8. júní 2011 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 1. varaforseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varabæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Samþykkt samhljóða að taka á dagskrá kosningu í nefndir erindi nr. 201009094 og 201012009.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1030201105021F
Fundargerð 1030. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Breyting á gjaldskrá hitaveitu árið 2011 201105161
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2011 var ákveðin gjaldskrárhækkun þann 1.7.2011. Hér fylgir greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra varðandi hækkunina.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs samþykkti að leggja til hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar. Vísað er til sérstakrar afgreiðslu þessa erindis á þessum 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
1.2. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ 200802201
Drög að viljayfirlýsingu vegna fjármögnunar nýbyggingar hjúkrunarheimilis ásamt tengdum fylgiskjölum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um að óska breytinga á samningi við velferðarráðuneytið og að heimila bæjarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsingu um fjármögnun hjúkrunarheimilisins, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.3. Erindi Hestamannafélagsins v. reiðhöll 200701151
Í vinnuskjali með fjárhagsáætlun 2011, sem lagt var fyrir bæjarráð þann 9. Desember 2010, segir varðandi Hestamannafélagið Hörð:
"Hestamannafélagið fær styrk vegna framkvæmda skv. samningi. Gert er ráð fyrir að semja að nýju við Hestamannafélagið og framlengja útgjöldum til þriggja ára".
Með fylgja drög að viðauka í þessu sambandi.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um að heimila breytingu á samningi við hestamannafélagið, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.4. Heilsufélag Mosfellsbæjar 200903248
Til kynningar er samstarfssamningur milli Heilsuklasa Mosfellsbæjar og Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning við Heilsufélag Mosfellsbæjar, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.5. Erindi Jóhannesar Jónssonar varðandi hljóðmön við hringtorg Bogatanga og Álfatanga 201104203
Áður á dagskrá 1027. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umbeðin umsögn.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, að láta fara fram hljóðmælingar, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.6. Styrkumsókn Icefitness varðandi Skólahreysti 2011 201105175
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.7. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um barnalög 201105176
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.8. Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf 201105180
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Lokaskýrslan var lögð fram á 1030. fundi bæjarráðs. Lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
1.9. Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun 201002022
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um samþykkt sérstakrar bókunar er send var Sorpu bs., samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
2. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 175201105023F
Til máls tóku um fundargerðina almennt: HBA, HSv, JJB, HP, SÓJ og HS.
Fundargerð 175. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 255201105026F
Fundargerð 255. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi samkomulag um tónlistarfræðslu 201105152
Kynning á samkomulagi og á Tónlistardeild LISTMOS
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tók: HP. </DIV><DIV>Afgreiðsla 255. fundar fræðslunefndar, um að fela skólaskrifstofu og skólastjóra Listaskóla að skrifa umsögn um áfhrif samkomulagsins, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
3.2. Skipulag í Krikaskóla 2011-12 201105266
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 255. fundar fræðslunefndar, varðandi óskir um að nemendur skólans geti tekið þátt í frístundafjöri og að leitað verði lausna í samstarfi Krikaskóla, skólaskrifstofu og forsvarsmanna frístundafjörs, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
3.3. Heimsóknir í Krikaskóla skólárið 2010-11 201105271
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HP, JJB og HS.</DIV><DIV>Erindið kynnt á 255. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
3.4. Tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 201105267
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HP, BH og JJB.</DIV><DIV>Tilnefningar voru kynntar á 255. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
3.5. Umsókn um styrk við gerð fræðslumyndar um sjálfsvíg og afleiðingar þeirra 201104238
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 255. fundar fræðslunefndar, að leggja til að styrkbeiðninni verði synjað, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
3.6. Kynning á ADHD samtökunum 201105268
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 255. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4. Lýðræðisnefnd - 7201105020F
Fundargerð 7. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Málefni lýðræðisnefndar 201011056
Fyrir fundinn eru lögð drög að framkvæmdaáætlun við lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Einnig er gert ráð fyrir því að Annelise Larsen-Kaasgaard mæti á fundinn með fyrirlestur sinn um lýðræðismál í skólum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Á 7. fundi lýðræðisnefndar voru lögð fram drög að lýðræðisstefnu og var umræðu frestað til næsta fundar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 301201105019F
Fundargerð 301. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Reykjaflöt, fyrirspurn um byggingu listiðnaðarþorps 201006261
Lagður fram tölvupóstur frá 13.04.2011 til umsækjenda, þar sem greint er frá því að komið hafi í ljós að áformuð bygging skv. erindi þeirra sé langt utan byggingarreits. Því sé ekki unnt að halda vinnslu málsins áfram á þann hátt sem til stóð, sbr. bókun á 298. fundi. Frestað á 299. og 300. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tók: BH. </DIV><DIV>Á 301. fundi skipulagsnefndar var farið yfir stöðu málsins. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
5.2. Æsustaðavegur 6, ósk um breytingar á deiliskipulagi 201103286
Lagðar fram hugmyndir að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 298. fundi. Frestað á 299. og 300. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tók: BH. </DIV><DIV>Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, um að unnin verði deiliskipulagstillaga og hún auglýst, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
5.3. Langitangi 2A - byggingarleyfi fyrir hjúkrunarheimili 201104168
Byggingafulltrúi kynnir fyrirliggjandi teikningar af væntanlegri nýbyggingu. Frestað á 299. og 300. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Byggingarfulltrúi kynnti teikningar af væntanlegu hjúkrunarheimili á 301. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.4. Umferðaröryggi við Lágafellsskóla 201105018
Lagt fram bréf Foreldrafélags Lágafellsskóla frá 13. febrúar 2011 þar sem lýst er áhyggjum yfir umferðaröngþveiti við Lágafellsskóla á álagstímum og hættum sem því fylgja og skorað á bæjaryfirvöld gera úrbætur til að auka öryggi á svæðinu. Einnig lögð fram minnisblöð Verkfræðistofunnar Eflu og framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 2. maí 2011.
Frestað á 300. fundi.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, um að mæla með að framkvæmdir verði í samræmi við tillögu að forgangi 1, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.5. Úrskurðarnefnd, kæra vegna aukaíbúðar í Stórakrika 57 200907170
Lagður fram úrskurður ÚSB frá 12. maí 2011 í máli nr. 47/2009 ásamt minnisblaði vegna hans.
Frestað á 300. fundi.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, um að samþykkja að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt á ný sem óveruleg breyting skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
5.6. Ævintýragarður - fyrstu áfangar 201005086
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs um stöðu undirbúnings og áformaðar aðgerðir 2011.
Frestað á 300. fundi.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, að óska eftir ítarlegri upplýsingum og samræmdri skipulagstillögu, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.7. Brattholt 1, óleyfileg geymsla vinnuvéla á íbúðarlóð. 201104220
Gerð verður grein fyrir forsögu málsins og lögð fram ýmis gögn þar að lútandi. Sett á dagskrá að ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 299 og 300. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.8. Leirvogsá, umsókn um leyfi fyrir byggingu laxateljara 201103060
Umsögn umhverfisnefndar vegna umsóknar Veiðifélags Leirvogsár um leyfi fyrir byggingu laxateljara í Leirvogsá
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, að óska eftir nánari gögnum varðandi frágang við laxateljara, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
Fundargerðir til kynningar
6. Fundargerð 101. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201105190
Til máls tóku: HSv og BH.
Fundargerð 101. fundar SHS lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 286. fundar Sorpu bs.201105280
Til máls tóku: HS, HBA, JJB og HP.
Fundargerð 286. fundar SHS lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 787. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201106014
Til máls tóku: HBA og HSv.
Fundargerð 787. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
9. Breyting á gjaldskrá hitaveitu árið 2011201105161
Bæjarráð hefur farið yfir gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar og samþykkt fyrir sitt leyti og vísar gjaldskránni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sbr. 21. grein í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa breytingu á gjaldskrá hitaveitu Mosfellsbæjar til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
10. Kosning í nefndir af hálfu Vinstri grænna201012009
Tillaga kom fram um Bryndísi Brynjarsdóttur sem aðalmann í fræðslunefnd í stað Sigurlaugar Ragnarsdóttur.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast tillagan samþykkt samhljóða.
11. Kosning í nefndir, Íbúahreyfingin201009094
Tillaga kom fram um Birtu Jóhannsdóttur sem varaáheyrnarfulltrúa í umhverfisnefnd í stað Jóns Jóels Einarssonar.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast tillagan samþykkt samhljóða.