Mál númer 201002022
- 8. júní 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #560
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um samþykkt sérstakrar bókunar er send var Sorpu bs., samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 26. maí 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1030
Samþykkt að senda Sorpu svohljóðandi bókun:
Bókun vegna SORPU bs.<BR>Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skyldi viðhaft meira samráð við sveitarfélagið um þær aðgerðir sem unnið er að til að sporna við lyktarmengun af hálfu SORPU bs. Engu að síður vonar bæjarráð að þær aðgerðir sem framundan eru verði til þess að leysa lyktarvandamál í Mosfellsbæ vegna losunar á seyru og úrgangi í Álfnesi, annað er óásættanlegt fyrir íbúa bæjarins.<BR>Reynsla liðinna ára hefur sýnt að lyktarmengun frá Álfsnesi eykst yfir sumartímann. Umrædd seyruhola veldur trúlega mestri lyktarmengun frá starfsemi SORPU bs. og hafa tilraunir um úrbætur ekki borið tilætlaðan árangur. Því gerir bæjarráð Mosfellsbæjar kröfu um að losun á þessum úrgangi með núverandi fyrirkomulagi verði hætt þann 1. júní nk. eins og lofað hefur verið. Ef ný lausn sem unnið er að af hálfu SORPU bs. verður ekki tilbúin þá verði farið með losun þessa úrgangs annað. Auk þess leggur bæjarráð áherslu á að SORPA bs. sendi fullnægjandi áætlun um hvernig þessi lyktarvandamál verði leyst bæði til skemmri og lengri tíma líkt og óskað var eftir og ályktað um.
- 27. apríl 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #557
Áður á dagskrá 1015. fundr bæjarráðs. Hér fylgja tölvupóstssamskipti Íbúasamtakanna við umhverfisráðuneytið og fundargerð frá fundi með sveitarstjórnarmönnuml á starfssvæði Sorpu bs. ásamt glærukynningu bæjarstjóra frá fundinum.
<DIV>Á 1025. fundi bæjarráðs fóru fram umræðum um erindið. Lagt fram á 557. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 14. apríl 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1025
Áður á dagskrá 1015. fundr bæjarráðs. Hér fylgja tölvupóstssamskipti Íbúasamtakanna við umhverfisráðuneytið og fundargerð frá fundi með sveitarstjórnarmönnuml á starfssvæði Sorpu bs. ásamt glærukynningu bæjarstjóra frá fundinum.
Til máls tóku: HS, HSv, JS, JJB og BH.
Bæjarstjóri fór yfir málefni Sorpu bs. á Álfsnesi og sagði frá fundi með sveitarstjórnarmönnum á starfssvæði Sorpu bs. sem handinn var í Mosfellsbæ 1. apríl sl. Einnig lá fyrir fundinum samskipti Íbúasamtaka Leirvogstungu við Sorpu bs. og umhverfisráðuneytið. Almenn umræða fór fram um málefnið og var bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum og óska eftir fundi með umhverfisráðherra í þessu sambandi.
- 16. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #552
Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfissviðs. Umsögnin hjálögð.
<DIV>Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, varðandi urðunarstað Sorpu bs. á Álfsnesi, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 3. febrúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1015
Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfissviðs. Umsögnin hjálögð.
Til máls tóku: HSv, JJB, BH, JS, HP og KT.
Bæjarráð telur framlagða áætlun Sorpu bs. ekki fullnægjandi og fer fram á að Sorpa bs. komi með skýrari áætlun um framgang málsins í þeim tilgangi að komið verið í veg fyrir lyktarmengun frá Sorpu bs. og felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að fylgja því eftir.
- 19. janúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #550
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
<DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN style="FONT-FAMILY: "Arial","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 11pt"><DIV>Til máls tóku JJB, HS og KT.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1011. fundar bæjarráðs, um framlagningu gagna og að óska umsagnar umhverfissviðs, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV><?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 6. janúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1011
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Björn H. Halldórsson (BHH) framkvæmdastjóri Sorpu bs. og fór hann yfir og ræddi lyktarmál og lokun seyruholu Sorpu bs. í Álfsnesi og áætlun um aðgerðir vegna lyktarmengunar.
Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.
Áætlun Mannvits um lyktarmál og viðhorfskoðanakönnun sem framkvæmd var meðal íbúa sem framkvæmd var af Capacent lögð fram. Jafnframt áætlunin send til umhverfissviðs til umsagnar.
Í framhldi verði boðað til fundar með stjórn Sorpu bs. og stjórn SSH til að ræða starfssemi Sorpu bs. í Álfsnesi.
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
Engin lögn lögð fram. Dagskrárliðurinn hefst á heimsókn til Sorpu bs. í Álfsnesi.
<DIV>Erindið lagt fram á 544. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 13. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #997
Engin lögn lögð fram. Dagskrárliðurinn hefst á heimsókn til Sorpu bs. í Álfsnesi.
Bæjarráð fór í vettvangsskoðun til Sorpu bs. á Álfsnesi til að kynna sér starfshætti og meðferð við urðun sorps og þá sérstaklega hvað varðar varnir gegn lyktarmengun. Eftir vettvangsskoðun um svæðið var fundað með forsvarsmönnum Sorpu bs.
- 10. febrúar 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #529
Lagðar fram niðurstöður úr viðhorfskönnun Sorpu bs. meðal íbúa í Leirvogstungu og nágrennis um virkni aðgerðaráætlunar Sorpu til að draga úr lyktarmengun.
<DIV>%0D<DIV>Til máls tóku: HS og JS.</DIV>%0D<DIV>Bókun þess efnis að umhverfisnefnd feli umhverfisstjóra að kanna hagkvæmni þess að taka upp fjöltunnukerfi á ekki við þetta erindi og er bókunin felld niður og erindið því lagt fram á þessum 529. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 10. febrúar 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #529
Lagðar fram niðurstöður úr viðhorfskönnun Sorpu bs. meðal íbúa í Leirvogstungu og nágrennis um virkni aðgerðaráætlunar Sorpu til að draga úr lyktarmengun.
<DIV>%0D<DIV>Til máls tóku: HS og JS.</DIV>%0D<DIV>Bókun þess efnis að umhverfisnefnd feli umhverfisstjóra að kanna hagkvæmni þess að taka upp fjöltunnukerfi á ekki við þetta erindi og er bókunin felld niður og erindið því lagt fram á þessum 529. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 4. febrúar 2010
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #114
Lagðar fram niðurstöður úr viðhorfskönnun Sorpu bs. meðal íbúa í Leirvogstungu og nágrennis um virkni aðgerðaráætlunar Sorpu til að draga úr lyktarmengun.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: EKr., GP, HS, AEH, ÓPV, TGG</DIV><DIV>Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu kynnti niðurstöður úr viðhorfskönnun Sorpu bs. meðal íbúa í Leirvogstungu og nágrennis um virkni aðgerðaráætlunar Sorpu til að draga úr lyktarmengun. </DIV><DIV>Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að kanna hagkvæmni þess að taka upp fjöltunnukerfi við sorphirðu í Mosfellsbæ.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>