarin ár.

          Um­hverf­is­stjóri kynnti til­lögu að dagskrá fyr­ir sam­göngu­viku 16. - 21. sept­em­ber 2014.

          Um­hverf­is­nefnd sam­þykkti fyr­ir sitt leyti fyr­ir­liggj­andi til­lögu að dagskrá.
          Um­hverf­is­stjóra fal­ið að vinna áfram að mál­inu.

          • 5. Ósk um um­sögn að til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir Sorpu bs.201304249

            Niðurstaða vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa SORPU bs. í Álfsnesi.

            Lagt fram til kynn­ing­ar starfs­leyfi frá Um­hverf­is­stofn­un vegna starf­semi Sorpu bs. í Álfs­nesi.
            Um­hverf­is­nefnd legg­ur áherslu á að sorp­urð­un í Álfs­nesi verði hætt sem fyrst og að áfram verði unn­ið að því að koma í veg fyr­ir lykt­ar­meng­un. Lögð er áhersla á að eig­enda­sam­komulag um Sorpu bs. verði virt. Nefnd­in fer fram á að upp­lýs­inga­gjöf um starf­sem­ina í Álfs­nesi og eft­ir­lit um hana til Mos­fells­bæj­ar verði skil­virk.

            • 6. Göngu- og hjól­reiða­stíg­ur frá nýju hring­torgi við Skóla­braut og að hest­hús­un­um201409113

              Erindi fulltrúa M-lista þar sem bent er á að það vantar göngu- og hjólreiðastíg frá nýju hringtorgi við Skólabraut að hesthúsahverfi.

              Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti fyr­ir­hug­uð áform um fram­kvæmd reið- og hjól­reiða­stíga í tengsl­um við fram­kvæmd­ir 2. áfanga Tungu­veg­ar.

              • 7. Verk­efni vegna fjár­hags­áætl­un­ar201409114

                Fulltrúi M-lista óskar eftir að tekið verði fyrir hvaða verkefni umhverfisnefndin ætlar að setja í forganga miðað við fjárhagsáætlun bæjarins.

                Um­ræða um mál­ið. Frestað til næsta fund­ar.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.