26. maí 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Ákveðið að taka á dagskrá erindi nr. 201002022
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á gjaldskrá hitaveitu árið 2011201105161
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2011 var ákveðin gjaldskrárhækkun þann 1.7.2011. Hér fylgir greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra varðandi hækkunina.
Undir þessum dagskrárlið var mættur á fundinn Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, HSv og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hækka gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við framlagt minnisblað, en hækkunin tekur mið af ákvörðun í gildandi fjárhagsáætlun 2011 og þeirri breytingu sem varð nýlega á heildsöluverði á heitu vatni frá Orkuveitu Reykjavíkur.
2. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Drög að viljayfirlýsingu vegna fjármögnunar nýbyggingar hjúkrunarheimilis ásamt tengdum fylgiskjölum.
Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, JJB, HBA, HP og ÓG.
Samþykkt að óska eftir breytingu á gildandi samningi Mosfellsbæjar og velferðarráðuneytisins hvað varðar fjármögnunaraðila nýbyggingar hjúkrunarheimilis. Jafnframt samþykkt að heimila bæjarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsingu um fjármögnun nýbyggingar hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ.
3. Erindi Hestamannafélagsins v. reiðhöll200701151
Í vinnuskjali með fjárhagsáætlun 2011, sem lagt var fyrir bæjarráð þann 9. Desember 2010, segir varðandi Hestamannafélagið Hörð: "Hestamannafélagið fær styrk vegna framkvæmda skv. samningi. Gert er ráð fyrir að semja að nýju við Hestamannafélagið og framlengja útgjöldum til þriggja ára". Með fylgja drög að viðauka í þessu sambandi.
Til máls tók: HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila breytingu á gildandi samningi við Hestamannafélagið Hörð. Breytingin felst í að lækka árlegar greiðslur og um leið að lengja samningstímann sem því nemur.
4. Heilsufélag Mosfellsbæjar200903248
Til kynningar er samstarfssamningur milli Heilsuklasa Mosfellsbæjar og Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HS, HBA, JJB og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning við Heilsufélag Mosfellsbæjar um starfsmann og aðstöðu.
5. Erindi Jóhannesar Jónssonar varðandi hljóðmön við hringtorg Bogatanga og Álfatanga201104203
Áður á dagskrá 1027. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umbeðin umsögn.
Til máls tóku: HS, HP og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að láta fara fram hljóðmælingar áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
6. Styrkumsókn Icefitness varðandi Skólahreysti 2011201105175
Til máls tóku: HS, HP, HBA og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
7. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um barnalög201105176
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
8. Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf201105180
Til máls tóku: HS, HSv, HAB, JJB og HP.
Lokaskýrslan lögð fram til kynningar. Jafnframt samþykkt að óska eftir því við stýrihóp verkefnisins hjá Mosfellsbæ að fá yfirlit yfir stöðu þess hjá Mosfellsbæ og mögulegum leiðum til að halda því áfram. Lokaskýrslan verði send fræðslu- fjölskyldu- og íþrótta- og tómstundanefndum til upplýsingar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar farsælt samstarf við Lýðheilsustöð um verkefnið, Allt hefur áhrif, einkum við sjálf.
9. Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun201002022
Samþykkt að senda Sorpu svohljóðandi bókun:
Bókun vegna SORPU bs.<BR>Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skyldi viðhaft meira samráð við sveitarfélagið um þær aðgerðir sem unnið er að til að sporna við lyktarmengun af hálfu SORPU bs. Engu að síður vonar bæjarráð að þær aðgerðir sem framundan eru verði til þess að leysa lyktarvandamál í Mosfellsbæ vegna losunar á seyru og úrgangi í Álfnesi, annað er óásættanlegt fyrir íbúa bæjarins.<BR>Reynsla liðinna ára hefur sýnt að lyktarmengun frá Álfsnesi eykst yfir sumartímann. Umrædd seyruhola veldur trúlega mestri lyktarmengun frá starfsemi SORPU bs. og hafa tilraunir um úrbætur ekki borið tilætlaðan árangur. Því gerir bæjarráð Mosfellsbæjar kröfu um að losun á þessum úrgangi með núverandi fyrirkomulagi verði hætt þann 1. júní nk. eins og lofað hefur verið. Ef ný lausn sem unnið er að af hálfu SORPU bs. verður ekki tilbúin þá verði farið með losun þessa úrgangs annað. Auk þess leggur bæjarráð áherslu á að SORPA bs. sendi fullnægjandi áætlun um hvernig þessi lyktarvandamál verði leyst bæði til skemmri og lengri tíma líkt og óskað var eftir og ályktað um.