Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. maí 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar varð­andi áskor­un til bæja­ráðs um að send­ur verði full­trúi Mos­fells­bæj­ar á öll nauð­ung­ar­upp­boð í bæj­ar­fé­lag­inu201304271

    Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óska eft­ir því við Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hvort ráðu­neyt­ið hafi feng­ið ábend­ing­ar um að ekki hafi ver­ið rétt stað­ið að nauð­ung­ar­upp­boð­um á fast­eign­um og ef svo sé hvort brugð­ist hafi ver­ið við slík­um ábend­ing­um af hálfu ráðu­neyt­is­ins. Sams­kon­ar fyr­ir­spurn verði send sýslu­mann­in­um í Reykja­vík og jafn­framt verði þess óskað að hann taki sam­an yf­ir­lit yfir fjölda upp­boða á fast­eign­um árin 2009 til 2012.

    • 2. Er­indi Gunn­var­ar Björns­dótt­ur og Arn­bjarg­ar Ís­leifs­dótt­ur varð­andi sölu Fells­hlíð­ar o.fl.201303128

      Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi. Umbeðin umsögn hjálögð.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs verði fal­ið að svara er­ind­inu í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

      • 3. Er­indi Rétt­sýn­ar ehf. varð­andi bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld o.fl.201303171

        Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er. Hjálögð er umbeðin umsögn.

        Af­greiðslu frestað.

        • 4. Ósk um um­sögn að til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir Sorpu bs201304249

          Umsögn umhverfissviðs um drög að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd og bæjarráð í samræmi við samþykkt á 1118. fundi bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda Um­hverf­is­stofn­un um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og um­hverf­is­full­trúa, varð­andi starfs­leyfi til Sorpu bs., ásamt at­huga­semd­um 141. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

          • 5. Er­indi Agn­ars Darra Gunn­ars­son­ar varð­andi af­not af landi í Selja­dal201206174

            Erindi Agnars Darra Gunnarssonar varðandi afnot af landi í Seljadal en erindið er endurupptekið af hálfu bréfritara í framhaldi af synjun fyrra erindis um sama efni frá sl. ári.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

            • 6. Er­indi Ás­garðs varð­andi ósk um leyfi til að setja nið­ur leik­tæki, lista­verk og bekki201305004

              Erindi Ásgarðs varðandi ósk um leyfi til að setja niður leiktæki, listaverk og bekki á Stekkjarflötinni fyrir neðan listaverkið, Hús skáldsins.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila Ás­garði upp­setn­ingu leik­tækja á Stekkj­ar­flöt, enda verði fyr­ir­komulag og skipu­lag í sam­ráði við um­hverf­is­svið Mos­fels­bæj­ar.

              • 7. Um­sókn um laun­að leyfi201303312

                Sótt eru um launað leyfi vegna framhaldsnáms

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar mannauðs­stjóra.

                • 8. Er­indi Bjarn­dís­ar varð­andi um­sókn um launa­laust leyfi201305016

                  Erindi Bjarndísar varðandi umsókn um launalaust leyfi skólaárið 2013 - 2014.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar mannauðs­stjóra.

                  • 9. Er­indi Óm­ars Smára vegna styrk­beiðni til út­gáfu hjóla­bók­ar um suð­vest­ur­horn­ið201305022

                    Erindi Ómars Smára þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 70 þús. til útgáfu hjólabókar um suðvesturhorn Íslands.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar for­stöðu­manns þjón­ustu- og upp­lýs­inga­mála.

                    • 10. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna Olíu­verzl­un­ar Ís­lands201305038

                      Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir nýja veitingasölu Olíuverzlunar Íslands við Langatanga 1.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

                      • 11. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna Heimag­ist­ing­ar að Skuld201305040

                        Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis vegna heimagistingar að Skuld.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00