8. maí 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi áskorun til bæjaráðs um að sendur verði fulltrúi Mosfellsbæjar á öll nauðungaruppboð í bæjarfélaginu201304271
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir því við Innanríkisráðuneytið hvort ráðuneytið hafi fengið ábendingar um að ekki hafi verið rétt staðið að nauðungaruppboðum á fasteignum og ef svo sé hvort brugðist hafi verið við slíkum ábendingum af hálfu ráðuneytisins. Samskonar fyrirspurn verði send sýslumanninum í Reykjavík og jafnframt verði þess óskað að hann taki saman yfirlit yfir fjölda uppboða á fasteignum árin 2009 til 2012.
2. Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar o.fl.201303128
Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi. Umbeðin umsögn hjálögð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs verði falið að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
3. Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl.201303171
Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er. Hjálögð er umbeðin umsögn.
Afgreiðslu frestað.
4. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs201304249
Umsögn umhverfissviðs um drög að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd og bæjarráð í samræmi við samþykkt á 1118. fundi bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Umhverfisstofnun umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisfulltrúa, varðandi starfsleyfi til Sorpu bs., ásamt athugasemdum 141. fundar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
5. Erindi Agnars Darra Gunnarssonar varðandi afnot af landi í Seljadal201206174
Erindi Agnars Darra Gunnarssonar varðandi afnot af landi í Seljadal en erindið er endurupptekið af hálfu bréfritara í framhaldi af synjun fyrra erindis um sama efni frá sl. ári.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
6. Erindi Ásgarðs varðandi ósk um leyfi til að setja niður leiktæki, listaverk og bekki201305004
Erindi Ásgarðs varðandi ósk um leyfi til að setja niður leiktæki, listaverk og bekki á Stekkjarflötinni fyrir neðan listaverkið, Hús skáldsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila Ásgarði uppsetningu leiktækja á Stekkjarflöt, enda verði fyrirkomulag og skipulag í samráði við umhverfissvið Mosfelsbæjar.
7. Umsókn um launað leyfi201303312
Sótt eru um launað leyfi vegna framhaldsnáms
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar mannauðsstjóra.
8. Erindi Bjarndísar varðandi umsókn um launalaust leyfi201305016
Erindi Bjarndísar varðandi umsókn um launalaust leyfi skólaárið 2013 - 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar mannauðsstjóra.
9. Erindi Ómars Smára vegna styrkbeiðni til útgáfu hjólabókar um suðvesturhornið201305022
Erindi Ómars Smára þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 70 þús. til útgáfu hjólabókar um suðvesturhorn Íslands.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamála.
10. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Olíuverzlunar Íslands201305038
Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir nýja veitingasölu Olíuverzlunar Íslands við Langatanga 1.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
11. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Heimagistingar að Skuld201305040
Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis vegna heimagistingar að Skuld.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.