6. janúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tæknilegir tengiskilmálar veitna201002156
Áður á dagskrá 969. fundar bæjarráðs þar sem meðf. auglýsingu um tæknilega tengiskilmála sem þá var í undirbúningi, var kynnt. Til kynningar.
Til máls tóku: HS, SÓJ, JS, HSv og JJB.
Tæknilegir tengiskillmálar lagðir fram, en skilmálarnir tóku gildi 4. nóvember sl. Jafnframt er því vísað til umhverfissviðs að yfirfara gildandi reglugerð Hitaveitu Mosfelsbæjar meðal annars með tillitil til tengiskilmálanna.
2. Kosningar til Stjórnlagaþings201009201
Frestað á 1008. fundi bæjarráðs.
Fundargerð Yfirkjörstjórnar lögð fram. Kjörstjórnarfólki öllu eru þökkuð vel unnin störf við framkvæmd kosninganna.
3. Erindi Hauks Skúlasonar varðandi systkinaafslátt201012269
Áður á dagskrá 1010. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað.
Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
4. Vegur að Helgafellstorfu, deiliskipulag2010081680
Erindinu er vísað til bæjarráðs skv. ákvörðun 548. fundar bæjarstjórnar.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs og stjórnsýslusviðs til umsagnar hvað varðar m.a. þörf á gerð samkomulags við hagsmunaaðila.
5. Rekstraráætlun Sorpu bs. 2011201011136
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Björn H. Halldórsson (BHH) framkvæmdastjóri Sorpu bs. og fór hann yfir og kynnti helstu atriði rekstraráætlunarinnar fyrir árið 2011.
Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.
Rekstraráætlunin lögð fram.
6. Fimm ára rekstraráætlun, 2012-2016201012277
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Björn H. Halldórsson (BHH) framkvæmdastjóri Sorpu bs. og fór hann yfir og kynnti helstu atriði fimm ára rekstraráætlunarinnar fyrir árið 2011.
Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.
Fimm ára rekstraráætlunin lögð fram.
7. Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun201002022
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Björn H. Halldórsson (BHH) framkvæmdastjóri Sorpu bs. og fór hann yfir og ræddi lyktarmál og lokun seyruholu Sorpu bs. í Álfsnesi og áætlun um aðgerðir vegna lyktarmengunar.
Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.
Áætlun Mannvits um lyktarmál og viðhorfskoðanakönnun sem framkvæmd var meðal íbúa sem framkvæmd var af Capacent lögð fram. Jafnframt áætlunin send til umhverfissviðs til umsagnar.
Í framhldi verði boðað til fundar með stjórn Sorpu bs. og stjórn SSH til að ræða starfssemi Sorpu bs. í Álfsnesi.
8. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ201012284
Til máls tóku: HS, BHH, HSv, JJB, BH, JS og KT.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að vinna tillögu að svörum við erindinu og óska eftir afstöðu Sorpu bs. og umhverfissviðs Reykjavíkurborgar til þeirra atriða sem þessa aðila snerta í erindinu.
9. Reglur um sérstakar húsaleigubætur201010137
Áður á dagskrá 1002. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar. Umsögnin er hjálögð.
Frestað.
10. Erindi Einars Sch Thorsteinssonar varðandi álagningu fasteignagjalda201012208
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við hliðstæðar afgreiðslur og umræður á fundinum.
11. Erindi Huldu Margrétar Eggertsdóttur varðandi niðurfellingu heimgreiðslna201012263
Frestað.
12. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi breytingu á gjaldskrá201012288
Varðandi breytingu á gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins
Frestað.