14. apríl 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi201103454
Frestað á 1024. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og fylgdu með síðasta fundarboði.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættar Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) og Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ), skólastjórar Varmárskóla.
Til máls tóku: HS, JS, GÞE, BH, ÞRÓ, HSv, SÓJ og JJB.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að synja um launalaust leyfi.
2. Erindi Guðlaugar Kristófersdóttur varðandi endurskoðun fasteignagjalda201002210
Áður á dagskrá 969. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar.
3. Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis að Grundartanga 23201103412
Til máls tóku: HS, JS, SÓJ og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis vegna heimagistingar hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
4. Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Hvíta Riddarans Háholti 13-15201104050
Til máls tóku: HS, HSv, JS, BH, JS og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis vegan skemmtistaðar. <BR>Bæjarráð bendir þó á að um er að ræða lengri opnunartíma en þekkst hefur í Mosfellsbæ fram til þessa og áskilur bæjarráð sér því að koma að athugasemdum hvað varðar þetta atriði í ljósi fenginnar reynslu að sex mánuðum liðnum. <BR>Ekki er gerð athugasemd við önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
5. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar200811187
Erindið er á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og gerir hann nánari grein fyrir dagskrárósk sinni á fundinum.
Til máls tóku: JJB, HSv, BH, HS, JS og SÓJ.
Umræður fóru fram um Stikaðar gönguleiðir stöðu og eðli verkefnisins.
6. Erindi Strætó bs. varðandi erindi Foreldraráðs Borgarholtsskóla201102151
Áður á dagskrá 1017. fundar bæjarráðs þar sem óskað var tillagna frá Strætó bs. Hjálagt er svar Strætó bs.
Til máls tóku: HS, HSv, JS, BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindinu með hliðsjón af umsögn Strætó bs.
7. Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun201002022
Áður á dagskrá 1015. fundr bæjarráðs. Hér fylgja tölvupóstssamskipti Íbúasamtakanna við umhverfisráðuneytið og fundargerð frá fundi með sveitarstjórnarmönnuml á starfssvæði Sorpu bs. ásamt glærukynningu bæjarstjóra frá fundinum.
Til máls tóku: HS, HSv, JS, JJB og BH.
Bæjarstjóri fór yfir málefni Sorpu bs. á Álfsnesi og sagði frá fundi með sveitarstjórnarmönnum á starfssvæði Sorpu bs. sem handinn var í Mosfellsbæ 1. apríl sl. Einnig lá fyrir fundinum samskipti Íbúasamtaka Leirvogstungu við Sorpu bs. og umhverfisráðuneytið. Almenn umræða fór fram um málefnið og var bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum og óska eftir fundi með umhverfisráðherra í þessu sambandi.