27. apríl 2011 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 1. varaforseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1025201104007F
Fundargerð 1025. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 557. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi 201103454
Frestað á 1024. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og fylgdu með síðasta fundarboði.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JS, HSv, JJB, HP, HS, BH og KT.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun S-lista Samfylkingar vegna umsóknar um launalaust leyfi.</DIV><DIV>Vegna mótsagna sem ég tel að felist í forsendum fyrir höfnun umsóknarinnar get ég ekki greitt henni atkvæði mitt og sit því hjá við afgreiðslu málsins.</DIV><DIV>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga:<BR>Geri það að tillögu minni að reglur um launalaust leyfi verði endurskoðaðar með tilliti til þess að þær verði skýrari hvað varðar forsendur um efnislegar ástæður til veitingar slíkra leyfa. Í því sambandi verði m.a. stuðst við viðmiðunarreglur útgefnar af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bæjarráði verði falið þetta verkefni.<BR>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV><DIV>Tillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1025. fundar bæjarráðs, um synjun á leyfi, samþykkt á 557. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum, bæjarfulltrúi Jónas Sigurðsson situr hjá.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
1.2. Erindi Guðlaugar Kristófersdóttur varðandi endurskoðun fasteignagjalda 201002210
Áður á dagskrá 969. fundar bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1025. fundar bæjarráðs, um að óska umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, samþykkt á 557. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.3. Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis að Grundartanga 23 201103412
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1025. fundar bæjarráðs, vegna umsagnar um rekstrarleyfi, samþykkt á 557. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.4. Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Hvíta Riddarans Háholti 13-15 201104050
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1025. fundar bæjarráðs, vegna umsagnar um rekstrarleyfi, samþykkt á 557. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.5. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar 200811187
Erindið er á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og gerir hann nánari grein fyrir dagskrárósk sinni á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, HP og HS.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar:<BR>Íbúahreyfingin telur óæskilegt að tómstundafélög taki að sér verkefni af þessari stærðargráðu auk þess þarf við suma verkþætti samningsins vinnuvélar og verkamenn sem slík félög hafa ekki yfir að ráða. Styrkir til tómstundafélaga verða að mati Íbúahreyfingarinnar að vera gagnsæir og hafnir yfir allan vafa.<BR>Íbúahreyfingin telur ennfremur að viðmið um útboðsskyldu sveitarfélaga séu allt of rúm og gefi sveitarstjórnarmönnum meira vald en æskilegt er. </DIV><DIV>Útboðsskylda sveitarfélaga miðast við um hundraðfalda þá upphæð sem útboðsskyld er hjá ríkinu. Íbúahreyfingin leggur til að útboðsskylda sveitarfélagsins miðist við </DIV><DIV>sambærilega upphæð og hjá ríkinu.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.</DIV><DIV>Árið 2008 samþykkti bæjarstjórn samkomulag við Skátafélagið Mosverja um skipulagningu og stikun gönguleiða í Mosfellsbæ. Alls verða stikaðir um 70 kílómetrar um fell og dali. Verktími var áætlaður 5 ár, en þó háður fjárveitingum til verkefnisins á hverjum tíma. Um er að ræða framkvæmdir sem allar eru afturkræfar gagnvart náttúrunni. Gönguleiðir eru stikaðar, en ekki er um malarborna slóða að ræða, sem krefjast stórvirkra vinnuvéla. Skátarnir vinna sjálfir verkið að mestu leyti, það er áfangaskipt, dreift á mörg ár </DIV><DIV>og hentar því ekki til útboðs.<BR>Hugmyndin að þessu ágæta verkefni kemur frá Skátafélaginu Mosverjum, þar sem mikil þekking á staðháttum og áhugi er til staðar. Um er að ræða verkefni sem hvetur til útiveru, hreyfingar og aukinnar þekkingar fólks á ósnortinni náttúru Mosfellsbæjar. <BR>Misskilnings gætir í bókun Íbúahreyfingarinnar hvað varðar útboðsskildu sveitarfélaga. Hjá Mosfellsbæ eru í gildi innkaupareglur sem samþykktar voru samhljóða í bæjarstjórn. </DIV><DIV>Þær reglur eru grundvallaðar á lögum um opinber innkaup.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Á 1025. fundi bæjarráðs fóru fram umræður um erindið. Lagt fram á 557. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
1.6. Erindi Strætó bs. varðandi erindi Foreldraráðs Borgarholtsskóla 201102151
Áður á dagskrá 1017. fundar bæjarráðs þar sem óskað var tillagna frá Strætó bs. Hjálagt er svar Strætó bs.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1025. fundar bæjarráðs, um að fela bæjarstjóra að svara erindinu, samþykkt á 557. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.7. Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun 201002022
Áður á dagskrá 1015. fundr bæjarráðs. Hér fylgja tölvupóstssamskipti Íbúasamtakanna við umhverfisráðuneytið og fundargerð frá fundi með sveitarstjórnarmönnuml á starfssvæði Sorpu bs. ásamt glærukynningu bæjarstjóra frá fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Á 1025. fundi bæjarráðs fóru fram umræðum um erindið. Lagt fram á 557. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
2. Lýðræðisnefnd - 6201104006F
Fundargerð 6. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 557. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Málefni lýðræðisnefndar 201011056
Fundurinn verður vinnufundur undir stjórn Sævars Kristinssonar hjá Netspori þar sem farið verður yfir niðurstöður íbúafundar um lýðræðismál.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: HP, JS og HS.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn þakkar þeim íbúum sem tóku þátt í fræðslu- og vinnufundum um lýðræðismál sem haldnir voru í marsmánuði. </DIV><DIV>Það er von bæjarstjórnar að afrakstur þessara funda muni nýtast vel í vinnu lýðræðisnefndar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 6. fundar lýðræðisnefndar samþykkt á 557. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 173201103035F
Fundargerð 173. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 557. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Barnavernd, ársfjórðungsskýrslur 201103425
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Á 173. fundi fjölskyldunefndar var kynnt samantekt málafjölda á fyrsta ársfjórðungi 2011. Lagt fram á 557. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.2. Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar 200509178
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu var frestað á 173. fundi fjölskyldunefndar. Frestað á 557. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.3. Erindi Hagstofu Íslands varðandi félagsþjónustu sveitarfélaga 201101404
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið var lagt fram á 173. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 557. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.4. Erindi Umboðsmanns barna varðandi niðurskurð sem bitnar á börnum 201103058
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið var lagt fram á 173. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 557. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
Fundargerðir til kynningar
4. Fundargerð 100. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201104152
Til máls tóku: HSv, BH, JJB og HS.
Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 557. fundi bæjarstjórnar.
5. Fundargerð 284. fundar Sorpu bs.201104132
Til máls tóku: HS, JJB og JS.
Fundargerð stjórnar Sorpu bs. lögð fram á 557. fundi bæjarstjórnar.
6. Fundargerð 361. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201104150
Til máls tóku: BH, HSv, JS, HP og HS.
Fundargerð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram á 557. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 2. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis201104163
Til máls tóku: JJB, HS, BH, HP, HSv og KT.
Fundargerð Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram á 557. fundi bæjarstjórnar.