Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. maí 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari

. Ákveð­ið að taka á dagskrá er­indi nr. 201002022


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Breyt­ing á gjaldskrá hita­veitu árið 2011201105161

    Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2011 var ákveðin gjaldskrárhækkun þann 1.7.2011. Hér fylgir greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra varðandi hækkunina.

    Und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur á fund­inn Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

     

    Til máls tóku: HS, HSv og HP.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hækka gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað, en hækk­un­in tek­ur mið af ákvörð­un í gild­andi fjár­hags­áætlun 2011 og þeirri breyt­ingu sem varð ný­lega á heild­sölu­verði á heitu vatni frá Orku­veitu Reykja­vík­ur.

    • 2. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ200802201

      Drög að viljayfirlýsingu vegna fjármögnunar nýbyggingar hjúkrunarheimilis ásamt tengdum fylgiskjölum.

      Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, JJB, HBA, HP og ÓG.

      Sam­þykkt að óska eft­ir breyt­ingu á gild­andi samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins hvað varð­ar fjár­mögn­un­ar­að­ila ný­bygg­ing­ar hjúkr­un­ar­heim­il­is. Jafn­framt sam­þykkt að heim­ila bæj­ar­stjóra að skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um fjár­mögn­un ný­bygg­ing­ar hjúkr­un­ar­heim­il­is í Mos­fells­bæ.

      • 3. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins v. reið­höll200701151

        Í vinnuskjali með fjárhagsáætlun 2011, sem lagt var fyrir bæjarráð þann 9. Desember 2010, segir varðandi Hestamannafélagið Hörð: "Hestamannafélagið fær styrk vegna framkvæmda skv. samningi. Gert er ráð fyrir að semja að nýju við Hestamannafélagið og framlengja útgjöldum til þriggja ára". Með fylgja drög að viðauka í þessu sambandi.

        Til máls tók: HSv.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila breyt­ingu á gild­andi samn­ingi við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð. Breyt­ing­in felst í að lækka ár­leg­ar greiðsl­ur og um leið að lengja  samn­ings­tím­ann sem því nem­ur.

        • 4. Heilsu­fé­lag Mos­fells­bæj­ar200903248

          Til kynningar er samstarfssamningur milli Heilsuklasa Mosfellsbæjar og Mosfellsbæjar.

          Til máls tóku: HS, HBA, JJB og SÓJ.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing við Heilsu­fé­lag Mos­fells­bæj­ar um starfs­mann og að­stöðu. 

          • 5. Er­indi Jó­hann­es­ar Jóns­son­ar varð­andi hljóð­mön við hringtorg Bo­ga­tanga og Álfa­tanga201104203

            Áður á dagskrá 1027. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umbeðin umsögn.

            Til máls tóku: HS, HP og HBA.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að láta fara fram hljóð­mæl­ing­ar áður en end­an­leg ákvörð­un verð­ur tekin.

            • 6. Styrk­umsókn Icef­it­n­ess varð­andi Skóla­hreysti 2011201105175

              Til máls tóku: HS, HP, HBA og HSv.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs til um­sagn­ar. 

              • 7. Er­indi Al­þing­is, um­sagn­ar­beiðni um frum­varp til laga um barna­lög201105176

                Til máls tók: HS.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

                • 8. Loka­skýrsla verk­efn­is­ins Allt hef­ur áhrif, einkum við sjálf201105180

                  Til máls tóku: HS, HSv, HAB, JJB og HP.

                  Loka­skýrsl­an lögð fram til kynn­ing­ar. Jafn­framt sam­þykkt að óska eft­ir því við stýri­hóp verk­efn­is­ins hjá Mos­fells­bæ að fá yf­ir­lit yfir stöðu þess hjá Mos­fells­bæ og mögu­leg­um leið­um til að halda því áfram. Loka­skýrsl­an verði send fræðslu- fjöl­skyldu- og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­um til upp­lýs­ing­ar. 

                   

                  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar þakk­ar far­sælt sam­st­arf við Lýð­heilsu­stöð um verk­efn­ið, Allt hef­ur áhrif, einkum við sjálf.

                  • 9. Urð­un­ar­stað­ur Sorpu bs. á Álfs­nesi, varn­ir gegn lykt­ar­meng­un201002022

                    Sam­þykkt að senda Sorpu svohljóð­andi bók­un:

                     

                    Bók­un vegna SORPU bs.<BR>Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir yfir von­brigð­um með að ekki skyldi við­haft meira sam­ráð við sveit­ar­fé­lag­ið um þær að­gerð­ir sem unn­ið er að til að sporna við lykt­ar­meng­un af hálfu SORPU bs.&nbsp;&nbsp; Engu að síð­ur von­ar bæj­ar­ráð að þær að­gerð­ir sem framund­an eru verði til þess að leysa lykt­ar­vanda­mál í Mos­fells­bæ vegna los­un­ar á seyru og úr­gangi í Álf­nesi, ann­að er óá­sætt­an­legt fyr­ir íbúa bæj­ar­ins.<BR>Reynsla lið­inna ára hef­ur sýnt að lykt­ar­meng­un frá Álfs­nesi eykst&nbsp; yfir sum­ar­tím­ann. Um­rædd seyru­hola veld­ur trú­lega mestri lykt­ar­meng­un frá starf­semi SORPU bs. og hafa til­raun­ir um úr­bæt­ur ekki bor­ið til­ætl­að­an ár­ang­ur. Því ger­ir bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar kröfu um að los­un á þess­um úr­gangi með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi verði hætt þann 1. júní nk. eins og lofað hef­ur ver­ið.&nbsp; Ef ný lausn sem unn­ið er að af hálfu SORPU bs. verð­ur ekki til­bú­in þá verði far­ið með los­un þessa úr­gangs ann­að.&nbsp; Auk þess legg­ur bæj­ar­ráð áherslu á að SORPA bs. sendi&nbsp; full­nægj­andi áætlun um hvern­ig þessi lykt­ar­vanda­mál verði leyst bæði til skemmri og lengri tíma líkt og óskað var eft­ir og ályktað um.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30