Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. janúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Tækni­leg­ir tengiskil­mál­ar veitna201002156

    Áður á dagskrá 969. fundar bæjarráðs þar sem meðf. auglýsingu um tæknilega tengiskilmála sem þá var í undirbúningi, var kynnt. Til kynningar.

    Til máls tóku: HS, SÓJ, JS, HSv og JJB.

    Tækni­leg­ir tengisk­ill­mál­ar lagð­ir fram, en skil­mál­arn­ir tóku gildi 4. nóv­em­ber sl. Jafn­framt er því vísað til um­hverf­is­sviðs að yf­ir­fara gild­andi reglu­gerð Hita­veitu Mos­fels­bæj­ar með­al ann­ars með til­lit­il til tengiskil­mál­anna.

    • 2. Kosn­ing­ar til Stjórn­laga­þings201009201

      Frestað á 1008. fundi bæjarráðs.

      Fund­ar­gerð Yfir­kjör­stjórn­ar lögð fram. Kjör­stjórn­ar­fólki öllu eru þökk­uð vel unn­in störf við fram­kvæmd kosn­ing­anna.

      • 3. Er­indi Hauks Skúla­son­ar varð­andi systkina­afslátt201012269

        Áður á dagskrá 1010. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað.

        Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB og JS.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs til um­sagn­ar.

        • 4. Veg­ur að Helga­fell­storfu, deili­skipu­lag2010081680

          Erindinu er vísað til bæjarráðs skv. ákvörðun 548. fundar bæjarstjórnar.

          Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ og BH.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­sviðs og stjórn­sýslu­sviðs til um­sagn­ar hvað varð­ar m.a. þörf á gerð sam­komu­lags við hags­muna­að­ila.

          • 5. Rekstr­aráætlun Sorpu bs. 2011201011136

            Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.

            Á fund­inn mætti und­ir þess­um dag­skrárlið Björn H. Hall­dórs­son (BHH) fram­kvæmda­stjóri Sorpu bs. og fór hann yfir og kynnti helstu at­riði rekstr­aráætl­un­ar­inn­ar fyr­ir árið 2011.

             

            Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.

            Rekstr­aráætl­un­in lögð fram.

            • 6. Fimm ára rekstr­aráætlun, 2012-2016201012277

              Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.

              Á fund­inn mætti und­ir þess­um dag­skrárlið Björn H. Hall­dórs­son (BHH) fram­kvæmda­stjóri Sorpu bs. og fór hann yfir og kynnti helstu at­riði fimm ára rekstr­aráætl­un­ar­inn­ar fyr­ir árið 2011.

               

              Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.

              Fimm ára rekstr­aráætl­un­in lögð fram.

              • 7. Urð­un­ar­stað­ur Sorpu bs. á Álfs­nesi, varn­ir gegn lykt­ar­meng­un201002022

                Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.

                Á fund­inn mætti und­ir þess­um dag­skrárlið Björn H. Hall­dórs­son (BHH) fram­kvæmda­stjóri Sorpu bs. og fór hann yfir og ræddi lykt­ar­mál og lok­un seyru­holu Sorpu bs. í Álfs­nesi og áætlun um að­gerð­ir vegna lykt­ar­meng­un­ar.

                 

                Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.

                Áætlun Mann­vits um lykt­ar­mál og við­horf­skoð­ana­könn­un sem fram­kvæmd var með­al íbúa sem fram­kvæmd var af Capacent lögð fram. Jafn­framt áætl­un­in send til um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

                Í fram­hldi verði boð­að til fund­ar með stjórn Sorpu bs. og stjórn SSH til að ræða starfs­semi Sorpu bs. í Álfs­nesi.

                • 8. Er­indi Íbúa­sam­taka Leir­vogstungu vegna lykt­ar­meng­un­ar í Mos­fells­bæ201012284

                  Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að vinna til­lögu að svör­um við er­ind­inu og óska eft­ir af­stöðu Sorpu bs. og um­hverf­is­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar til þeirra at­riða sem þessa að­ila snerta í er­ind­inu. 

                  • 9. Regl­ur um sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur201010137

                    Áður á dagskrá 1002. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar. Umsögnin er hjálögð.

                    Frestað.

                    • 10. Er­indi Ein­ars Sch Thor­steins­son­ar varð­andi álagn­ingu fast­eigna­gjalda201012208

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara er­ind­inu í sam­ræmi við hlið­stæð­ar af­greiðsl­ur og um­ræð­ur á fund­in­um.

                      • 11. Er­indi Huldu Mar­grét­ar Eggerts­dótt­ur varð­andi nið­ur­fell­ingu heim­greiðslna201012263

                        Frestað.

                        • 12. Er­indi Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is varð­andi breyt­ingu á gjaldskrá201012288

                          Varðandi breytingu á gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins

                          Frestað.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30