24. apríl 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samstarfssamningur um uppbyggingu íbúðarbyggðar í Helgafellslandi200511164
Drög að samkomulagi við Landsbankann vegna uppbyggingar í Helgafelli, er drögin eru trúnaðarmál á þessu stigi máls.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mættir Gunnar Fjalar Helgason (GFH) og Þorkell Guðjónsson (ÞG) frá ráðgjafarfyrirtækinu Virtus.
Bæjarstjóri fór yfir drög að samkomulagi við Landsbankann vegna uppbyggingar í Helgafelli. Ráðgjafar Virtus fóru yfir sína sýn á samningsdrögin.
Erindið lagt fram.2. Erindi SSH (verkefnahópur 20) vegna sóknaráætlunar201108261
Erindi SSH (verkefnahópur 20) varðandi sóknaráætlun 2013, lokaskjal ásamt samningi. Frestað á 1117. fundi.
Páll Guðjónsson framkvæmdastjóri SSH mætti undir þessum lið og kynnti sóknaráætlun 2013.
3. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar201304271
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Frestað.
4. Gasgerðarstöð Sorpu bs. í Álfsnesi - Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar201211188
Um er að ræða skoðun á lyktardreifingu og kostnaðarmati vegna staðsetningar gasgerðarstöðvar.
Frestað.
5. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs201304249
Um er að ræða erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er umsagnar um væntanlegt starfsleyfi fyrir SORPU bs. í Álfsnesi. Frestur til þess að skila umsögn er gefinn til 2. maí 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra til umsagnar og að sú umsögn verði lögð fyrir umhverfisnefnd og bæjarráð.
6. Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar o.fl.201303128
Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi. Umbeðin umsögn hjálögð.
Frestað.
7. Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl.201303171
Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er. Hjálögð er umbeðin umsögn.
Frestað.
8. Tenging á sumarhúsabyggðum við Nesjavallaæð201304276
Um er að ræða beiðni sumarhúsaeigenda um að tengjast við Nesjavallaæð til þess að fá heitt vatn í sumarbúsatað.
Frestað.
9. Erindi Andrésar Ólafssonar vegna óska um nytja á túnum í landi Reykjahlíðar201304298
Erindi Andrésar Ólafssonar þar sem hann óskar eftir að fá á leigu tún í eigu Mosfellsbæjar úr landi Reykjahlíðarvegna.
Frestað.
10. Gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit201304305
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis óskar staðfestingar á gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit.
Frestað.
11. Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós201304308
Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi ósk um uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð.
Frestað.
12. Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014201304341
Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014 sem fram fer á vegum Þjóðdansafélagsins en félagið leitar að samstarfssveitarfélagi vegna mótsins.
Frestað.