3. febrúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd201101442
Erindinu var frestað á 1014. fundi bæjarráðs. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, SÓJ, HSv, JS, BH, HP og KT.</DIV><DIV>Lögð fram umbeðin umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og kemur þar fram að ekki sé um vanhæfi að ræða, enda sé um einangrað tilvik að ræða og viðkomandi nefndarmaður vinnur ekki að öðru jöfnu launuð lögfræðistörf fyrir nefndina.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar um að viðkomandi nefndarmaður sé annað hvort í nefndinni eða sinni lögfræðistörfum fyrir nefndina, en ekki hvoru tveggja.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillagan borin upp og felld með þremur samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2. Fjármál Mosfellsbæjar201010083
Áður á dagskrá 1000. fundar bæjarráðs. Nú kynnt svarbréf Eftirlitsnefndar.
Til máls tóku: HSv, BH og JJB.
Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og gerði bæjarstjóri grein fyrir málinu.
3. Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I201101060
Áður á dagskrá 1013. fundar bæjarráðs. Bréf í framhaldi af svarbréfi Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: BH, SÓJ, HSv, HP, JJB og JS.
Erindið lagt fram.
4. Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun201002022
Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfissviðs. Umsögnin hjálögð.
Til máls tóku: HSv, JJB, BH, JS, HP og KT.
Bæjarráð telur framlagða áætlun Sorpu bs. ekki fullnægjandi og fer fram á að Sorpa bs. komi með skýrari áætlun um framgang málsins í þeim tilgangi að komið verið í veg fyrir lyktarmengun frá Sorpu bs. og felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að fylgja því eftir.
5. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ201012284
Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs þar sem þess var óskað að umhverfissvið ynni drög að svörum við erindi íbúasamtakanna. Drög að svörum hjálögð.
Til máls tóku: HSv, BH, JS, JJB, HP og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að halda fund með Íbúasamtökum Leirvogstungu og svara erindi þeirra í samræmi við umræður á fundinum.
6. Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um breytingu á skipulagslögum201101422
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulagsstjóra erindið til umsagnar og afgreiðslu.
7. Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um fjöleignarhús201101472
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs erindið til umsagnar og afgreiðslu.
8. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá201101439
Frestað.
9. Endurskoðun mannauðsstefnu Mosfellsbæjar201102002
Frestað.